Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 9
V; innan 7 Hagfræðingfarnir Jóhannes Nordal og Jónas Haralz störfuðu með' ráðherr unum að samningagerðinni. bannig, að tekjur verði óbreyttar þrátt fyrir styttingu vinnutímans um stund- arfjórðung og lækkun eftirvinnuálags. Ríkisstjórnin mun nú þegar beita sér fyrir lagasetningu um lengingu or- lofs verkafólks úr 18 dögum í 21 dag sem svarar hækkun orlofsfjár úr 6% í 7%. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því, að löggjöf verði sett um vinnu- vernd, þegar tillögur í því efni liggja fyrir frá Vinnutímanefnd. Einnig verði haldið áfram athugunum og und- irbúningi að frekari styttingu vinnu- tíma. IV. Húsnæðismál. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir ráðstöfunum til úrlausnar í húsnæðis- málum, er hafi þann tilgang annars vegar að létta efnalitlum fjölskyldum að eignast íbúðir, en hins vegar að tryggja nægar og stöðugar íbúðabygg- ingar í landinu. í þessu skyni mun ríkisstjórnin tryggja eftirfarandi: 1) Aflað verði á þessu ári og á fyrri hluta næsta árs 250 millj. kr. til þess að mæta þeim umsóknum, sem lágu óafgreiddar hjá Húsnæðis- málastjórn 1. apríl s.l. Húsnæðis- málastjórn ákveður upphæðir þess- ara lána og setur reglur um upp- gjör fyrri skuldbindinga sinna. 2) Frá og með árinu 1965 verði komið á kerfisbreytingu íbúðalána, þann- ig að tryggt verði fjármagn til þess að veita lán til ákveðinnar tölu íbúða á ári, og verði loforð fyrir lánun- um veitt fyrirfram. Fyrstu árin verði þessi lán ekki færri en 750 og lánsfjárhæð út á hverja íbúð ekki lægri en 280 þús. kr. eða 2/3 kostnaðar, hvort sem lægra er. (Lánin greiðist að hálfu að hausti, en að hálfu næsta vor). Þessi tala sé við það miðuð, að tryggð verði bygging 1500 íbúða á ári, er síðan fari smáhækkandi í samræmi við áætlanir um þörf fyrir nýjar íbúð- ir. Telji Húsnæðismálastjórn það æskilegt, getur hún fækkað lánum á árinu 1965 samkvæmt nýja kerf- inu, enda bætist þá samsvarandi upphæð við það fé, sem til ráð- stöfunar verður samkvæmt lið 1) hér að framan. 3) Hluta þess fjár, sem Byggingar- sjóður hefur til umráða, verði varið til viðbótarlána umfram þær 280 þús. kr. á íbúð, sem að framan get- ur, til að greiða fyrir íbúðabygg- ingum efnalítilla meðlima verka- lýðsfélaga. Húsnæðismálastjórn á- kveður lán þessi að fengnum til- lögum frá stjórn þess verkalýðsfé- lags, sem í hlut á. í þessu skyni skal varið 15—20 millj. kr. árlega. 4) Jafnframt mun ríkisstjórnin beita sér fyrir öflun lánsfjár til bygging- ar verkamannabústaða. Eftirfarandi atriði eru forsendur fyrir því, að ríkisstjórnin taki á sig skuldbindingar þær, sem að ofan get- ur: a) Lagður verði á launagreiðendur al- mennur launaskattur að upphæð 1% af greiddum vinnulaunum og hvers konar atvinnutekjum öðrum en tekjum af landbúnaði. Renni skatturinn til Byggingar- sjóðs ríkisins sem stofnfjárframlag. b) Til viðbótar við launaskattinn og það eigið fé, sem Byggingarsjóður þegar ræður yfir, mun ríkisstjórnin tryggja honum 40 millj. kr. nýtt stofnframlag á ári með framlagi úr ríkissjóði, álagningu nýs skatts á fasteignir eða með öðrum hætti. c) Svo verði frá gengið, að ríkisfram- lag til Atvinnuleysistryggingasjóðs gangi árlega til kaupa á íbúðalána- bréfum hins almenna veðlánakerf- is. d) Komið verði á nýju kerfi íbúða- lána fyrir lífeyrissjóði til samræm- is við þær reglur, sem gilda um lán Húsnæðismálastjórnar. Til þess að þessar aðgerðir nái til- gangi sínum og hið nýja veðlánakerfi geti byggt sig upp með öruggum hætti og hægt verði að lækka vexti og haga lánskjörum í samræmi við greiðslu- getu alþýðufjölskyidna, verði tekin upp vísitölubinding á öllum íbúðalánum. Er þá gert ráð fyrir því, að lánskjör á íbúðalánum verði þannig, að lánin verði afborgunarlaus i eitt ár og greið- ist síðan á 25 árum með 4% vöxtum og jöfnum árgreiðslum vaxta og afborg- ana. Full vísitöluuppbót reiknist síðan á þessa árgreiðslu. V. Önnur atriði. Samkomulagið um þau atriði, sem að framan greinir, er háð því skilyrði, að samningar náist milli verkalýðs- félaga og vinnuveitenda, er gildi til ekki skemmri tíma en eins árs og feli ekki í sér neina hækkun grunlauna á því tímabili. Reykjavík, 5. júní 1964 F.h. ríkisstjórnar Islands: Bjarni Benediktsson, Emil Jónsson F.h. Alþýðusambands íslands: Hannibal Valdimarsson, Hermann Guðmundsson, Markús Stefánsson, Guðjón Sigurðsson, Jóna Guðjónsdóttir, Óskar Hallgrímsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson, Snorri Jónsson. F.h. Vinnuveitendasambands íslands: Kjartan Thors, Björgvin Sigurðsson, Jón H. Bergs, Sveinn Guðmundsson, Gunnar Guðjónsson. F.h. Vinnumálasambands samvinnu- félaga: Sveinn A. Valdimarsson. ------- t ^ —------------ Að kvöidi hins 5. júní óskaði frétta- stofa útvarpsins þess, að Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra, forseti Al- þýðusambandsins, Hannibal Valdi- marsson, og formaður Vinnuveitenda- sambandsins, Kjartan Thors, gerðu grein fyrir samkomulaginu, hver frá sínu sjónarmiði, með nokkrum orðum. Útvarpsávarp Hannibals Valdimars- sonar við það tækifæri var á þessa leið: „Heiðruðu hustendur! Á miðstjórnarfundum Aiþýðusam- bandsins dagana 14. og 16. apríl s.l. voru rædd drög að ályktun um kjaramál. Á síðari fundinum hlaut á-

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.