Fréttablaðið - 09.02.2021, Page 19
Skilar betri þjónustu
Skúli Eyjólfsson, deildarstjóri langtíma-
leigu hjá bílaleigunni Höldur, segir að
Signet hafi gert fyrirtækinu kleift að veita
viðskiptavinum sínum betri þjónustu.
„Við ákváðum að taka Signet í notkun því
við þurfum að fá undirritanir á samninga
og oft er sá sem sækir bílinn ekki sá sem
má undirrita samninginn. Þá þarf að senda
samninginn á aðilann sem sér um bílamál
til undirritunar,“ segir Skúli. „Við vorum
farin að skoða þessa lausn fyrir COVID en
faraldurinn ýtti þessu endanlega af stað.
Við erum að vinna hér og þar og það hafa
ekki allir aðgang að prentara, þannig að við
fórum þessa leið.
Þetta er miklu betri leið en að samn-
ingurinn sé prentaður, sendur, undirritaður,
skannaður inn og svo sendur til baka. Svona
erum við að veita kúnnum betri þjónustu,“
segir Skúli. „Viðskiptavinurinn fær samn-
inginn bara í tölvupósti eða sms-i og getur
smellt á hlekkinn til að skoða samninginn
og undirrita hann með rafrænum skilríkjum
án þess að standa í neinu brasi. Þetta er
líka örugg leið til undirritunar, það er mjög
erfitt að falsa rafræna undirskrift.
Þetta auðveldar okkur vinnu og er fljót-
legt kerfi. Við fáum undirritanir fyrr til baka
og fyrir vikið gengur reksturinn hraðar
fyrir sig,“ segir Skúli. „Þar að auki erum við
að spara pappír, póstsendinga- og bensín-
kostnað með þessu, sem er hið besta mál.
Áður fyrr kom fyrir að fólk þyrfti að gera
sér ferð til okkar bara til að skrifa undir.
Það er ekki nokkur spurning að við
myndum mæla með notkun Signet,“ segir
Skúli. „Það er allt að færast yfir í þetta raf-
ræna þannig að ég myndi hvetja alla sem
þurfa að fá undirritanir á skjöl, samninga
eða hvað sem er til að nýta sér Signet.“
Auðveldara fyrir fyrirtæki og kúnna
Kári Arnar Kárason, deildarstjóri upplýs-
ingatæknideildar Húsasmiðjunnar segir að
Signet hafi auðveldað þeim lífið á marga
vegu.
„Við tókum Signet fyrst í notkun því við
vildum fá rafræna undirritun fyrir ráðn-
ingarsamninga,“ segir Kári. „Við bjóðum
fólki líka upp að skrá sig inn á þjónustu-
vefinn okkar með rafrænum skilríkjum í
stað þess að þurfa að muna lykilorð. Svo
erum við líka með sjálfvirkt rafrænt ferli
í lánaumsóknum, bæði fyrir einstaklinga
og fyrirtæki, sem mannshöndin kemur
hvergi nærri. Við notum Signet einnig fyrir
reikningsumsóknir og greiðsludreifingar.
Signet hefur sjálfvirknivætt umsóknar-
ferli hjá okkur og stytt biðtíma fyrir kúnn-
ann, en nú er svartími nokkrar sekúndur
í staðinn fyrir tvo daga. Það hefur í raun
bætt þjónustu gríðarlega og fækkað hand-
tökunum hjá okkur,“ segir Kári. „Þetta hefur
auðveldað okkur lífið á marga mismunandi
vegu.
Þessi lausn er líka góð fyrir umhverfið.
Það er ekki lengur verið að prenta og
skrifa undir pappíra og sendast með þá
um bæinn,“ segir Kári. „Það er því engin
spurning að við mælum með notkun Signet
fyrir fyrirtæki, bæði til að minnka pappírs-
notkun og flýta ferlum.“
Hraðvirkt, aðgengilegt og
þægilegt
Íris A. Skúladóttir, lánastjóri hjá Birtu
lífeyrissjóði, segir að Signet kerfið hafi klár-
lega verið til bóta.
„Við þurfum að fá kynningargögn fyrir
hvert lán undirritað með löggiltum raf-
rænum skilríkjum og vorum með annað
kerfi fyrir það áður,“ segir Íris. „En sú lausn
var ekki nógu þjál, því það tók meira en
tvær mínútur að opna undirrituð skjöl. Það
var aðal ástæðan fyrir því að við gáfumst
upp á gamla kerfinu.
Áður fyrr þurftu umsækjendur að skrá sig
inn á sitt svæði með rafrænum skilríkjum
til þess að nálgast skjöl til undirritunar
en núna fá þeir tölvupóst eða sms beint í
símann með hlekk og þar birtist skjalið til
skoðunar og í kjölfarið undirritunar. Það er
mun þægilegra, einfaldara og aðgengilegra
fyrir móttakandann og býður upp á betri
þjónustu fyrir sjóðfélaga,“ segir Íris. „Undir-
skriftum fylgja líka meiri upplýsingar núna,
t.d. er hægt að bæta við skýringu á því hver
undirritar, einnig birtast nöfn, kennitölur
og tímastimplar, sem okkur finnst til bóta
og bæta aðgengi að upplýsingum um
undirritendur skjala.
Það sem mér finnst einnig mjög hentugt
er að við fáum fullundirrituð skjöl í sér-
staka möppu á lokuðu drifi sem aðeins er
aðgengilegt þeim sem vinna með skjölin.
Fyrir vikið sleppum við við að skrá okkur
inn til að sækja skjölin, sem flýtir fyrir
vinnu okkar,“ segir Íris. „Fyrir rafrænar
undirskriftir vorum við að prenta gríðarlegt
magn af pappír sem sparast núna og það
hefur minnkað kolefnissporið verulega.
Við mælum klárlega með notkun Signet
fyrir alla sem þurfa að undirrita skjöl með
hraðvirkum og öruggum hætti, þetta hefur
reynst okkur vel og var klárlega til bóta
fyrir okkur,“ segir Íris að lokum.
M
YN
D
/AÐ
SEN
D
M
YN
D
/AÐ
SEN
D
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/VALLI
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 5 Þ R I ÐJ U DAG U R 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 UPPLÝSINGATÆKNI