Fréttablaðið - 09.02.2021, Qupperneq 16
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
Godo var stofnað árið 2012 og fór f ljótlega að bjóða upp á hótelkerfið Property
sem fjölmörg hótel og gististaðir
af öllum stærðum og gerðum
hérlendis og erlendis nýta sér.
„Fljótlega fundum við fyrir þörf
á markaðnum fyrir hugbúnaðar-
lausn sem myndi einfalda ferla og
samskipti milli hótela og ferða-
skrifstofa og hófst þá vinna og
þróun að Travia,“ segir Haukur
Birgisson, forstöðumaður ferða-
skrifstofulausna hjá Godo.
Fyrirtækið leggur mikið upp úr
að bjóða upp á framúrskarandi
hugbúnað fyrir ferðaþjónustuna,
bæði er snýr að hótelrekstri og
ferðaskrifstofum. „Við leggjum
bæði gríðarlega mikið upp úr
fyrirtaks þjónustu og sífelldri
þróun til að nýta okkur nýjustu
tækni.“
Byggt á tækniforskoti
Hugbúnaðurinn Travia gagnast
bæði hótelum og gististöðum
ásamt ferðaskrifstofum að sögn
Hauks. „Tæknin í kringum ferða-
þjónustu hefur vaxið í veldisvexti
síðustu ár og mörg gríðarlega
spennandi fyrirtæki hafa sprottið
upp sem byggja á tækniforskoti.
Hins vegar hefur þróun á hug-
búnaði sem tengir saman ferða-
skrifstofur og gististaði gleymst í
jöfnunni.“
Hann segir t.d. mjög skrítið að
á meðan samskipti milli gisti-
staða og ferðamanna, sem kjósa
að versla beint af netinu, séu mjög
skilvirk standi ferðaskrifstofur
enn í því að senda tölvupósta og
bíði stundum dögum saman eftir
staðfestingu, jafnvel frá sama
birgja. „Ferðamaður getur bókað
flug, hótel, bíl og afþreyingu og
jafnvel borð á veitingastað á einni
og sömu heimasíðunni á nokkrum
mínútum og fengið allt saman
staðfest um leið með viðeigandi
kvittunum og staðfestingum frá
birgjum. Því er öðruvísi háttað
með ferðaskrifstofur sem hætta
á að missa viðskiptavini meðan
beðið er eftir svari frá birgjum í
tölvupósti.“
Skilvirkari samskipti
Markmiðið með Travia er að
gera samskiptin á milli þessara
tveggja aðila markviss, skilvirk og
einföld þar sem ferðaskrifstofan
getur bókað, breytt bókun og
af bókað bókun án þess að þurfa
að bíða eftir svari með tölvupósti
frá starfsmanni gististaðarins.
„Á sama tíma fær gististaðurinn
staðfesta bókun í kerfið sitt og
þarf enga handavinnu frá starfs-
manninum. Það virðisloforð sem
við bjóðum upp á getur gefið bæði
ferðaskrifstofum og gististöðum
mikið samkeppnisforskot og
sparað mikinn tíma og þannig
kostnað.“
Að auki geta ferðaskrifstofur
sótt sér frátekningar, sótt lægsta
mögulega verð sem völ er á og
verið þannig samkeppnishæf
stærstu sölusíðunum bætir
Haukur við.
„Með þessari einföldun á sam-
skiptum verða báðir aðilar mun
skilvirkari en áður og reksturinn
verður arðbærari og sjálf bærri
fyrir vikið.“
Mikil tækifæri
Haukur segir að á Covid-tímum
hafi starfsmenn lagt sig alla fram
við að viðhalda þeirri þróun og
hraða sem einkenni „venjulegt“
árferði. „Við teljum að núna séu
mikil tækifæri fyrir ferðaþjón-
ustuna til þess að núllstilla sig og
nýta sér stafræn kerfi mun betur
en áður. Okkur hefur bæði tekist
vel til að sinna viðskiptavinum
okkar, sækja nýja viðskiptavini
og kenna þeim betur á hugbúnað
okkar svo þeir séu tilbúnir fyrir
komandi átök og viðspyrnu ferða-
þjónustunnar.“
Notendur Travia nefna margir
að hugbúnaðurinn sé byltingar-
kenndur þar sem öll samskipti séu
nú einfölduð og boðleiðir styttar.
„Nýjustu viðskiptavinir okkar
nefna einnig að þeir séu að nýta
tímann núna sem þeir höfðu ekki
áður til að tileinka sér tæknina,
sem mun koma sér vel þegar ferða-
þjónustan kemst á strik aftur”.
Ferðaskrifstofur munu skapa
mikilvægan sess í viðspyrnu ferða-
þjónustunnar eftir Covid, að sögn
Hauks, vegna þess að ferðamenn
munu að öllum líkindum sækja sér
aðgengi þeirra vegna trygginga-
mála, betri af bókunarskilmála
og betri þekkingu á staðháttum.
„Samkvæmt nýrri könnun hjá
Íslandsstofu er vaxandi trú ferða-
heildsala á Íslandi mikil og rennir
það styrkum stoðum undir mikil-
vægi ferðaskrifstofa í endurreisn
og viðspyrnu ferðaþjónustunnar.“
Spennandi verkefni
Undanfarið hafa starfsmenn verið
í markvissri kynningarstarfsemi á
Travia hugbúnaðinum fyrir ferða-
skrifstofur og hefur það gengið
vonum framar að sögn Hauks.
„Ferðaskrifstofur virðast vera
tilbúnar til þess að nýta sér hug-
búnaðinn til að einfalda bókunar-
hliðina til muna þegar ferðaþjón-
ustan tekur við sér. Við höldum
ótrauð áfram að kynna hugbúnað-
inn okkar fyrir nýjum viðskipta-
vinum og höldum áfram að kenna
núverandi viðskiptavinum okkar
á hugbúnaðinn, þ.e. hvernig á að
nota hann á sem bestan hátt ásamt
því að vera í góðum samskiptum
við viðskiptavininn til þess að við
séum viss um að við séum að þróa
réttu hlutina.“
Á sama tíma er fyrirtækið að
vinna í gríðarlega spennandi verk-
efni í Suður Afríku segir Haukur.
„Þar hefur mjög stór ferðaskrif-
stofa ákveðið að nýta sér Travia til
þess að bóka á þau hótel sem þau
nota fyrir ferðamenn sína. Þetta er
stórt verkefni þar sem við þurfum
að innleiða tugi hótela sem hvert
hefur yfir mörg hundruð herbergj-
um að ráða, ásamt því að sinna
kennslu og öðru sem við kemur
innleiðingu hugbúnaðarins.“
Bjartsýnn á framtíðina
Haukur er nokkuð bjartsýnn á
framtíð upplýsingatækninnar hér
á landi. „Í gegnum tíðina hafa verið
hér gríðarlega frambærileg tækni-
fyrirtæki og afrakstur þeirra hefur
verið til fyrirmyndar í gegnum
tíðina. Ísland hefur skapað sér sess
á heimsvísu þegar kemur að hug-
búnaði og öðrum vörum tengdum
upplýsingatækni og markað sér
mjög góða stöðu.“
Hann telur að upplýsingatækni
og umsvif hennar á Íslandi muni
einungis vaxa, sérstaklega með
allri þeirri þekkingu sem er hér-
lendis ásamt því að hingað sækja
í auknum mæli alþjóðleg fyrir-
tæki til að opna útibú eða ráða til
sín starfsfólk. „Það leynast mikil
tækifæri víðs vegar í upplýsinga-
tæknigeiranum á tímum Covid og
mörg fyrirtæki hugsa nú hvernig
hægt sé að nýta tækni til þess að
vera enn skilvirkari, sjálf bærri og
reka þannig arðbærari rekstur til
framtíðar.“
Godo býður upp á framúrskarandi hugbúnað fyrir ferðaþjónustuna, bæði er snýr að hótelrekstri og ferðaskrifstofum.
Framhald af forsíðu ➛ Ferðamaður getur
bókað flug, hótel,
bíl og afþreyingu og
jafnvel borð á veitinga-
stað á einni og sömu
heimasíðunni á nokkr-
um mínútum og fengið
allt saman staðfest um
leið með viðeigandi
kvittunum og staðfest-
ingum frá birgjum.
Í gegnum tíðina
hafa verið hér
gríðarlega frambærileg
tæknifyrirtæki og
afrakstur þeirra hefur
verið til fyrirmyndar í
gegnum tíðina.
Notendur Travia nefna margir að hugbúnaðurinn sé byltingarkenndur.
2 KYNNINGARBLAÐ 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 Þ R I ÐJ U DAG U RUPPLÝSINGATÆKNI