Fréttablaðið - 04.02.2021, Qupperneq 28
Vetrarhátíðin í Hafnarfirði hefst í kvöld þegar Hamar-inn verður lýstur upp í litum
vetrarhátíðar og listaverkum úr
safni Hafnarborgar verður varpað
upp á austurvegg listasafnsins.
Andri Ómarsson, verkefnastjóri
viðburða hjá Hafnarfjarðarbæ,
heldur utan um dagskrána í ár.
„Fyrir þau sem ekki vita þá er
Hamarinn stórmerkilegt náttúru-
fyrirbæri rétt hjá Flensborgarskól-
anum. Þetta er friðlýst náttúru-
vætti en uppi á Hamrinum er
víðsýnt yfir höfuðborgarsvæðið.
Best verður að sjá Hamarinn
upplýstan frá miðbænum,“ segir
Andri.
„Austurveggur Hafnarborgar
verður líka upplýstur með mynd-
list. Við völdum listaverk eftir
Eirík Smith, Gunnar Hjaltason og
fleiri. Þetta eru grafíkverk sem
varpað verður með ljósi á vegg-
inn alla vetrarhátíðina,“ útskýrir
hann.
Snjallleiðsögn við útilistaverk
Vegna sóttvarnaráðstafana er
dagskráin í ár að mestu utandyra
og því er áhersla á útilistaverk
bæjarins. Bæjarbúar eru hvattir til
að fara í göngutúr milli verkanna
með snjallleiðsögn.
„Hafnarfjörður er heilsubær og
við erum alltaf að hvetja fólk til að
vera á ferðinni, upplifa og njóta. Því
þótti okkur tilvalið að vera með
snjallleiðsögn við valin útilistaverk
í miðbænum, sem byrjar við Bóka-
safn Hafnarfjarðar og endar við
Hafnarborg,“ segir Andri.
Unnur Mjöll Leifsdóttir hefur
séð um skipulagningu dagskrár-
innar í Hafnarborg og er snjallleið-
sögnin í samstarfi við bókasafn
bæjarins.
„Snjallleiðsögnin er prufu-
verkefni hjá okkur. Okkur finnst
gaman að geta notað tæknina og
sameinað heilsueflandi samfélag
og að upplifa listina,“ segir Unnur
Mjöll.
„Þau hjá bókasafninu komu til
okkar með þá hugmynd að tengja
bókmenntir við listaverkin. Við
hvert listaverk er QR-kóði. Við
kynnum listaverkið sjálft með
texta og svo er kóðinn skannaður
inn í síma og farið inn á hljóðlest-
ur. Þau hjá bókasafninu hafa hand-
valið texta sem passar við hvert
verk. Við völdum listaverk sem eru
nálægt okkar stofnunum. Þau eru
í miðbænum og teygja sig aðeins
út fyrir svo þetta er góð 30-40
mínútna ganga á milli verka.“
Tónleikar og
fjölskyldusmiðja
Á morgun klukkan 18.00 verða
tónleikar í Hafnarborg með
söngvaskáldinu Svavari Knúti.
Þetta eru fimmtu tónleikarnir í
tónleikaröðinni Síðdegistónar í
Hafnarborg. Svavar Knútur kemur
fram ásamt hljómsveit sem þau
Ingibjörg Elsa Turchi á bassa,
Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir
á trommur og Andrés Þór á gítar
skipa. Unnur segir að á efnis-
skránni verði sannkölluð söngva-
skáldaveisla en hljómsveitin
mun leika mörg af helstu lögum
Svavars, sem hafa notið mikilla
vinsælda undanfarið.
„Við megum vera með 40 gesti
í númeruðum sætum, en tón-
leikunum verður einnig streymt
á Facebook og vefsíðunni okkar
hafnarborg.is,“ segir hún.
„Á laugardaginn verður svo
fjölskyldusmiðja við Hafnar-
borg. Þá geta börn og fullorðnir
komið saman og fengið efnivið til
að búa til sitt eigið listaverk. Við
vonum að það verði gott veður svo
hægt verði að hafa þetta úti. Við
verðum með alls konar efnivið í
boði. Pappír, við og límband. Það
verður hægt að búa til mandölur
og litla skúlptúra. Svo er hægt að
taka mynd af listaverkunum og
merkja þau með myllumerkinu
#mitteigiðútilistaverk. Þá rúlla inn
skemmtilegar myndir af því sem
fólk er að búa til.“
Söngur og fjör í bílabíói
Á laugardaginn verður einnig
boðið upp á bílabíó á bílastæðinu
við Flensborgarskólann í sam-
starfi við Kvikmyndasafn Íslands.
Þar verða sýndar tvær íslenskar
kvikmyndir. Regína frá árinu
2001 verður sýnd klukkan 18.00
og Með allt á hreinu frá árinu 1982
klukkan 20.00. Myndirnar verða
sýndar á hágæða 16 m² LED-skjá
og verður hljóðinu streymt í
útvarpið í bílunum á FM 106,1.
„Við áttum frábært samstarf
um bílabíó við Kvikmyndasafnið
í fyrra. Þess vegna lá það í augum
uppi að hafa það aftur. Við erum
að færa okkur á stærra bílaplan svo
fleiri komist, en Ester Bíbí Ásgeirs-
dóttir hefur séð um skipulagningu
á bílabíóinu,“ segir Andri.
„Við vildum velja skemmti-
legar myndir sem trekkja að og
vonum að það myndist stemning
í kringum þetta,“ segir Ester Bíbí.
„Með allt á hreinu er auðvitað
orðin algjör klassík með mikilli
tónlist og gríni. Maður horfir
kannski ekki á hádramatískar
myndir í bílabíói, svo okkur fannst
tilvalið að sýna tónlistar- og
söngvamyndir. Svo er örugglega
fullt af ungu fólki sem hefur ekki
séð Með allt á hreinu og myndi
hafa gaman af að sjá hana í bíla-
bíói,“ útskýrir Ester Bíbí.
„Svo fannst mér Regína alltaf
alveg frábær mynd. Hún virkaði
fyrir mig sem foreldri og krökkum
finnst hún mjög skemmtileg. Þetta
er létt og skemmtileg mynd sem
ég held að sé alveg kominn tími á
aftur. Það er komin ný kynslóð af
krökkum sem vita ekkert af henni.
Regína er fullkomin fjölskyldu-
mynd með krakka í aðalhlut-
verkum og Baltasar Kormákur
leikur krimmann.“
Ester Bíbí segir að lögin í Með
allt á hreinu verði textuð svo allir
geti sungið með í bílunum sínum.
„Þar sem við getum ekki fagnað
saman á tónleikum, þá getum
við í það minnsta sungið saman í
bílnum,“ segir hún og hlær.
Gæsluaðilar verða á staðnum
á meðan bílabíóið fer fram og
aðstoða við uppröðun bíla. Allir
eru velkomnir meðan pláss leyfir
en fólk er beðið að halda sig í bíl-
unum sínum.
„Það er frábært að eiga samstarf
við Kvikmyndasafnið þar sem það
er staðsett hérna í Hafnarfirði, og
koma á framfæri þessum lista-
verkum frá þeim,“ segir Andri.
„Við hlökkum svo bara til að
taka á móti fólki á Safnanótt í vor,
en henni hefur verið frestað þar
til í maí þegar söfnin geta vonandi
tekið á móti f leirum.“
Fjölbreytt útidagskrá í Hafnarfirði
Dagskrá Vetrarhátíðar í Hafnarfirði hefst í dag en vegna sóttvarna verður hún með breyttu sniði í
ár. Áhersla verður lögð á list í almannarými, útilistaverk, menningarmerkingar og ljóslistaverk.
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, Andri Ómarsson og Unnur Mjöll Leifsdóttir hafa undirbúið fjölbreytta dagskrá í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Fallegt útsýni frá Hamrinum sem verður upplýstur í kvöld.MYND/AÐSEND
Útilistaverkið Úr fjötrum eftir Gest Þorgrímsson frá árinu 1992. MYND/SPESSI
Hafnarfjörður er
heilsubær og við
erum alltaf að hvetja fólk
til að vera á ferðinni,
upplifa og njóta. Því
þótti okkur tilvalið að
vera með snjallleiðsögn
við valin útilistaverk í
miðbænum.
Andri Ómarsson
Við vildum velja
skemmtilegar
myndir sem trekkja að
og vonum að það mynd-
ist stemning í kringum
þetta.
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir
8 KYNNINGARBLAÐ 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U RVETRARHÁTÍÐ