Fréttablaðið - 09.02.2021, Síða 30
Stafrænar lausnir eru komnar til að vera enda gríðarlega mikilvægur hluti af daglegu
lífi,“ segir Sigríður Sigmarsdóttir,
sölu- og markaðsstjóri Netheims,
sem sinnir alhliða upplýsinga-
tækniþjónustu fyrir fyrirtæki.
„Stafrænum lausnum er sífellt
að fjölga enda erum við farin að
nota símann meira í daglegu lífi
og viljum í raun einfalda alla ferla
og spara tíma.“ Hún segir þetta til
dæmis sjást í netverslun þar sem
æ fleiri eru farnir að panta vörur
heim í stað þess að fara í verslanir
og verja tíma sínum þar. „Nútíma-
fjölskylda hefur nóg á sinni könnu.
Hver kannast ekki við að hlusta
á krakkana lesa og vera að elda
eða ganga frá í eldhúsinu á sama
tíma? Svo þegar hinum „daglegu
verkum“ er lokið setjumst við
niður um klukkan að ganga 10 um
kvöld og munum að það er kominn
tími á snjóbuxurnar, vantar nýja
skó og svo þarf að versla fyrir
helgina?,“ segir hún og bætir við:
„Nútímakrafan er að geta leyst
þetta á einfaldan hátt, þegar við
munum eftir því og helst vera búin
að fá úrlausn mála okkar á sem
fljótlegastan hátt.“
Áhersla á persónulega
og góða þjónustu
Netheimur leggur sitt af mörkum
til að koma til móts við þessar
stafrænu þarfir meðal annars með
því að sinna þörfum fyrirtækja
fyrir netverslun og þjónustu sem
tekur mið af ólíkum þörfum ein-
staklinga og fjölskyldna sem ekki
eru lengur bundin hefðbundnum
vinnu – og opnunartímum.
„Netheimur var stofnaður árið
1998 og hefur frá upphafi verið
í eigu Ellert Kr. Stefánssonar og
Guðmundar Inga Hjartarsonar.
Þannig að við höfum farið í gegn-
um miklar breytingar og búum
að mikilli reynslu,“ segir Sigríður,
aðspurð um sögu Netheims. „Við
sinnum alhliða upplýsingatækni-
þjónustu fyrir fyrirtæki, allt frá
tölvuuppsetningum og tengingum
við prentara til hýsinga, vefsíðu-
gerðar og Business Central bók-
haldslausna.“
Ekki aðeins er starfsfólk Net-
heims reynsluboltar í tæknibrans-
anum heldur hefur fyrirtækið
verið í fararbroddi þegar kemur að
því að sinna þörfum viðskiptavina
sinna. „Við leggjum mikla áherslu
á persónulega og góða þjónustu
sem endurspeglast í ánægðum
viðskiptavinum sem hafa verið
með okkur frá upphafi. Við erum
einnig dugleg að endurmennta
okkur, fylgjumst vel með nýjung-
um og erum fljót að tileinka okkur
þær,“ segir Sigríður. „Við leggjum
áherslu á að vera þetta eina símtal
til lausna á verkefnum, reynum
ætíð að sjá heildarmyndina strax
í upphafi og komum með lausnir
sem eru ávallt hagstæðar og mið-
aðar alfarið við þarfir viðskipta-
vina okkar. Hjá Netheimi eigum
við viðskipta„vini“ en ekki kúnna,“
bætir hún við brosandi.
Allt hægt ef viljinn
er fyrir hendi
En hvaða nýjungum mega við-
skiptavinir Netheims búast við
árið 2021? „2020 var auðvitað
stórskrítið og það ætlar að teygjast
eitthvað á því inní 2021,“ viður-
kennir Sigríður og bætir við að
þó hafi ýmis ljós leynst í myrkri
framandi aðstæðna. „Við fundum
strax fyrir því að fyrirtæki fengu
svigrúm til að endurskipuleggja
starfsemi og tæknimál á sama tíma
og krafan um betri tækni jókst. Nú
geta flestir unnið heima ef svo ber
undir. Mörkin milli skrifstofu og
stofunnar heima eru í raun engin
lengur. Við sjáum að sveigjanleiki
bæði fyrirtækja og starfsmanna er
mun meiri en við héldum og sýnir
okkur líka að allt er hægt ef viljinn
er fyrir hendi.“
Hún segir helstu nýjungar snú-
ast um að aðlaga framlag Netheims
að þessum nýju sviðsmyndum.
„Fyrst og fremst snúast verkefnin
um einfaldleika og þægindi en
strax þar á eftir er aðgengi fyrir
alla og sjálfsafgreiðslumöguleik-
ar.“ Stafrænar lausnir eru nánast
óþrjótandi að sögn Sigríðar. „Nú
eru rafrænar auðkenningar sem og
rafrænar undirskriftir það nýjasta.
Það er orðið svo einfalt að sinna
öllu sínu á netinu og með Netheimi
eru okkur allir vegir færir. Flest
tilbúin vefkerfi geta tengst við
meirihluta annarra kerfa. Sérsmíði
Stafrænar lausnir eru gríðarlega
mikilvægur hluti af daglegu lífi
Flest komumst við ekki gegnum daginn án stafrænna lausna af einhverju tagi. Netheimur hefur
sérhæft sig í alhliða upplýsingatækniþjónustu fyrir fyrirtæki sem kemur einstaklingum til góða.
Sigríður Sigmarsdóttir er sölu- og markaðsstjóri Netheims. Hún segir að stafrænum lausnum sé sífellt að fjölga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Hér er rafræn undirskrift.
8 KYNNINGARBLAÐ 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 Þ R I ÐJ U DAG U RUPPLÝSINGATÆKNI