Vinnan - 01.06.1943, Page 23
JÓN SIGURÐSSON:
Dýrtíðarráðstafanir stjórnarinnar í framkvæmd
Eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völduin,- kom
hver auglýsingin eftir aðra, þess efnis, að blátt bann
væri lagt við að selja hina og þessa vörutegund hærra
verði en nánar var tiltekið, og virtist við fljótlegt yfir-
lit, að um töluverða lækkun væri að ræða, sérstaklega
á nauðsynjum, enda lækkaði vísitalan að mun, eftir
s.l. áramót, og þar með fylgdi að sjálfsögðu lækkun
kaups.
Reynd manna varð þó sú, að meira varð vart kaup-
lækkunar en lækkunar verðs á nauðsynjum, og þóttust
menn eiga óhægra með, eftir en áður, að láta laun sín
hrökkva til nauðsynlegustu útgjalda.
Dæmi eru til um það — og þá sérstaklega utan af
landi — að verð á einstökum vörutegundum hefur
hækkað stórkostlega, þrátt fyrir allar auglýsingar um
lianti ríkisstjórnar, viðskiptaráðs og verðlagsstjóra við
hækkun verðs á hinum ýmsu vörutegundum.
Nærtækasta og skýrasta dæmið um það, í hve mikl-
Grundvöllur vísitölunnar rangur
um ólestri þessi mál eru öll, er það sem nú skal greina:
Til Þórshafnar komu kol seint í marzmánuði s.L, og
voru þau seld fyrir kr. 287.00 — tvö hundruð áttatíu
og sjö krónur — smálestin.
Kolin, sem áður voru til, voru seld fyrir kr. 180.00,
svo að þarna er um hækkun að ræða, sem nemur hvorki
meira né minna en kr. 107.00 — eitt hundrað og sjö
krónum á smálest.
Af þessu eina dæmi má sjá, hversu hróplegum rang-
indum Þórshafnarbúar eru beittir.
A sama tíma sem kaup verkafólks og annarra laun-
þega lækkar með lækkandi vísitölu, stórhækkar í verði
ein af þeim vörutegundum, sem að töluverðu leyti hefur
áhrif á vísitöluna.
Kauplagsvísitalan er á hverjum tíma miðuð við
verðlag hér í Reykjavík, en gildir við ákvörðun kaup-
gjalds um land allt, og eru því launþegar úti á lands-
byggðinni miklum órétti beittir, ef laun þeirra eiga að
Reglugerð þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 16
26. febrúar 1943, um orlof, og birtist til eftirbreytni öllum þeim,
sem hlut eiga að máli.
Félagsmálaráðuneytið, 19. maí 1943.
Björn Þórðarson. --------------
Gunnl. E. Bríem.
Eins og lögin og reglugerðin bera með sér, verða
gefnar út orlofsbækur, sem hver maður og kona, sem
vinnu stundar, á rétt á að fá afhentar ókeypis á næsta
pósthúsi eða póstafgreiðslustöð.
Bækurnar eru ekki enn fullgerðar, en munu koma
mjög bráðlega og ætti verkafólk ekki að láta undir höf-
uð leggjast að fá sér strax bók, þegar þær eru tilbúnar.
Þá verður og fólk að gæta þess vel, að hafa alltaf or-
lofsbókina við hendina, þegar tekið er við launum, því
að atvinnurekendum ber skylda til að líma orlofsmerkin
í hana, um leið og þeir greiða launin.
Að sjálfsögðu má búast við, að við framkvæmd þess-
ara laga komi fram ýmsir annmarkar í byrjun, og mun
Alþýðusambandið reyna að fá úr þeim bætt, til þess að
lögin verði í framtíðinni, og svo fljótt sem auðið er,
verkafólki að þeirri réttarbót, sem til var ætlazt í
byrjun.
Til þess, að almenningur eigi þess sem beztan kost
að kynna sér, hvaða réttindi og skyldur lögin hafa inni
að halda, verða þau, ásamt reglugerðinni, prentuð í
hverja orlofsbók og ætti fólk að kynna sér hvorttveggja
vel.
Þá er og í ráði, að hverri orlofsbók verði látið fylgja
sérstakt blað með ýmsum skýringum, upplýsingum og
leiðbeiningum viðvíkjandi orlofslögunum.
I
ÞINGTÍÐINDI
17. þings Alþýðusambandsins eru komin út, og hafa nú veriS
send gegn póstkröfu til verkalýðsfélaga úti um land.
Ætlazt er til, að hvert félag kaupi jafnmörg eintök og margir
eru í stjórn þess, því nauðsynlegt er hverjum stjórnanda verka-
lýðsfélags að vita um samþykktir þingsins og það annað, sem
í Þingtíðindunum er.
Nokkur félög í Reykjavík og Hafnarfirði, hafa nú þegar tekið
sín eintök, en mörg eiga ótekið ennþá, og ættu þau að gera það
sem fyrst.
Þingtíðindin fást á skrifstofu sambandsins og kosta kr. 10.00
eintakið.
VINNAN
95