Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 09.02.2021, Qupperneq 10
FORMÚLA 1 Lewis Hamilton skrif- aði undir eins árs samning við Mercedes-liðið í Formúlu 1 í gær. Tilkynnt var um samninginn á Twitter. Spekingar voru ekki lengi að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra og segja að 2021 verði síðasta árið hans í Formúlunni þó Hamil- ton hafi aldrei sagt neitt annað en að hann vilji halda áfram. Hamilton fær 40 milljónir punda fyrir árið eða sjö milljarða. Samkvæmt erlendum miðlum var ástæðan fyrir því að hann skrifaði undir skammtímasamning sögð sú að verið væri að vinna í lengri samningi sem Mercedes er ekki viss hvort það vilji gera. Er Hamil- ton sagður vilja 10 prósent af öllu verðlaunafé sem Mercedes fær. Ef hann myndi vinna titilinn enn á ný eins og sá síðasti vannst myndi hann fá 13 milljónir punda í vasann eða rúmlega tvo milljarða. Þetta eru ekkert sérstaklega háar upphæðir í Formúlunni en Covid hefur komið við kappaksturinn eins og f lest annað og því er Mercedes að vinna í aðeins öðruvísi fjárhagsáætlun en oftast áður. Þá er Hamilton sagður vilja fá svokallað Veto atkvæði sem þýðir að hann myndi fá atkvæðisrétt á liðsfélaga fari svo að Mercedes losi sig við Valtteri Bottas. Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe, eig- andi Ineos, gerði fimm ára samning við Mercedes í fyrra og samkvæmt erlendum miðlum var Ineos svo áfjáð í að halda Hamilton að það var tilbúið að greiða meirihluta launa hans. Hamilton er orðinn 35 ára en það er ekkert farið að hægjast á kapp- anum eða bílunum sem hann ekur. Hann hefur unnið sjö heimsmeist- aratitla og vantar einn í viðbót til að slá við sjálfum Michael Schum- acher sem sigursælasti ökumaður allra tíma í Formúlunni. – bb Hamilton framlengir samning um ár Lewis Hamilton verður áfram hluti af Mercedes. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Selfyssingar hafa skrifað undir samning við spænska félagið Real Betis um samstarf við uppbyggingu ungra og efnilegra leikmanna til að undirbúa þá fyrir hæsta getustig körfuboltans. Félög- in munu vinna að sameiginlegri, faglegri sýn varðandi liðsuppbygg- ingu, umgjörð, þróun leikmanna frá öllum hliðum og hinum æðri markmiðum körfuboltans. Búið er að vinna í heilt ár að samningnum. Real Betis leikur í ACB deildinni á Spáni sem er af mörgum talin sú næstbesta í heimi á eftir NBA deild- inni og hefur þegar einn leikmaður komið til Selfyssinga frá Betis, Ken- nedy Clement sem er 18 ára og yngri landsliðsmaður Spánar. Vinnan við samninginn hófst að frumkvæði þjálfarans Chris Caird sem hefur staðið í ströngu sam- kvæmt Gylfa Þorkelssyni, formanni körfuboltadeildarinnar. „Þetta er spennandi samstarfsverkefni sem við erum komnir í og varðar upp- byggingu akademíu okkar. Við fáum hjá þeim þjálfara og einn leik- maður hefur verið hjá okkur í vetur. Það eru opnar leiðir fram og til baka fyrir unga leikmenn. Annars vegar fyrir okkar stráka að sjá tækifæri til að komast á mála hjá þeim og hins vegar frá þeim fyrir stráka sem eru ekki að fá margar mínútur til að koma í akademíuna okkar,“ segir Gylfi. Hann segir að körfuboltadeild Selfoss sé ekki með marga þúsund- kalla á milli handanna og það hafi því verið ákveðið að ala upp leikmenn. „Við erum að horfa í að byggja upp unga leikmenn. Það eru sumir sem segja að það sé rétta leið- in. Við erum ekki að spenna bogann með fullt af atvinnumönnum. Við keppum ekki við það og tökum þennan pól í hæðina. Byggjum upp ungviðið og bjóðum upp á fag- legt, gott og sterkt starf sem stenst kröfur.“ Gylfi bendir á að Spánn sé með bestu deildina í Evrópu þannig að hann trúi því að þjálfarar og aðrir sem koma nálægt starfinu hjá Real Betis viti hvað þeir komi með til borðsins. „Þeir hljóta að hafa ein- hverja hugmynd um hvernig eigi að gera hlutina,“ segir hann léttur. Gylfi bendir á að akademían við FSU sé í boði bæði fyrir stráka og stelpur en þar er unnið eftir umhverfi sem Selfoss vill skapa. Það hafi tekist ágætlega í hinum boltaíþróttunum, hand- og fótbolta. „Þetta er mikilvægt skref í þá átt að það sé faglegt og gott starf. Það eru fimm strákar frá Englandi, einn frá Póllandi og einn frá Slóveníu í aka- demíunni okkar til að vera í þessu umhverfi.“ Hann vonast til að körfuboltaaka- demían taki næsta skref með þess- um samningi en hún var sett á lagg- irnar árið 2005. Síðan komu hand- og fótboltinn  í kjölfarið, fimleikar, frjálsar íþróttir og svo golfakademía sem stofnuð var árið 2020. „Við erum að taka næsta skref fram á við að okkar mati með þessum samn- ingi. Þetta er spennandi verkefni.“ benediktboas@frettabladid.is Selfoss semur við Betis Samningur milli körfuboltaakademíu Selfoss og spænska félagsins Real Betis var undirritaður fyrir helgi. Félögin vinna að umgjörð og þróun leikmanna. Úr leik Selfoss í körfunni þar sem ungir leikmenn fá að æfa við góðar aðstæður. MYND/KÖRFUBOLTADEILD SELFOSS Það eru fimm strákar frá Eng- landi, einn frá Póllandi og einn frá Slóveníu í akademí- unni okkar til að vera í þessu umhverfi. Gylfi Þorkelsson, formaður Körfu- knattleiksfélags Selfoss 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Ótrúleg útsala í fjórum búðum og á dorma.is Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði PURE COMFORT fiberkoddi Léttur, ódýr og þægilegur fiberkoddi. Stærð kodda: 50x70cm. 700g. Má þvo á 60°c.. Fullt verð: 3.900 kr. Aðeins 3.120 kr. PURE COMFORT fibersæng Létt og þægileg fibersæng. Stærð: 140x200 cm. Sængin er 300g. Má þvo á 60°c Fullt verð: 9.900 kr. Aðeins 7.920 kr. 20% AFSLÁTTUR ÚTSALA 20% AFSLÁTTUR ÚTSALA DORMA útsalan LOKAVIKAN EKKI MISSA AF ÞE SSU Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.