Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 16
14 Vi innan Eðvarð Sigurðsson. lært. Þannig áttu sérstök verka- kvennafélög að hverfa samkvæmt þessum tiilögum. Framkvæmd þess- ara tillagna hefði umturnað hinni gömlu félagsbyggingu heildarsamtak- anna. Tillögur þessar náðu tvisvar sam- þykki á Alþýðusambandsþingi. En samt var ljcst, að þær áttu ákveðinni andstöðu að mæta, og mjög margir greiddu þeim atkvæði, vegna fyigi- spektar við meðlimi milliþinganefnd- arinnar, sem voru áhrifamiklir fram- ámenn ýmissa stærstu stéttarfélag- anna. Konurnar risu öndverðar gegn þeirri tilhugsun, að félög þeirra skyldu lögð niður. Yfirleitt máttu fáir til þess hugsa, að þeirra eigið stéttarfélag yrði limað sundur, vegna hins nýja skipu- lags. Eftir seinasta alþýðusambandsþing varð öllum ljóst, að ekkert samkomu- lag var um framkvæmd þessara til- lagna. Og án samkomulags varð svo róttæk skipulagsbreyting að flestra dómi óframkvæmanleg. Þá var það, að Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði tók skipulagsmálin til umræðu, og gerði þar samþykkt um að beina því til alþýðusambands- stjórnar að athuga, hvort ekki feng- ist samstaða um stofnun verkamanna- sambands innan Alþýðusambandsins. Tillaga þessi var rædd við tvær um- ræður í miðstjórn, sem mælti með því, að slíku sambandi yrði komið á fót meðal aimennu verkalýðsfélaganna og iðjufélaganna. Þegar skriður komst á þetta mál, tók Trésmiðafélag Reykjavíkur for- ustu fyrir undirbúningi að stofnun sambands byggingariðnaðarmanna, og Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík tók að undirbúa stofnun sambands málmiðnaðarmanna og skipasmiða. Virtist hvorttveggja fá góðan hljóm- grunn meðal þeirra félaga,, sem leit- að var til. Er nú svo komið, að stofnuð hafa verið þrjú sambönd, sem flokka þau félög, er nánasta samleið eiga í kjara- baráttunni, niður í samstarfsheildir, án þess að skipulagsstaða hinna ein- stöku félaga innan Alþýðusambands- ins breytist við það á nokkurn hátt. II. Samband byggingamanna stofnað Á s.l. hausti var kosin nefnd til að undirbúa stofnun sambands bygging- armanna. Voru í nefnd þessari þeir Jón Snorri Þorleifsson, Einar Jónsson og Sigursveinn Jóhannesson. Nefnd þessi starfaði og skilaði drögum að lögum og fjárhagsáætlun slíks sam- bands. Var stofnfundur boðaður dagana 19. og 20. apríl s.l. Fulltrúar voru 1 fyr- ir hverja 50 félagsmenn, og mættu á stofnfundi fulltrúar frá þessum stétt- arfélögum byggingariðnaðarins: Tré- smiðafélagi Reykjavíkur, Málarafélagi Reykjavíkur, Múrarafélagi Reykjavík- ur, Félagi pípulagningamanna, Félagi húsgagnabólstrara, Félagi húsgagna- smiða og Félagi byggingariðnaðar- manna í Árnessýslu — alls 34 fulltrú- ar. í þessum stéttarfélögum eru alls rúmlega 1000 félagsmenn. Fundarstjóri var kjörinn Sigurjón Pétursson og til vara Halldór Stefáns- son. Ritarar voru Leifur Jónsson og Hjálmar Magnússon. Umræður urðu fjörugar á þinginu, og afgreiddi það lög og fjárhagsáætl- un. Byggist tekjubálkur hennar á 150 króna skatti af hverjum félagsmanni þeirra félaga, er í sambandið ganga. Þar sem fulitrúar Múrarafélags Reykjavíkur og Félags pípulagningar- manna höfðu ekki umboð til að skuld- binda sín félög um þátttöku í sam- bandinu, var samþykkt að fresta störf- um stofnþings til 30. maí. Það helzta, sem bíður framhaldsstofnfundar, er stjórnarkjör og afgreiðsla fundar- skapa. Laugardaginn 30. maí var stofnþing- inu fram haldið og stjórn kosin. Hana skipa: Bolli Ólafsson formaður, Jón Snorri Þorleifsson varaformaður, Guð- mundur Helgason, Selfossi ritari, Lár- us Bjarnfreðsson vararitari, Þorsteinn Þórðarson gjaidkeri. SamjDykkt! vorii þingsköp', og ályktun afgreidd um kjaramálin. Var sú álykt- un mjög í anda þeirrar stefnu, sem miðstjórn Alþýðusambandsins mark- aði fyrr í vor með ályktun þeirri, sem lögð var til grundvallar viðræðunum við ríkisstjórnina. Er sú ályktun birt á öðrum stað í blaðinu. III. Verkamannasamband íslands. Undirbúning allan að stofnun verka- mannasambandsins önnuðust Verka- mannafélagið Dagsbrún, Verka- mannafélagið Hlíf og Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri. Stofnþingið var sett laugardaginn 9. júní af Hermanni Guðmundssyni formanni Hlífar í hinum glæsilegu salarkynnum á efstu hæð í stórhýsi Dagsbrúnar og Sjómannafélagsins að Lindargötu 9. Er Hermann hafði lokið setningar- ræðu sinni, flutti Hannibal Valdi- marsson stutt ávarp og iét í Ijós ánægju með sambandsstofnunina, þar sem hún mundi leiða til nánara sam- starfs almennu verkalýðsféiaganna og þannig styrkja þau í kjarabaráttunni. Flutti hann þinginu kveðjur Alþýðu- sambandsins og árnaði sambandinu heilla. Þá tók til máls hinn aldni, en síungi eldhugi, Sigurður Guðnason, fyrrver- andi formaður Dagsbrúnar og hélt brennandi hvatningarræðu við vöggu hins nýja sambands. Kvaðst hann þess fullviss, að stofnun verkamannasam- bandsins yrði síðar talinn merkisat- burður í sögu verkalýðshreyfingarinn- ar. Með starfi þess mundi baráttan fyrir bættum kjörum hinna lægst iaunuðu hert og aukin, kraftarnir bet- ur sameinaðir, og þannig mundi frum- kjarni Alþýðusambandsins styrkjast við tilkomu þess. — Var Sigurði þökk- uð ræðan af öllum þingfulltrúum með dynjandi lófataki. Hófust þá þingstörfin. Lög voru samþykkt og fjárhagsáætlun, og kjara- málin vandlega rædd frá ýmsum hlið- um. Tuttugu og þrjú verkamanna- og verkakvennafélög tóku þátt í stofnun Verkamannasambandsins og hafa þau iiin 8500' félagsmenn. Meðal stofnfé- laganna eru flest stærstu verkalýðs- félög landsins. Þá er vitað um allmörg félög, sem ákveðin eru í að ganga í verkamannasambandið, en höfðu ekki

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.