Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.06.2005, Síða 1

Bæjarins besta - 01.06.2005, Síða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 1. júní 2005 · 22. tbl. · 22. árg. Unnur Lilja Þórisdóttir dux scholae Menntaskólanum á Ísafirði var slitið við hátíðlega og afar fjölmenna athöfn í Ísafjarðarkirkju á laugardag. Alls voru 54 nemendur brautskráðir frá skólanum að þessu sinni og hafa því 74 nemendur brautskráðst á þessu starfsári sem er mesti fjöldi frá stofnun skólans. Í máli Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara kom fram að útskriftarhópurinn nú væri einn sá al glæsilegasti sem skólinn hefur brautskráð á undanförnum árum. 22 stúdentar fengu fyrstu einkunn. og sex voru með fyrstu ágætiseinkunn yfir 9,0. Þá var dúxinn í ár með óvenju háa meðaleinkunn eða 9,61. Dúxinn í ár er Unnur Lilja Þórisdóttir frá Ísafirði. Fjölmennt útskriftarhóf fór fram á laugardagskvöld í íþróttahúsinu á Torfnesi. Auk útskriftarnema og fjölskyldna þeirra voru þar saman komnir nokkrir afmælisárgangar. Meðfylgjandi mynd af stúdentunum tók Birgir Þór Halldórsson. Nánar má lesa um skólaslit Menntaskólans á bls. 4. Þrír landsliðsmenn á móti grunnskólanemum Nýr sparkvöllur var opnaður með pompi og prakt á Þingeyri í síðustu viku. Eyjólfur Sverr- isson, fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í knatt- spyrnu, klippti á borðann ásamt Ástey Gyðu Gunnars- dóttur, formanni nemendaráðs Grunnskólans á Þingeyri. Liðsmenn íþróttafélagsins Höfrungs og grunnskólabörn skoruðu svo á gesti í knatt- spyrnuleik. Var því sett saman lið með Eyjólfi Sverrissyni, Birni Helgasyni íþróttafulltrúa Ísafjarðarbæjar, Jakobi Skúla- syni fulltrúa KSÍ, Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísa- fjarðarbæjar og Guðna Guðna- syni starfsmanni VÍS. „Leikar fóru þannig að gest- irnir unnu 3-1 enda voru þrír landsliðsmenn í því liði. Landsliðsmennirnir eru að sjálfsögðu þeir Eyjólfur Sverr- isson, Jakob Skúlason og Björn Helgason. Þetta var mjög skemmtilegt og algjör- lega óvænt“, segir Sigmundur Þórðarson, formaður Höfr- ungs. Þá var Höfrungi og grunnskólanum gefnir boltar að gjöf og að athöfn lokinni buðu styrktaraðilar sparkvall- arins upp á veitingar. „Það ríkir mikil ánægja með völlinn og hann er nú þegar mikið notaður. Skólakrakk- arnir leika sér á honum í frí- mínútum og fullorðna fólkið nýtir sér hann á kvöldin“, segir Sigmundur. Gerð vallarins er hluti af sparkvallarátaki Knatt- spyrnusambands Íslands sem útvegaði gervigras vallarins, en Ísafjarðarbær stóð straum af öðrum kostnaði sem áætl- aður var um 4,8 milljónir. Margir komu að gerð sparkvallarins. 22.PM5 6.4.2017, 09:371

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.