Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 22

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 22
Ragnar Jónsson. hefur, en að bók — mikið ritverk — hafi komið út í dag. Slíkt er ekki nýlunda á íslandi. Hið einstæða, sem ég vil leyfa mér að biðja viðstadda fréttamenn að gefa gaum, og vík nú að nokkrum orðum, er þetta: Hugmynd Ragnars Jónssonar, að láta bók um íslenzka myndlist reisa fyrsta listasafn á Islandi, er það, sem Ibsen kallar „Kongstanke“. Það er í senn fögur hugmynd, snjöll og stór- brotin. Nú verður svo reynslan að sýna, hvort menningaráhugi vinnandi fólks er slíkur, að hann nægi til að færa ----------- uinnan ---------------- hugmyndina út í veruleikann, þannig að hér rísi fyrsta og einasta listasafn í alþýðueign, sem til muni vera í ná- lægum löndum — e. t v. í allri Evrópu. Það er nú hlutverk fólksins í verka- lýðssamtökunum að innleysa þessa stórbrotnu og höfðinglegu gjöf með menningarlegum áhuga sínum. — Það er kjarni málsins. Og það er sannfær- ing mín, að þá prófraun muni íslenzk alþýðumenning standast með sæmd. Ég hef trú á því, að þessi bók verði alls ekki fáanleg á íslenzkum bóka- markaði marga mánuði eftir útkomu síðara bindis. Og í þeirri fullvissu mun stjórn listasafns Alþýðusambandsins nú hefjast handa um að ákveða lista- safni Alþýðusambandsins stað og hefja undirbúning að byggingu safnhúss, er hæfi þeim listaverðmætum, sem því er ætlað að varðveita. Ég vil svo leyfa mér að óska Birni Th. Björnssyni til hamingju með það glæsilega yfirlitsverk um íslenzka myndlist, hið fyrsta, sem þjóðin eign- ast — verk, sem auk síns bókmennta- lega hlutverks á nú að holdi klæða hugsjón þá, sem hér hefur verið um rætt. — Framhalds verksins bíðum við með óþreyju og eftirvæntingu. Kæri Tómas! Ég bið þig að lokum að færa Ragn- ari Jónssyni alúðarþakkir mínar, lista- safnsstjórnar og Alþýðusambandsins, fyrir gjöf þá hina kærkomnu og stór- brotnu, sem þú hefur afhent okkur fyrir hans hönd í dag. Okkur er vel Ijós sú ábyrgð, sem við höfum tekizt á herðar með því að hafa þegið þess- ar gjafir. Við erum skyldug til að gera okkar bezta til að koma menningar- verðmætum íslenzkrar myndlistar á framfæri við íslenzkar alþýðustéttir. Því trausti viljum við reyna að svara með því að koma sem fyrst upp smekk- legum og hagfelldum byggingum yfir listasafn Alþýðusambands lslands.“ Þegar Hannibal hafði lokið máli sínu, beindu fréttamenn ýmsum spurningum að Birni Th. Björnssyni varðandi hið glæsilega verk hans, og leysti Björn greiðlega úr öllum spurn- ingum þeirra. Síðan þetta gerðist, hefur verið unn- ið að sölu og útsendingu bókarinn- ar, „íslenzk myndlist á 19. og 20. öld.“ Eigi verður annað sagt, en að fyrsti árangur er góður. Hin tölusettu, árit- uðu 1000 eintök upplagsins eru þegar uppseld og almenna salan er í fullum gangi. — Bókin er ekki seld í umboðs- sölu. — Sum verkalýðsfélög hafa náð frábærum árangri við söfnun áskrif- enda, en hlutur annara liggur mjög eftir. Ættu verkalýðsfélögin að herða róðurinn við sölu bókarinnar fyrir 1. nóvember, en þá verður ekki hjá því komizt að hækka verðið. Setjum okk- ur það takmark, að hafa selt allt upp- lagið, þegar seinna bindið kemur á markaðinn. Takist það, verður hægt að byrja að byggja þegar á þessu ári. Mánaðar orlof í Noregi Tillögur eru fram komnar í Noregi um að lengja orlofstímann þar í landi úr þremur vikum í fjórar vikur. Tillagan er fram borin af opinberri nefnd, skipaðri tveimur fulltrúum frá norsku ríkisstjórninni, og tveimur frá hvorum aðila á vinnumarkaðnum, al- þýðusambandinu og Vinnuveitenda- sambandinu. Nefndin er sammála um lengingu orlofstímans, þó þannig að fulltrúar ríkisstjórnarinnar og alþýðusambands- ins leggja til, að hið lengda orlof komi í fulla framkvæmd árið 1965, en full- trúar vinnuveitendasambandsins leggja til, að það gerist í áföngum og komist í fulla framkvæmd á árinu 1966. Fulltrúar alþýðusambandsins leggja til, að orlofsfé 9,5% greiðist frá 1. maí 1964. Fulltrúar atvinnurekenda leggja til, að orlofsféð verði 8% fyrsta árið og 8,5% næsta ár. Formaður nefndarinnar leggur til, að orlofsféð verði 9% af launum. Tómas Guðmundsson skáld afhendir forseta Alþýðusambands- ins upplagið að bók Björns Th. Björnssonar: Islenzk myndlist á 19. og 20. öld

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.