Fréttablaðið - 09.02.2021, Page 2

Fréttablaðið - 09.02.2021, Page 2
Að meðaltali deyr fjórði hver fjallgöngumaður sem reynir við K2 fjallið. Fastagestir skáluðu á Ölveri Sportbarinn Ölver opnaði dyr sínar eftir margra mánaða lokun í gær. Fastagestir, sem og þeir sem finnst gaman að fara á barinn til að horfa á íþróttir, mættu á leik Leeds-Crystal Palace í enska boltanum og skáluðu fyrir auknu frelsi. Töluverður undirbúningur hafði staðið fyrir opnunina en Ölver getur skipt staðnum upp í mörg sóttvarnahólf. Barinn opnaði klukkan ellefu og var rennirí af fólki allan daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR SAMFÉLAG „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ segir Lína Móey Bjarna- dóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns í tilkynningu. Enn hafði ekkert spurst til Johns Snorra þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. John Snorri og félagar hans, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, lögðu af stað á topp K2 á fimmtudag. Þeir skiluðu sér ekki í búðir á föstudag líkt og gert var ráð fyrir og ekki hefur sést eða spurst til þeirra síðan klukkan fimm á föstudagsmorgun, að íslenskum tíma. John Snorri, sem á fimm börn, gekk á topp K2 sumarið 2017 og varð þá fyrstur Íslendinga til að komast á topp fjallsins að sumri til. Engum hafði tekist að komast á topp K2 að vetrarlagi og stefndi John Snorri að því að verða sá fyrsti í heiminum til að komast þangað. Þann sextánda janúar síðastliðinn komust þó tíu nepalskir fjallgöngu- menn í sögubækurnar þegar þeir komust fyrstir á topp K2. Í samtali við Fréttablaðið árið 2019 sagðist John hafa sérstaka aðferðafræði sem myndi nýtast honum við ferð sína á fjallið, þá sagði hann ferðina „stórt verkefni og gríðarlega áskor- un“. K2 er 8.611 metra hátt og er talið eitt mannskæðasta fjall heims. Fjallið er staðsett í Karakorumfjall- garðinum í Pakistan og er stundum nefnt Grimmafjall. Þegar John Snorri og ferðafélagar hans lögðu af stað upp fjallið voru þeir upp- haf lega fjórir saman. Einn þeirra, Sajid Ali Sadpara, sneri við á föstu- daginn þegar súrefniskútur hans hætti að virka. Þegar hann kom í búðir sagði hann að hinir göngu- mennirnir hefðu verið í góðu standi þegar hann skildi við þá. Síðast er vitað til Johns Snorra á þeim stað á fjallinu sem oft er kallaður f löskuhálsinn, eða dauð- svæðið. Svæðið er í 8.211 metrar hæð og þar er gríðarstór íshella sem reglulega hrynur úr. K2 er töluvert hættulegra fjall heldur en önnur fjöll, líkt og til að mynda Everest. Þar hefur dánartíðni verið í kring- um eitt prósent síðan árið 1990 en á K2 deyr að meðaltali fjórði hver fjallgöngumaður sem reynir við fjallið. Aðstæður við fjallið hafa verið gríðarlega erfiðar til leitar, vegna slæms veðurs. Tvær þyrlur á vegum pakistanska hersins tóku þátt í leitinni í gærmorgun, en urðu frá að hverfa vegna óveðurs. Á toppi K2 getur orðið allt að 75 gráða frost. Leitarteymi mun halda að nýju að fjallinu í dag og leita að John Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr Prieto. Ferðamálaráðherra Pakistan sagði á Twitter í gær að velt verði við öllum steinum og notast verði við bestu mögulegu tækni við leitina. birnadrofn@frettabladid.is Öll von talin úti fyrir John Snorra og félaga Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar síðan á föstudag. Hann var á leið á fjallið K2 ásamt tveimur öðrum. Á toppi fjallsins er allt að 75 gráða frost. Eiginkona Johns segir ólíklegt að hann sé enn á lífi. Aðeins fjórtán fjöll á allri jörðinni eru hærri en 8.000 metrar, árið 2019 kleif John Snorri eitt þeirra, fjallið Manaslu í Nepal. MYND/KÁRI G. SCHRAM COVID-19 Krár, barir, tækjasalir og búningsklefar líkamsræktarstöðva opnuðu aftur í gær eftir að nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi. Enn eru í gildi grund- vallarreglur um tveggja metra reglu og grímuskyldu og samkomur mið- ast enn við tuttugu manns. Fjölda- takmarkanir eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. Í gær voru 28 einstaklingar í einangrun hér á landi með virkt COVID-19 smit og sólarhringinn á undan greindist eitt innanlands- smit og var sá smitaði í sóttkví við greiningu. Þrettán lágu á sjúkra- húsi vegna COVID-19 í gær, 21 var í sóttkví. Frá því að fyrsta smit greindist á Íslandi í lok febrúar í fyrra hafa verið staðfest 6.020 COVID-19 tilfelli hérlendis. Yfir 46 þúsund manns hafa lokið sóttkví og tæp- lega 268 þúsund sýni hafa verið tekin innanlands. – bdj Nýjar reglur komnar í gildi SAMFÉLAG Íbúar Vestmannaeyja, Akureyrar og Eyjaf jarðar eru jákvæðastir hvað varðar búsetu- skilyrði, viðhorf til sveitarfélagsins og hamingju. Íbúar Dalanna og sunnanverðra Vestfjarða eru nei- kvæðastir. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar landshlutasamtaka sveit- arfélaga og Byggðastofnunar. Við gerð könnunarinnar var landinu skipt niður í 24 svæði og var spurt um 40 atriði sem snerta búsetuskilyrði. Meðal þess sem var spurt um var friðsæld, skólamál, þjónusta og samgöngur. Íbúar Dalanna voru helst óánægð- ir með vöruverð, farsímasamband, umferðaröryggi, mannlíf og laun. Íbúar höfuðborgarsvæðisins voru óánægðastir með umferðarmál en ánægðastir með vöruúrval. – ab Eyjamenn og Akureyringar ánægðastir Íbúar Vestmannaeyja eru ánægðir. DANMÖRK Ákveðið var í gær að hefja söfnun til styrktar fjölskyldu og börnum  Freyju Eg ils dótt ur Mo g en sen sem var myrt í Dan- mörku fyrir helgi. Fyrrverandi eig- inmaður Freyju, Flemming Mogen- sen, játaði á sig morðin en þau áttu saman tvö börn. Freyja sótti um skilnað frá Flemming árið 2019 en Flemming hafði áður verið dæmdur fyrir að hafa orðið barnsmóður sinni að bana fyrir 25 árum. Jónína Eyvinds- dóttir, vinkona Freyju, stofnaði styrktarreikninginn. – kpt Safna fé fyrir börn Freyju Freyja skildi eftir sig tvö börn. 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.