Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 18

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 18
-----------------l/inncin ---------------- ÞAGNAÐUR ER SVANUR SÁ" Fagraskógar-skáldið er láíið „Til kjalfestu í lestina iæt ég ljóð mín, ást mína og synd“ Þjóðskáldið, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, lézt í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 1. marz síðastliðinn, 69 ára að aldri. Þjóðin öll harmar skáld sitt. Davíð var fæddur að Fagraskógi við Eyjafjörð 21. janúar árið 1895. For- eldrar hans voru Stefán Stefánsson bóndi og alþm., í Fagraskógi og kona hans Ragnheiður Davíðsdóttir, systir Ólafs Davíðssonar, hins þjóðkunna þjóðsagnasafnara og fræðimanns. Vorið 1919 lauk Davíð stúdentsprófi, og þá um haustið heilsaði hann þjóð sinni sem skáld. Þá kom út fyrsta ljóðabók hans „Svartar fjaðrir“. Upp frá þeirri stundu átti hann hug og hjarta allra þeirra landa sinna, sem ljóðum unna. Var þar lögð áherzla á nauðsyn þess að breyta hinu úrelta fyrirkomulagi í þessum málum — meistarakerfinu — og koma á verknámsskólum, sem ann- ist bæði bóklega og verklega kennslu í sem allra flestum iðngreinum. Stjórn sambandsins skipa þessir menn: Snorri Jónsson formaður, Guðjón Jónsson varaformaður, Sigurgestur Guðjónsson ritari, Kristinn Hermanns- son vararitari, Helgi Arnlaugsson gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kjörnir: Hann- es Alfonsson, Tryggvi Benediktsson, Hreinn Ófeigsson, Haraldur Sigurðs- son, Halldór Arason, Guðmundur Halldórsson, Árni Magnússon, Garðar Gíslason, Björn Kristinsson og Ásgeir Hafliðason. Þingslit fóru fram á sunnudags- kvöld. Það er hafið yfir allan efa, að stofn- un þessara þriggja sambanda er merkisviðburður. Dreifðir kraftar verða betur sameinaðir. Skyldustu öflin leidd í sameiginlegan farveg. — Heildsala- blaðið Vísir hefur orðið eitt um þá kenningu, að hér væri háskaleg sundr- ungarstarfsemi á ferðinni. Nýtt tímabil í ljóðabókmenntum ís- lendinga var hafið. Seztu hérna hjá mér, systir mín góð. 1 kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. Og móðir skáldsins fékk fleiri kveðj- ur frá syninum, í Svörtum fjöðrum: „Ég blundaði hljótt við brjóst þitt, móðir, sem blómið um lágnættið. Þú söngst um mig kvæði; við sungum bæði um sakleysi, ástir og frið. Þú gafst mér þann eld, sem ég ennþá í kveld get ornað hjartanu við. Þú hófst mína sál yfir hégóma og tál og hug mínum lyftir mót sól. Þú gafst mér þrá, sem ég göfgasta á og gleði, sem aldrei kól. Ef ég hallaði mér að hjarta þér, var mér hlýtt; þar var alltaf skjól. Áhrifin frá íslenzkum þjóðsögum sjást víða í Svörtum fjöðrum. „í fyrrinótt fannst mér einhver yfir fletið mitt halla sér; svo fundust mér gaddkaldar greipar grípa um hálsinn á mér. í nótt fann ég kveljandi nálykt af nöktu brjóstinu á mér; að sál minni hljótt og helkalt húmið nísti sér.“ Og þulu-formið leikur líka á vörum Davíðs: Fyrir löngu, löngu bjó ljúflingsmey í steini, hjúfraði og hörpu sló, svo hljómurinn barst út að sjó til eyrna ungum sveini; eitthvert töfraafl hann dró yfir skriður, holt og mó að Ljúflingssteini. En þá varð hörpuhljómurinn að heitu, sáru kveini: Heima á Felli, heima á Felli, — dapurt var að dvelja þar og deyja úr gigt og elli, því amma gamla önduð var, sem um mig gerði bögur, við mig kvað á veturna um vorkvöldin fögur, alein mig á örmum bar og yljaði um hjartaræturnar, — sagði mér sögur. Opnir stóðu álfheimar; ungmey sat á steini, handlék strengi hörpunnar og hló til mín í leyni: Eg skal verða Önnu litlu í Efstakoti að meini. Komdu hingað, komdu, vinurinn eini. Gamla amma er gröfinni í og garðurinn undir klaka. Bí, bí og blaka. Og ástaljóð Davíðs unnu strax hug og hjörtu unga fólksins: „Saman okkar sálir runnu. Sama hjarta í báðum sló. Af sama eldi augun brunnu, en allar taugar skuflu af fró. Heitar varir eiða unnu í unaðsfullri sæluró. Enginn sveinn í æsku sinni auðugri né sælli var. Eina nótt af æsku þinni á örmum mínum þig ég bar. Ég var guð í gleði minni og gaf þér allar stjörnurnar." Karlmannlegur og nýstárlegur var tónninn í sögu- og ástaljóðinu: Caesar við bókhlöðurústirnar í Alexandríu: Hví grætur þú Caesar? Hví sefur þú ei í sænginni hjá þinni egypzku mey? Ertu að gráta yfir gömlum morðum í Galiíu eða á Sikiley, eða bókunum, sem þú brenndir forðum og blöðum með spekiorðum?—

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.