Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 14
12 u innan KONAN í BREIKU A TVINNULÍFI Átta milljónir og 300 þúsund verkakonur eru á brezka vinnu- markaðnum. Aðeins ein af hverjum fimm þeirra eru í verka- lýðsfélagi. Fyrir rúmri öld var kvennakaup í Bretlandi 42% af kaupi karla. Nú er kvennakaupið í Bretlandi aðeins rúmlega 50% af karlakaupi og er það furðulítill árangur af hundrað ára baráttu. Á seinustu tuttug-u árum hefur þátt- taka kvenna í brezku atvinnulífi aukizt mjög ört. Þetta getur haft verulega pólitíska og félagslega þýðingu, einkum þegar vitað er, að enn um sinn mun þátttaka kvenna í atvinnulífinu aukast til mik- illa muna. Á árunum 1938—1948 —- það er að segja að stríðsárunum meðtöldum, hækkaði tala kvenna í atvinnulífinu um nálega tvær milljónir. Á árunum 1948—1958 hækkaði sú tala enn um 800.000. Nú eru 8 milljónir og 300 þúsund konur í Stóra-Bretlandi á vinnumark- aðnum, og er það nálega Va hluti vinn- andi einstaklinga. Þá hefur vinnumálaráðuneytið reiknað út, að fram til 1970 muni ein milljón kvenna bætast við á vinnu- markaðinum, en ekki nema um 500.000 karlmenn á sama tíma. Það, sem í þessu sambandi veldur félagslegum og pólitískum vandamál- um er einkum það, að meirihluti þess- ara kvenna, eða um 53%, eru giftar konur. Vandamálin eru tvöföld hjá þeim konum, sem tvöföldu hlutverki gegna — þ. e. utan heimilis í iðnaðinum, og svo jafnframt hinu að sjá um börn og heimili. Þessar konur eiga heimtingu á því, að þjóðfélagið sjái þeim fyrir þeirri félagslegu þjónustu, að til séu næg dagheimili, forskólar og síðdegis- heimili fyrir börn þeirra. Ágætt dæmi um aðstöðu slíkra kvenna er frú Kathleen Marney, sem er trúnaðarmaður í reiknivélaverk- smiðju í Manchester. Frú Kathleen hefur 42ja stunda vinnuviku. Hún á tvö börn — dóttur tveggja ára og son 11 ára. Sonurinn kemur heim úr skól- anum að tómri íbúðinni, og dóttur- inni er komið fyrir hjá nágrannafólki, þar eð ekkert ríkisrekið dagheimili er til í grenndinni. Dvölin í dagheimili mundi kosta um 3 pund á viku, en vikulaun frú Kathleen eru 7 pund og 10 shillingar. Afgangurinn af launum hennar er því ekki ýkja mikill, þegar dagheim- ilisgjaldið væri greitt. Kaupgjaldið er sífellt mesta vanda- mál verkakvenna í Bretlandi. Fyrir rúmum 100 árum voru vinnu- laun kvenna 42% af kaupi karla. Og nú kemur það ótrúlega: Kvennakaup í Bretlandi er nú rétt rúm 50% af karlakaupi. Það verður að teljast frem- ur rýr árangur í heila öld, þegar sá tími nálgast, að launajafnrétti kvenna og karla teljist sjálfsagður hlutur. Nú, rétt fyrir skömmu, hafa konur í kennarastétt og við önnur störf í þjónustu ríkis og sveitarfélaga, loks náð fram launajafnrétti, en í iðnað- inum hefur atvinnurekendum tekizt að halda kvennakaupinu niðri með því að búa til sérstaka launaflokka fyrir kvennavinnu. Hér á landi skortir ekkert á við- leitni atvinnurekenda í þá átt að snið- ganga launajafnréttið einmitt með þessum hætti. En hingað til hefur þeim ekki tekizt það. En þó er full ástæða til að vera vel á verði að því er þetta varðar. í hverri verksmiðju eða iðngrein, er sérhver sú tegund vinnu, sem skráð er „kvennavinna," greidd með „kvennakaupi,“ og er það oft miklu lægra en kaup ófaglærðs verkamanns. Venjulega er það svo, að konur gegna ekki síður vandasömum, þýðing- armiklum og stundum líka jafn erfið- um störfum, og karlar. Svo að ekki verður launamunur kynjanna skýrður með því. Enda er sífellt minna og minna undir líkamsorku komið í iðn- aðinum, við aukna tækni og sjálf- virkni. í bifreiðaverksmiðjunum í Coventry er t. d. fjöldi kvenna, sem vinnur að eftirlitsstörfum ásamt körlum. En þær fá ekki nema 11 pund á viku í kaup, þegar félagar þeirra, karlmennirnir, fá 17 pund á viku. f verksmiðju nokkurri í Lough í ná- grenni Lundúnaborgar vinna konur við að renna stimpilhringi og fá fyrir það þrjá shillinga og 8 pence á klukku- stund, en kaup þeirra karla, sem sömu störf vinna, er 4 shillingar og 6 pence. Konur, sem t. d. vinna í rafmagns- iðnaðinum við að vefja rafmagns- mótora, eru á miklu lægra kaupi en karlmenn. Þó er þetta starf, sem karl- menn viðurkenna hreinskilnislega, að þeir séu verr fallnir til að fram- kvæma, bæði með tiiliti til minni fingrafimi, en konur, og eins hins, að fingur þeirra eru sverari. Mönnum er ljóst, að í Bretlandi verður að fara fram endurmat á svo kallaðri „kvennavinnu" og „kvenna- kaupi“ eftir meginreglum Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar í Genf um sömu laun fyrir jafn verðmæt störf, hvort sem unnin eru af konum eða körlum. Á seinustu 12 árum hefur þeim kon- um, sem vinna utan heimilis part úr degi, fjölgað um 26%. Mjög margar þessara kvenna vinna í hinum léttari verkstæðisiðnaði, rafmagnsiðnaði og matvæla- og tóbaksiðnaði. Þetta eru að langmestu leyti konur, sem eru að byrja að vinna úti og kon- ur, sem ekki geta af heimilisástæðum og vegna ófullnægjandi þjóðfélags- þjónustu, unnið úti allan daginn. Það er algengt í Bretlandi, að verk- smiðjur í ofannefndum iðngreinum, hafi sérstaka kvöldvakt fyrir konur, og er þar venjulega um ósérhæfða og illa launaða vinnu að ræða. Vegna mikils skorts á hjúkrunar- konum og kennurum í Bretlandi, gera stjórnarvöldin nú ailmikið að því að fá giftar konur til að fara á nám- skeið og taka upp slík störf og að reyna að fá giftar kennslukonur og hjúkrun- arkonur til að taka aftur upp fyrri störf sín. En yfirleitt sækir sífellt meira og meira í það horf, að störf hinna ófag- lærðu séu framkvæmd af konum og þá jafnframt á iægsta kaupinu. í opinberri skýrslu, sem nýlega var birt í Bretlandi var því haldið fram, að 77% stúlkna í iðnaðinum afl- aði sér engrar framhaldsmenntunar að loknu skólanámi. Vafalaust veldur

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.