Fréttablaðið - 09.02.2021, Síða 34

Fréttablaðið - 09.02.2021, Síða 34
 Námið hentar þeim sem hafa reynslu af fræðslustörfum. Upplýsingatæknin hefur rutt sér til rúms í grunnskólum með spjald- tölvum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Nám í upplýsingatækni er í boði hjá háskólum hér á landi og margir hafa nýtt sér það enda er sívaxandi þörf fyrir menntun á þessu sviði. Námið gagnast til dæmis sérlega vel kennurum enda hefur upplýsinga- tækni rutt sér til rúms í f lestum grunn- og framhaldsskólum. Námið hentar vel fyrir þá sem vilja efla forystu í þróun skóla- starfs með hagnýtingu stafrænnar tækni. Upplýsingatækni nær í rauninni yfir vítt svið. Upplýsinga- tækni nýtist vel við gagnavinnslu. Með tækni er átt við tölvutækni, fjarskiptatækni og rafeindatækni. Upplýsingatækni er notuð í við- skiptalífinu, í iðnaði, í skólastarfi, við fjarnám, á heimilum, í stór- mörkuðum og á bókasöfnum. Námið hentar vel þeim sem hafa reynslu af fræðslustörfum og vilja dýpka þekkingu sína og efla sig í starfi, að því er segir á heimasíðu Háskólans á Akureyri. Nemendur skulu hafa lokið grunnnámi á háskólastigi. Nám og störf í upplýsingatækni eru fjölbreytt og henta konum ekki síður en körlum. Upplýsingatækni nýtist vel Tölvuorð- og hugtök geta vafist fyrir fólki. Þá hjálpar að geta leitað útskýringa í Tölvuorðasafninu í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Tölvuorðasafnið er afrakstur vinnu sem Orðanefnd Skýrslu- tæknifélags Íslands innti af hendi á 45 ára tímabili, frá 1968 til 2013. Þar var safnað íslenskum orðum um tölvur og gagnavinnslu og erlend orð þýdd. Safnið kom fyrst út árið 1983 og hafði að geyma rösklega 700 hugtök með tæplega þúsund íslenskum heitum og yfir þúsund ensk heiti. Önnur útgáfa birtist árið 1986, þá voru hugtökin tæplega 2.600 og þeim fylgdu um 3.100 íslensk heiti og nær 3.400 ensk heiti. Þriðja útgáfan var gefin út 1997 og hafði að geyma um 5.800 íslensk heiti og um 6.500 ensk heiti á rúmlega 5.000 hugtökum. Fjórða útgáfan kom út 2005 og var jafnframt síðasta útgáfan á prenti, með um 6.500 hugtök, 7.700 íslensk heiti og um 8.500 ensk heiti. Fimmta útgáfa Tölvuorðasafns- ins var sett á vefsíðu árið 2013. Hún er aðgengileg til leitar í Íðorða- bankanum og einnig má skoða Tölvuorðasafnið á heimasíðu Þorsteins Sæmundssonar. Allar útgáfur Tölvuorðasafnsins voru á hendi fjögurra nefndarmanna, undir formennsku Sigrúnar Helga- dóttur: Baldurs Jónssonar (1976- 2009), Sigrúnar Helgadóttur (1978- 2013), Þorsteins Sæmundssonar (1978-2013) og Arnar S. Kaldalóns (1978-2013). Tölvuorðasafnið til hjálpar Tölvur eiga sitt eigið tungumál. 12 KYNNINGARBLAÐ 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 Þ R I ÐJ U DAG U RUPPLÝSINGATÆKNI Snjöll öpp Við höfum sérhæft okkur í að finna leiðir til að auðvelda notendum aðgengi að þjónustu fyrirtækja með notendavænum lausnum í gegnum snjallsíma. Stokkur hefur hannað og forritað flest af vinsælustu öppum Íslands í yfir 13 ár HAFÐU SAMBAND OG VIÐ FINNUM TÍMA Í SPJALL ÞÓRUNNARTÚN 2STOKKUR SOFTWARE STOKKUR@STOKKUR.ISDavid Walliams gerði óhjálplega starfskraftinn hana Carole Beer ódauðlega í þáttunum Little Britain. Computer says no“ er einn af fyndnari grínsketsum sem komu frá Little Britain tvíeykinu, þeim David Walliams og Matt Lucas sem gerðu ýmsa óborganlega karaktera ódauðlega í samnefndum sjónvarpsþáttum. Frasinn er tileinkaður Carol Beer, bankastarfsmanni, nokkru síðar starfsdömu á ferðaskrif- stofu og svo í móttöku á spítala. Carol, leikin af David Walliams, er holdgervingur hins óhjálplega starfsmanns sem flest okkar hafa rekist á, líklega oft á lífsleiðinni. Hún er þessi dæmigerði starfs- maður í viðskiptamannaþjónustu sem finna má í anddyri ýmissa stofnana, ósjaldan opinberra. Bak við gler með tölvuskjá á milli sín og viðskiptavinar. Þegar hún er beðin um að veita upplýsingar eða þjónustu sem ætti að vera í hennar verkahring, lítur hún áhugalaus á kúnna, lítur á tölvuskjáinn, pikkar handahófskennt á lyklaborðið, lítur aftur á viðskiptavin daufum augum og segir „Computer says no“ eða „tölvan segir nei“. Tölvan segir nei

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.