Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 4
-------- l/Lnnan---------------- Ættu verkalýðsfélög að afla sér reynslu af hóplíftryggíngum? 2 Vimum Útgefandi: Alþýðusambantl íslands. Ritnefnd: Hannibal Valdimarsson og Snorri Jónsson. Ritstjóri og Abyrgðarmaður: Hannibal Valdiinarsson. Afgrciðsla: Skrifstoíu Alþýðusambands íslands, Laugavcgi 18. Sími 19318. Áskriftarverð 50 krónur árg. í lausasölu kr. 15.00 16 síðu blað. Tvöfalt blað kr. 30.00. PRENTSMIBJAN EDDA H.F. Allir vildu Lilju kveðið hafa Margoft hefur Alþýðusambandið leitað samninga og samkomulags við ríkisstjórnina um ráðátafanir til stöðvunar dýrtíðar eða lækkaðs verð- lags. Hefur verkalýðshreyfingin ávallt boðist til að meta slíkar aðgerðir til jafns við beinar kauphækkanir. En allir slíkir samningar hafa reynzt árangurslausir. Ríkisstjórnin hefur alltaf hafnað þessum úrræðum. Á liðnu vori bauð Alþýðusamband Islands ríkisstjórninni enn einu sinni samstarf um stöðvun dýrtíðar og verð- bólgu. Og nú svaraði ríkisstjórnin strax játandi. Samningaviðræður hóf- ust, og að þessu sinni var sýndur ær- legur vilji til að finna leiðir, er draga mættu úr verðbólguspennu og veita jafnframt kjarabætur og réttarbætur, er meta mætti til jafns við beina hækkun sjálfra launanna. Samningar tókust um verðtryggingu kaups, nokkra styttingu vinnutíma og tilfærslu kaups yfir á dagvinnutíma, lengingu orlofs og umtalsverðar að- gerðir í húsnæðismálum. — Þjóðin fagnaði þessum samningum. Þeir tryggðu vinnufrið í heilt ár, og þeir sýna viðleitni til stöðvunar á verð- bólguæðinu. Á grundvelli þessara samninga hafa flest almenn verkalýðsfélög nú lok- ið kjarasamningum sínum við atvinnu rekendur. Bráðabirgðalög hafa verið gefin út til fullnægingar samkomu- laginu við ríkisstjórnina. Verða næstu 12 mánuðir að sýna, hvaða áhrif þessi lausn mála hefur í þróun efnahags- málanna. Þetta er tilraun, sem margir Fyrir nokkru bar fundum mínum saman við tvo vini mína úr röðum samvinnumanna. Við spjölluðum um heima og geyma. Þar á meðal barst talið að tryggingamálum. Annar þeirra var fróður um svo- kallaðar hóplíftryggingar, hafði hann kynnzt þeim erlendis, og taldi þær hafa gefið góða raun. Þetta varð til þess, að ég bað Kristj- án Sturlaugsson tryggingafræðing að skrifa stutta grein í „Vinnuna“ til skýringar á þessu tryggingaformi. Kristján nam tryggingafræði í Sví- þjóð, en þar eru hóplíftryggingar í örum vexti, sérstaklega innan sam- vinnuhreyfingarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar. Af grein Kristjáns og viðræðum við hann hef ég sannfærst um, að verka- lýðsfélögin ættu gaumgæfilega að kynna sér þetta tryggingaform, og bezt væri, að vissir starfshópar, eða t. d. fremur fámenn félög keyptu sér hóptryggingu og öðluðust þannig reynslu af slíkum líftryggingum. Mér skilst, að iðgjöld séu mun lægri á einstakling, þegar um hóptryggingu er að ræða, og sé raunar samnings- atriði. Samningurinn þarf ekki að gilda nema til eins árs eða svo. Á- hætta er því ekki mikil, en dýrmæt gæti sú reynsla orðið, sem af slíkum samningum fengist. Ég vil eindregið hvetja forustumenn verkalýðsfélaganna til að kynna sér hóptryggingaformið. Og e. t. v. væri rétt, að eitthvert tiltölulega fámennt félag riði á vaðið og gerði fyrsta samn- inginn, annaðhvort fyrir sérstakan binda nokkrar vonir við. Vopnahlé hefur það líka verið nefnt, og má það einnig til sanns vegar færa. Hér átti Alþýðusambandið merkilegt frum- kívæði, sem; aldrei getur orðið því nema til sæmdar, hver sem fram- kvæmdin verður og efndirnar. í því efni skal engu vantreyst að óreyndu, og fram til þessa hefur frá báðum hliðum verið drengilega að málum staðið og allir viljað eigna sér heiðurinn af því, sem gert var. Mætti af því ætla, að það væri talið nokkurs virði og líklegra til vinsælda, en vantrausts og fylgistaps. Kristján Sturlaugsson starfshóp eða jafnvel fyrir alla félags- menn sína. Það myndi ekki þykja neitt smá- ræðis öryggisatriði, ef eitthvert stétt- arfélag keypti öllum félagsmönnum sínum hóplíftryggingu, en vitanlega yrði slíku ekki áfram haldið, nema það þætti gefa góða raun. Hannibal Valdimarsson Nú hefst grein Kristjáns: Hóplíftryg-ging-ar eru upprunnar í Bandaríkjunum, og hafa þær náð þar stórkostlegri útbreiðslu. í mörgum öðrum löndum hefur útbreiðsla þeirra verið veruleg, sérstaklega þó í Svíþjóð, en þar voru þær innleiddar árið 1948. Byrjunin var þó heldur hægfara þar, því að árið 1951 voru aðeins 127 þús- und manns þar tryggðir á þann hátt, en fór ört fjölgandi, og í árs lok 1961 voru þeir orðnir 2.625.000 og sam- anlögð tryggingarupphæð var þá 23.978.000,000 sænskar krónur. Þetta mótsvarar því, að við hefðum um það bil 58.000 manns tryggða á þennan hátt fyrir 4.450.000.000 ísl kr. Það er því mikið starf framundan á þessu sviði. Jón Ólafsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Andvöku, innleiddi hóp- líftryggingarnar hér á landi árið 1954. Útbreiðsla þeirra hefur þó verið lítil til þessa. Aðeins starfsfólk Samvinnu- trygginga og Andvöku, hefur tekið slíka tryggingu, og er það alltof lítill árangur af þessu brautryðjandastarfi Jóns Ólafssonar. Hann virðist því hafa borið plóg sinn í grýttan akur. Þó að bætur hóptrygginganna nái skammt, þá koma þær þó, þegar þeirra er hvað mest þörf. Sem betur fer, hefur ekki oft komið til útborgunar trygginga- upphæðar innan þessa litla hóps, sem hér er tryggður. Þó getum við sagt, að betur var af stað farið, en heima setið. Hóplíftryggingar eru frábrugðnar öðrum líftryggingum fyrst og fremst að því leyti, að hópur manna, en ekki Framhald á síðu 22.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.