Fréttablaðið - 04.02.2021, Síða 18

Fréttablaðið - 04.02.2021, Síða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. RYK framleiðir kvenfatnað og býður upp á einstaka, íslenska hönnun. Fyrirtækið hóf að selja hönnun sína árið 2004 á Akureyri og því býr reksturinn að mikilli reynslu í hönnun og framleiðslu. Vörumerkið er orðið nokkuð þekkt og kúnnahópurinn verður sífellt stærri og fjölbreytt- ari. Vörulína RYK samanstendur af peysum, kjólum, buxum, yfir- höfnum, fylgihlutum og fleiru. „RYK er framleiðslu- og þjón- ustufyrirtæki, en við framleiðum allt í verslun okkar að Bæjarlind 1-3 í Kópavogi,“ segir Kristín Kristjánsdóttir, stofnandi og aðalhönnuður RYK. „Við leggjum okkur mikið fram við gæði í frá- gangi og að veita góða þjónustu og fáum reglulega hrós fyrir góða og persónulega þjónustu. Við lögum sniðin okkar eins og hægt er að þörfum íslenskra kvenna og því sem þeim líður vel með að klæðast og því finnast fjölbreyttar f líkur í línunni okkar. Vörulínan er ekki fjöldaframleidd og við gerum okkar besta í að framleiða úr síbreytilegu efnisvali.“ Einstakar flíkur í boði „Allar RYK vörur eru framleiddar á staðnum af mjög hæfu starfs- fólki verslunarinnar. Við höfum haldið okkar stefnu í framleiðslu frá upphafi í stað þess að flytja inn vörur að utan, enda finnst okkur mikilvægt að halda íslenskri hönnun og framleiðslu gangandi og framleiða flíkur sem þú finnur hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Kristín. „Mikil vinna er lögð í hverja flík og þær eru framleiddar af mikilli natni af klæðskerum verslunarinnar. Lögð er áhersla á fjölbreytt efnisval sem kemur bæði frá innlendum aðilum og svo hinum ýmsu smærri aðilum í til dæmis London og New York. Við erum sífellt að fá konur til okkar í verslunina sem voru alls ekki á leiðinni til okkar, vissu ekki af þessari verslun og höfðu aldrei heyrt af henni – og ákveðin upp- ljómun á sér stað. Flestar þessar konur eiga svo viðskipti við okkur í dag,“ segir Kristín. „Við viljum ná til f leiri íslenskra kvenna því það eru jú þær sem skapa okkur atvinnu og við erum þakklátar fyrir það. Að auki opnuðum við á síðasta ári vefverslunina ryk.is þar sem hægt er að kynna sér og versla vörulínu RYK.“ Auðvelt að bregðast við óskum „Vörurnar eru framleiddar í tak- mörkuðu upplagi og viðskipta- vinir okkar verða ánægðari fyrir vikið,“ segir Kristín. „En þar sem þær eru í svo takmörkuðu magni hanga flíkur yfirleitt bara í skamman tíma frammi í verslun þannig að oft þurfa viðskiptavinir að bregðast hratt við til að tryggja sér eintak. Við viljum aðstoða konur að finna sér tímalausa flík sem hægt er að nota við hin ýmsu tilefni, f lík sem stendur með þeim og getur staðið af sér tískustrauma,“ útskýrir Kristín. „Þar eru notagildi og gæði í efnisvali okkur mikilvæg. Við þekkjum flíkurnar okkar út í gegn og okkur þykir vænt um þær. Þessi nálægð viðskiptavinarins við hönnuðinn og framleiðandann er einnig sjaldgæf í verslun í dag og það gerir okkur mögulegt að hlusta á viðskiptavininn og bregðast f ljótt við þörfum hans og óskum,“ segir Kristín. „Þar sem allt er framleitt á staðnum er einnig lítið mál að breyta og bæta eftir þörfum viðskiptavina. Yfir- leitt förum við strax í málið og í mörgum tilfellum er það klárað á meðan viðskiptavinur bíður.“ Bæði hversdags og spari „Yfirleitt er fjöldinn allur af við- burðum fram undan á þessum tíma árs: þorrablót, fermingar og árshátíðir, svo eitthvað sé nefnt. Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu er hins vegar óvíst að einhverjar sam- komur verði næstu mánuði. Það eru samt blikur á lofti, dagurinn er að lengjast og við Íslendingar erum að standa saman og ná góðum árangri í baráttunni við faraldurinn. Það styttist því í að smærri viðburðir fái grænt ljós, og hver veit, kannski stærri viðburðir líka,“ segir Kristín. „Okkur finnst því mikilvægt að á svona tímum minni maður á sig og láti vita að vöruúrvalið hjá okkur er til staðar hvort sem það er fyrir matarboð, fermingar, giftingar, afmæli eða hvað annað. Við viljum ná til f leiri og bjóða alla velkomna í verslun okkar og hvetjum fólk líka til að skoða vefverslunina. Vörulínan okkar er fyrir konur á öllum aldri sem vilja eignast fal- lega íslenska hönnun. Við eigum fatnað fyrir öll tilefni sem hægt er að klæða upp og niður. Flíkurnar henta vel í hversdagsleikann sem og fyrir sparilegri tilefni,“ segir Kristín. „Það er til dæmis vin- sælt hjá fermingarmömmum og ömmum að finna sér f lík fyrir ferminguna frá RYK. Einnig höfum við hitt í mark hjá karlmönnum þegar þeir vilja gleðja konurnar í sínu lífi. Við veitum þeim góða aðstoð og hjálpum við að útbúa fallega gjöf. Nálægðin við viðskiptavini okkar er mikil í dag með tilkomu og notkun samfélagsmiðla. Við notumst við bæði Facebook og Instagram og birtum allar nýjustu vörur þar,“ segir Kristín. „Við hvetjum því alla sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur að kíkja á okkur þar og kíkja á vefverslunina okkar líka.“ RYK býður alla velkomna í verslun- ina að Bæjarlind 1-3, Kópavogi. Opið er virka daga frá 11-18 og laugardaga 11-16. Vefverslunina er að finna á ryk.is. RYK hóf að selja hönnun sína árið 2004 á Akureyri og framleiðir allt í versluninni. Kristín segir að mikil vinna sé lögð í hverja flík og þær séu framleiddar af mikilli natni af klæðskerum verslunarinnar. Flíkurnar eru líka fram- leiddar í takmörkuðu upplagi, þannig að þær finnast hvergi annars staðar í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Starfsfólkið hjá RYK vill aðstoða konur á öllum aldri við að finna sér tímalausa og endingargóða flík sem hægt er að nota við hin ýmsu tilefni, stendur með þeim og getur staðið af sér tískustrauma. MYND/AÐSEND Þar sem allt er framleitt á staðnum er lítið mál að breyta og bæta eftir þörfum viðskiptavina. Oft er það klárað á meðan viðskiptavinur bíður. MYND/AÐSEND Hjá RYK eru sniðin aðlöguð að þörfum íslenskra kvenna og því sem þeim líður vel með að klæðast. Því finnast fjölbreyttar flíkur í línunni. MYND/AÐSEND Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.