Fréttablaðið - 09.02.2021, Page 9

Fréttablaðið - 09.02.2021, Page 9
Að undanförnu hafa verið fréttir af því að íslensk sótt­varnay f ir völd haf i farið þess á leit við lyfjarisann Pfizer að Ísland verði til rauna land fyr­ ir fjórða fasa rann sókn á bólu efn i fyrirtækisins við kórónuveirunni. Um leið og viðurkennt er að það sé siðferðilega vafasamt að reyna að fá sérstakan forgang fram yfir aðrar þjóðir sem búi við alvarlegri vanda en Íslendingar, er því haldið á lofti að um yrði að ræða mikilvæga rannsókn sem gagnast myndi allri heimsbyggðinni. Því hefur verið haldið fram að hérlendis séu sérstaklega góðir inn­ viðir til slíkrar rannsóknar en ekki hafa komið fram skýringar á því í hverju gagnsemi þessarar rann­ sóknar sé fólgin eða hvað hún gæti falið í sér fyrir landsmenn og aðrar þjóðir. Okkur finnst því eðlilegt að almenningur sé upplýstur um þessa rannsókn og samfélagsleg áhrif hennar. Það er forsenda þess að hægt sé að ástunda upplýsta umræðu um málið. Í því skyni vörpum við fram spurningum í nokkrum liðum sem æskilegt væri að fá svör við. Á okkur leita í fyrsta lagi spurn­ ingar um vísindalegt gildi og hnatt­ ræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði af lað þekk­ ingar sem muni hafa þýðingar­ mikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa f lestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar? Hvaða rök eru fyrir því að rannsóknin fari fram hér á landi í ljósi þess að skortur er á bóluefni um allan heim um fyrirsjáanlega framtíð, sér í lagi hjá fátækari ríkjum heims? Bent hefur verið á að innviðir íslenska heilbrigðiskerfisins séu sterkir og því vel til þess fallnir að hýsa rann­ sókn af þessu tagi. Á móti kemur að telja má víst að bólusetning af þessari stærðargráðu gæti bjargað f leiri mannslífum í löndum eða borgum þar sem heilbrigðiskerfi standa nú þegar höllum fæti. Yrði ávinningur þátttakenda því ef til vill meiri ef rannsóknin færi fram annars staðar? Í öðru lagi eru knýjandi spurn­ ingar sem varða siðferðilegt rétt­ mæti rannsóknarinnar. Til dæmis: Hvernig á að af la samþykkis fyrir þátttöku í rannsókninni? Verður þátttaka einstaklinga skilyrði fyrir því að þeir fái bólusetningu? Hvað með stöðu þeirra sem vilja ekki taka þátt í rannsókninni? Rætt hefur verið um að bólusetja eigi tiltekinn hluta þjóðarinnar (60% hefur verið nefnt) til að kanna hjarðónæmi. Yrði þá beðið með að bólusetja þann hluta sem eftir stendur þar til rannsókninni lýkur, jafnvel þótt nægt framboð væri á bóluefni? Einnig er mikilvægt að spyrja hvaða gagna yrði af lað með rannsókninni og hverjir fengju aðgang að þeim? Er áhætta fólgin í því að heil þjóð verði rannsóknar­ þýði fyrir alþjóðlegt lyfjafyrirtæki? Í þriðja lagi vakna svo spurn­ ingar sem varða lýðræði og alþjóðasamstarf. Hvernig verður reynt að tryggja lýðræðislegt lög­ mæti rannsóknar sem varðar alla þjóðina? Hvernig samrýmist slík rannsókn markmiði Alþjóðaheil­ brigðisstofnunarinnar (WHO) og annarra alþjóðastofnana um að tryggja jafnt aðgengi allra þjóða að bóluefni? Er samstarfi Íslendinga við önnur ríki ef til vill tef lt í hættu með þessari rannsókn og er hætta á að hún gæti skaðað orðspor þjóðar­ innar? Upplýst samfélagsumræða er mikilvægur aðdragandi svona rannsóknar, en hún tekur tíma. Í núverandi ástandi getur verið freistandi að ýta til hliðar erf­ iðum spurningum en það er hluti af góðu rannsóknasiðferði og lýðræðismenningu að gefa þeim gaum. Áleitnar um spurningar um Ísland sem tilraunaland Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og stjórnar- formaður Siðfræðistofnunar Há- skóla Íslands Eyja Margrét Brynjarsdóttir prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands Finnur Dellsén dósent í heimspeki við Háskóla Íslands Hlynur Orri Stefánsson dósent í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla Sigurður Kristinsson prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri Við verðum öll að gera betur og leggja okkur ákveðnar fram til að byggja upp öf lugt atvinnulíf sem þarf til að standa undir vaxandi velferð og öldrun þjóðarinnar. Í nýlegri grein Sig­ ríðar Mogensen, sviðsstjóra hug­ verkasviðs Samtaka iðnaðarins, hvetur hún okkur til að sækja tækifærin og bendir á með réttu að fjárfesting í nýsköpun muni ráða úrslitum um framtíðarlífskjör á Íslandi. Við höfum verið eftirbátar annarra þjóða í nýfjárfestingu sem er þróun sem við verðum að snúa við. Sem betur fer eru stjórnvöld að vakna til vitundar um þessa stöðu og hafa nú á skömmum tíma gert mjög margt til að bæta rekstrarum­ hverfi nýsköpunar og fyrirtækja. Því ber að fagna. Það er mikilvægt að líta heild­ stætt á málin til að ná hámarks árangri. Góður árangur næst í nýsköpun ef allir kraftar toga í sömu átt. Gott menntakerfi sem skilar öf lugu vinnuaf li, hagstætt skattaumhver f i og skattalegir hvatar, sterkir nýsköpunarsjóðir, lágir vextir og svo framvegis. Mikil gerjun er á öllum þessum sviðum og víðs vegar er mikil vinna í gangi við að ef la og gera betur. Þess þarf. Nýverið hafa margar fréttir bor­ ist af vendingum í nýsköpun og hugverkaiðnaði. Erlendir fjárfestar hafa eignast LS Retail sem er fyrir­ tæki sem hefur verið að blómstra í langan tíma, sem þýðir að þarna hefur miklum árangri verið náð. Hugbúnaðarfyrirtækið Sidekick sótti nýverið hátt í 3 milljarða í nýtt hlutafé og svo berast upp­ lýsingar um íslensk hugbúnaðar­ fyrirtæki sem eru að vaxa hratt og dafna. Dæmi um slíkt er Controlant sem er með hátt í eitt hundrað starfsmenn í vinnu og virðist vera á leið upp á stjörnuhiminn. Hér eru mikil ný verðmæti að verða til og mörg dýrmæt störf að skapast. Þetta virðast vera óvæntir sigrar fyrir íslenskt atvinnulíf og sam­ félagið allt og hvatning til allra í nýsköpun að sækja ákveðnar fram og bæta starfsumhverfið enn frekar. Í dag eru helstu áherslumál hugverkaiðnaðar í samtali við stjórnvöld að nýsköpunarsjóðir og skattahvatar verði áfram ef ldir og að liðkað verði enn frekar fyrir komu erlendra sérfræðinga og frumkvöðla til Íslands. Hin alþjóð­ lega samkeppni er hörð og óvægin í heimi nýsköpunar og Ísland á enn á brattann að sækja. Við eigum að sækja mannauð og þekkingu, fjár­ magn og laða beina fjárfestingu til Íslands eins og frekast er kostur. Við erum á réttri leið og vonum að nýtt ár beri með sér f leiri óvænta sigra. Óvæntir sigrar Jóhann R. Benediktsson markaðsstjóri Curron og stjórnarmaður í Samtökum upp- lýsingatækni- fyrirtækja, SUT Við höfum verið eftirbátar annarra þjóða í nýfjárfest- ingu sem er þróun sem við verðum að snúa við. Okkur finnst því eðlilegt að almenningur sé upplýstur um þessa rannsókn og sam- félagsleg áhrif hennar. Það er forsenda þess að hægt sé að ástunda upplýsta um- ræðu um málið. Í því skyni vörpum við fram spurning- um í nokkrum liðum sem æskilegt væri að fá svör við. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFIRÐI Sími: 558 1100 ÚTSALA RISA Allt að 60% afsláttur OSLO Skemmtilegur sófi í klassískum stíl. Rústrautt fallegt sléttflauel og viðarlitir fætur. Stærð: 234 x 91 x 80 cm AFSLÁTTUR 50% Stóll í áklæði: 93 x 95 x 82 cm 44.995 kr. 89.990 kr. 3ja sæta, áklæði: 205 x 95 x 82 cm 69.995 kr. 139.990 kr. EDE 3ja sæta sófi og stóll í dökkgráu áklæði. Fætur eru úr bogadregnu, svörtu járni. Glæsileg, tímalaus hönnun. AFSLÁTTUR 50% 49.995 kr. 99.980 kr. EMPIRE Nettur en klássískur La-Z-Boy hægindastóll. Grátt áklæði. AFSLÁTTUR 50% 129.995 kr. 259.990 kr. LOKAVIKA N www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N A LLTAF OP IN EKKI MISS A AF ÞESS U

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.