Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 8
innari Sáttasemjarar ríkisins, Torfi Hjartarson og Logi Einarsson. marsson, EðvarS Sigurðsson, Björn Jónsson, Óskar Hallgrímsson, Her- mann Guðmundsson, Snorri Jónsson, Jóna Guðjónsdóttir, Markús Stefáns- son og Guðjón Sigurðsson. Þegar undirnefndirnar höfðu starf- að og skiptzt á tillögum, hóf sameig- inlega nefndin viðræður við ríkis- stjórnina. Fyrir hönd ríkisstjórnar- innar fóru þeir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Emil Jónsson, fé- lagsmálaráðherra með samningana. Grundvöllur viðræðnanna við ríkis- stjórnina var auðvitað tiltaoð mið- stjórnar Alþýðusambandsins frá 16. apríl og hugmyndir og tillögur undir- nefndanna um lausn hinna ýmsu þátta málsins. En á umræðufundunum með ráð- herrunum komu svo auk þess ýmis fleiri atriði til athugunar og umræðu. Kom fljótt í ljós, að ríkisstjórnin taldi það algera forsendu fyrir sam- komulagi, að engar grunnkaupshækk- anir ættu sér stað nú eða á samnings- tímanum. Þrautreynt var einnig, að umsamin vísitala byrjaði að hafa áhrif á kaupið frá og með 1. marz síðast- liðnum. Er það fékkst eigi, var freistað að ná samkomulagi um 1. apríl, en tókst eigi heldur. Fundir voru allmargir, og var ræðst við af hreinskilni og heilindum. Loks tókst að ná svohljóðandi samkomulagi aðfaranótt 5. júní. Var kallaður saman miðstjórnar- fundur A.S.Í. í Alþingishúsinu þá um nóttina, og féllst miðstjórnin á það ásamt viðræðunefndinni, að eigi 3. mundi lengra komizt og því eigi um annað að ræða, eins og sakir stæðu, en að mæla með samkomulagi. Skjalið, sem undirritað var, var orð- rétt svohljóðandi: Samkomulag milli Alþýðusambands fslands og Ríkisstjórnar fslands. Undanfarnar vikur hafa farið fram viðræður á milli ríkisstjórnarinnar, Al- þýðusambands íslands og Vinnuveit- endasambands íslands. Ræddar hafa verið leiðir til stöðvunar verðbólgu og til kjarabóta fyrir verkafólk. Þessar viðræður hafa nú leitt til samkomu- lags um þau atriði, sem hér fara á eftir, og mæla aðilar með því, að samningar milli verkalýðsfélaga og vinnuveitenda séu gerðir á þeim grundvelli. 1. Verðtrygging kaupgjalds. 1. Ríkisstjórnin beitir sér fyrir því, að verðtryggingu kjaupgjalds sé komið á með lagasetningu. Verð- tryggingin sé miðuð við vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík. Þó nái verðtryggingin ekki til hækkunar þeirrar vísitölu, sem stafar af hækkun á vinnulið verð grunns landbúnaðarafurða vegna breytinga á kauptöxtum eða vegna greiðslu verðlagsuppbótar á laun. 2. Reiknuð sé út sérstök kaupgreiðslu- vísitala fjórum sinnum á ári, mið- að við þann 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember. Þessi vísitala sé miðuð við sama grundvallartíma og núverandi vísitala (marz 1959). Kaup breytist samkvæmt hækkun kaupgreiðsluvísitölunnar frá því, sem hún var 1. maí 1964. Þessar breytingar fari fram ársfjórðungs- lega mánuði eftir að kaupgreiðslu- vísitalan hefur verið reiknuð út, þ. e. 1. marz, 1. júní, 1. september og 1. desember. Kaup breytist með hverri hækkun eða lækkun vísi- tölunnar um eitt stig eða meira. 4. Aðilar samkomulagsins mæla með því við Kauplagsnefnd og Hagstof- una, að hafin sé endurskoðun grundvallar vísitölu framfærslu- kostnaðar. Nýr vísitölugrundvöllur taki því aðeins gildi á samkomu- lagstímabilinu, að samkomulag sé um það milli aðila. II. Viku og mánaðarkaup verkafólks í samfelldri vinnu. Verkalýðsfélög og vinnuveitendur semji um, að verkafólki, sem unnið hefur sex mánaða samfellda vinnu hjá sama vinnuveitanda, verði greitt óskert vikukaup, þannig að samnings- bundnir frídagar, aðrir en sunnudag- ar, séu greiddir. Með samfelldri sex mánaða vinnu er átt við, að unnið hafi verið hjá sama vinnuveitanda full dagvinna í sex mánuði, enda jafngildi fjarvistir vegna veikinda, slysa, orlofs, verkfalla eða verkbanna fullri vinnu. Sama gildir um daga, sem falla úr, t. d. í fisk- vinnslu, vegna hráefnisskorts eða sambærilegra orsaka. Það jafngildir samfelldri vinnu, ef unnið hefur verið í árstíðabundinni vinnu samtals í sex mánuði hjá sama vinnuveitanda á undanförnum tveim- ur árum. Slík árstíðabundin vinna skal þó því aðeins tekin til greina, að unnið hafi verið samfellt yfir heil athafnatímabil (vertíðir). III. Breyting eftirvinnutíma og eftirvinnuálags. Verkalýðsfélög og vinnuveitendur semji um, að tillaga Vinnutímanefnd- ar í áliti nefndarinnar, dags. 21. maí 1964, um samræmingu eftirvinnutíma og álags á eftirvinnukaup hjá verka- mönnum, verkakonum og iðnverka- mönnum taki gildi, en hún er á þá leið, „að eftirvinna skuli teljast fyrstu 2 klst. eftir að dagvinnu lýkur, þann- ig að 15 mínútur af henni falli nið- ur. „Greiddur kaffitími sé látinn standa óbreyttur. Eftirvinnuálag lækki í 50%. Nætur- og helgidagakaup standi óbreytt í krónutölu, þannig að hlutfallstengsl þess við dagvinnukaup rofni um sinn“. Jafnframt sé dagvinnukaup hækkað

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.