Fréttablaðið - 04.02.2021, Side 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Af hverju að
fara út á götu
þegar stór-
hætta er á að
vera lúbarinn
af lögreglu og
hugsanlega
handtekinn?
Þetta er ekki
bara óend-
anlega
dapurt
heldur
stórhættu-
legt út frá
hagsmunum
heildar-
innar.
Það er ríkt í eðli manneskjunnar að hugsa fyrst og fremst um eigin hag og hags-muni. Erfitt er að fordæma hana fyrir það. Lífið er stutt og freistandi að líta svo á að best sé að leggja sig fram við að gera eigið líf eins þægilegt og mögulegt er.
Þannig hugsum við flest, mjög skiljanlega. Það gerist
þó furðu oft að manneskjan lætur hagsmuni sína
víkja, skeytir litlu um eigin velferð og virðist tilbúin
að leggja allt í sölurnar, jafnvel eigið líf, fyrir baráttu
sem hún trúir á.
Umheimurinn hefur lengi fylgst með framgöngu
rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís
sem var byrlað eitur fyrir nokkrum mánuðum í
Rússlandi. Hann féll í dá, var f luttur á sjúkrahús í
Þýskalandi, náði bata og sakaði rússnesk yfirvöld
um að hafa eitrað fyrir sér. Þau sóru það vitanlega
af sér, eins og þeirra var von og vísa. Navalní, þessi
sterki og þolni andstæðingur Pútíns, ákvað að snúa
til Rússlands, þrátt fyrir að vita að þar fengi hann
ekki blíðar móttökur. Við heimkomuna var hann
snarlega handtekinn fyrir að hafa rofið skilorð.
Honum hafði sem sagt láðst að tilkynna sig á lög-
reglustöð í Rússlandi, eins og honum bar að gera
mánaðarlega þar sem hann var með dóm á bakinu
fyrir svokölluð „fjársvik“. Það blasir við öllu raun-
sæju fólki að erfitt er fyrir mann að rölta inn á lög-
reglustöð í Rússlandi þegar hann liggur fárveikur á
sjúkrahúsi í allt öðru landi. Rússneskum yfirvöldum
stendur þó hjartanlega á sama um þessa staðreynd, í
huga þeirra skiptir öllu að þagga niður í þessum ein-
beitta andstæðingi Pútíns. Þau hafa nú dæmt hann í
fangelsi og vona um leið að draga ekki einungis mátt
úr honum heldur einnig stuðningsmönnum hans.
Undanfarið höfum við séð á sjónvarpsskjáum
rússneskan almenning, að stórum hluta ungt fólk,
þyrpast út á götur til að styðja Navalní. Þessir
einstaklingar vissu nákvæmlega hverju þeir gætu
átt von á. Heppnin ein myndi ráða því hvort þeir
slyppu við handtöku og barsmíðar lögreglunnar. Í
aðstæðum eins og þessum myndi enginn álasa ein-
staklingi fyrir að skýla sér á bak við hugsunina um
að hver sé sjálfum sér næstur. Af hverju að fara út á
götu þegar stórhætta er á að vera lúbarinn af lögreglu
og hugsanlega handtekinn? Er ekki bara best að sitja
heima og láta eins og ekkert sé?
Það þarf gríðarlegt hugrekki til að snúa aftur
til lands síns og mæta yfirvöldum sem vilja mann
feigan. Það gerði Navalní. Það þarf mikið hugrekki til
að mótmæla handtöku Navalnís þegar hrottalegar
barsmíðar og jafnvel handtaka bíður þess sem það
gerir. Það hugrekki hefur rússneskur almenningur
sýnt í ríkum mæli.
Umheimurinn, sem oft kýs að líta undan þegar
vondir hlutir gerast, hefur ekki horft þegjandi upp
á fangelsun Navalnís og handtökur og barsmíðar á
rússneskum almenningi. Ráðamenn víða um heim
krefjast þess að Navalní verði látinn laus. Þar á
meðal er utanríkisráðherra okkar, Guðlaugur Þór
Þórðarson. Þar hlýtur hann að tala í nafni okkar
allra.
Hugrekki
Það hefur verið lærdómsríkt að taka þátt í vinnu formanna allra stjórnmálaflokka um breytingar á stjórnarskrá. Á köflum var vinnan vönduð, jafnvel
skemmtileg þótt dapurleikinn hafi einkennt síðustu
daga vinnunnar. Þegar blákaldur veruleiki og hagsmuna-
pólitík stjórnarheimilisins spilaði sterkar inn í vinnuna.
Í upphafi var sammælst um að ræða afmörkuð svið
stjórnarskrárinnar og að um hvert og eitt yrði flutt sér-
stakt þingmál, með annaðhvort breiðri sátt eða auknum
meirihluta. Ákvæði um framsal og þjóðaratkvæða-
greiðslur hunsaði formaður VG þrátt fyrir samkomu-
lag um annað og leit algerlega fram hjá skýrum vilja
almennings um jöfnun atkvæðisréttar. Eitthvað sem ætti
ekki að koma á óvart en lengi skal manninn reyna.
Ég tók samt sem áður þátt í vinnunni og lýsti yfir að ég
gæti auðveldlega verið sammála þingmálum sem snerta
íslenskuna, umhverfismál og svonefndan forsetakafla
enda tel ég þau skref í rétta átt. Betra væri að ganga hreint
til verks um mína afstöðu í stað útpældrar leikjafræði.
Enda mikið í húfi.
Auðlindaákvæði formanns VG gat ég hins vegar ekki
með nokkru móti stutt meðan ekki væri ætlunin að
virkja þjóðareignina. Ef ekki á að breyta neinu og festa
frekar í sessi rétt útgerða yfir fiskveiðiauðlindinni er best
að segja það hreint út.
Hér gæti orðið óafturkræft tjón. Í stjórnarskrá verða
sett falleg orð um þjóðareign sem hvorki breytir né
treystir rétt þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. Ákall
þjóðarinnar eftir samráði var um virka og raunverulega
þjóðareign, ekki sýndarmennsku. Þetta er óskatillaga
íhaldsflokkanna og undirstrikar rækilega til hvers þessi
ríkisstjórn var stofnuð. Til hvers refirnir voru skornir.
Forsætisráðherra ætlar að selja þjóðinni að setja upp
öryggistæki um allt hús en lætur ekki rafhlöðurnar
fylgja með. Hún vísvitandi sleppir þeim. Veitir falska
öryggiskennd. Þetta er ekki bara óendanlega dapurt
heldur stórhættulegt út frá hagsmunum heildarinnar.
Ef Alþingi breytir ekki frumvarpi VG er ljóst um hvað
næstu kosningar munu snúast. Þá fær þjóðin tækifæri til
að tryggja virka þjóðareign og rétta hlut sinn – eða festa í
sessi óbreytt ástand.
Reykskynjari án rafhlaðna
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttir
formaður
Viðreisnar
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
Ó, guð! Yarr!
Hafi einhverjir efast um að
Pírötum sé ekkert heilagt eftir
að þingmaðurinn Björn Leví
Gunnarsson viðraði hugmyndir
um breytingar á hjúskaparlögum
þá þurfa þeir hinir sömu ekki að
efast lengur því nú hafa Píratar
endanlega afhjúpað sig með til-
lögu um breytingu á lögum um
þjóðsönginn þannig að flutn-
ingur á sálminum í annarri mynd
en hinni upprunalegu verði
leyfður auk þess sem heimilt
verði að nota Ó, guð vors lands í
viðskipta- eða auglýsingaskyni.
Gróflegar verður varla vaðið yfir
helg vé á marglitum sokkunum.
Vors lands. Yarr!
Nokkur hætta hlýtur að vera á
að aðrir flokkar taki undir þjóð-
söng Pírata þar sem ýmis tilbrigði
við lofsönginn gætu gagnast í
kosningaáróðri. Inga Sæland
gæti loksins sungið lofsönginn
með sínu nefi í kosningakarókí.
Augljóst framsóknarfæri er í því
að fá Geirmund Valtýsson til þess
að útsetja Ó, lands vors í skag-
firskri sveiflu og aldrei að vita
hversu mörgum atkvæðum Sam-
fylkingin gæti landað með því
að kyrja um átján rauð smáblóm
með titrandi tár. Þó má treysta
þingmönnum Miðflokksins til að
standa áfram vörð um íslenska
menningu og kristin gildi með
því að tóna þjóðsönginn sem
klaustursmunkar með gamla
ómögulega laginu. Yarr!
toti@frettabladid.is
4 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN