Heimilispósturinn - 16.12.1950, Side 29

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Side 29
Ull, sem lítill drenghnokki hafði átt að koma til skila á leiðinni heim, en drengurinn hafði villzt og var nú hálfgrátandi. Þið vitið hve Nickey var barngóður! Hann kastaði böggl- inum á borðið og gaf drengnum ávexti og alla spariskildingana sem hann átti, og sendi hann síðan heim í bíl. Þegar hann fór að skoða böggul- inn, kom í ljós, að hann var alls ekki til Nickeys. Hann var til Hugh. Drengurinn hafði farið dyravillt í myrkrinu. Nú datt Nickey brella í hug. Hann sá Hugh fyrir sér þar sem hann beið eftir sokkum eða öðru slíku, sem væri í bögglinum. Hann stakk upp á því, að við opnuðum böggulinn og send- um Hugh gamla skó og skran, og áður en við gátum mótmælt þessu, var hann búinn að skera á bandið. 1 bögglinum var gömul bók — forn- fáleg skræða, rykfallin og gulnuð af elli. Hann fletti bókinni með viðbjóði — skildi ekki orð — og rétti okkur hana. Ég hélt' að þetta væri kín- verska, af því að stafirnir voru svo skrítnir, en Somers, sem virtist vera vel að sér i dauðu málunum, varð strax fullur áhuga og lagði bókina á kné sér. „Það er sanskrít," sagði hann, „hin fornhelga tunga Indlands. Ham- ingjan hjálpi mér! Hún er um sær- ingar.“ „Særingar," hrópaði Nickey. „Ég vissi ekki að slíkt væri til.“ Somers sagði okkur frá því, að þeg- ar hann hefði verið í Bombay, hefði fakír sagt honum frá ýmsum furðu- verkum, sem særingarmenn í Himal- ayjafjöllum hefðu gert. Hann fór að blaða í bókinni. „Sjáum til,“ sagði hann allt í einu. „Þessi skræða, er einmitt kennslu- bók í særingum. Hún kennir skýrt og greynilega, hvernig hægt er að reka sál úr likama manns og senda hana í eitthvað annað." Við Nickey hlógum. „Heldur þú að við leggjum trúnað á svona vit- leysu?“ spurði ég. „Ég veit ekki,“ svaraði hann. „Ég vil ekki staðfesta neitt. En ef helm- ingurinn af þvi sem öldungurinn sagði mér væri satt —“ Og hann hann hélt áfram að rýna í bókina og Nickey beygði sig yfir öxl hans. „Heyrðu Mason,“ sagði Nickey, „við skulum halda andafund eða hvað það er nú kallað og reyna að særa djöflana fram sjálfir. Hvernig lízt þér á það, Charlie?" Ég hélt að Nickey væri ekki með sjálfum sér, og ég sagði honum það, en hann lét sig aldrei, nema að hann hefði sitt fram. Hann fór að laga til í herberginu og ýtti borðinu upp að veggnum, svo að nóg væri rúm, eins og hann komst að orði. Síðan fór hann inn í svefn- herbergið og kom með knippi af reyk- elsisstöngum sem hann tendraði og stakk í ker i herberginu. Þið vitið, hve þungur reykelsis- ilmur getur haft mikil áhrif á mann. Það er eins og hann opni gáttir ímyndunar og ótta. Hann gerir mig alltaf syfjaðan, og mig langaði til að fara heim, en Nickey vildi ekki heyra það nefnt. Svo þótti honum of bjart. „Djöflar vilja hafa myrkur,“ sagði hann og i næstu andrá sátum við í hálfrökkri, því að það logaði ekki nema á einum lampa. Somers vildi líka gera alvöru úr þessu og sökkti sér niður í bókina. Hann sagði, að við yrðum að hafa eitthvað ákveðið í huga — einhvern hlut, sem við gætum einbeitt okkur að — einhvern mann. Og Nickey stakk upp á Hugh. „Hann verður ágætis miðill. Ætli honum bregði ekki á morgun, þegar ég segi honum að hann sé sálarlaus.“ HEIMILISPÓSTUHINN 27

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.