Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 19

Vinnan - 01.07.1964, Blaðsíða 19
u innan 17 Þá læðist hún til hans, eins létt og hind. Hún ljómar af himneskri fegurð — og synd. Og brosandi í kyrrðinni hvíslar að honum: Á karlmennskan líka táralind? Svo kyssir hin fegursta af fögrum konum hinn fræknasta af rómverskum sonum. Hví grætur þú Caesar? Hví gleymdir þú mér? Ég gat ekki sofið og leita að þér . . . Þá hitnar Caesari um hjartarætur og henni þrýstir að þrjósti sér, horfir í augu henni, hlær og grætur í húmi egypzkrar nætur.“ En Davíð orti líka karlmannleg hvatningarljóð og vísaði kveifarskap á bug: Þú, sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta, eins og hetja og góður drengur. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga, allt þitt blóð; á undan ferðu og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll sín sólarljóð. Einn þú klifrar upp í móti, er aðrir hrapa í gljúfrin niður; flýrð ei, þó að fjendur hóti, en fram til marksins braut þér ryður. Þó beint sé að þér banaspjóti, bliknarðu ei, né lítur við; biður engan guð um grið; geislinn sigrar náttmyrkrið. Lífsins illu öndum móti einn þú berst — og semur frið.“ Davíð varð að gera hlé á námi sínu af sjúkdómsástæðum. Á nokkr- um stöðum í Svörtum fjöðrum bregð- ur því fyrir, að hann býst ekki, frem- ur en verkast vill, við langlífi: Horfi ég út á hafið. — Til hræðslu ég engrar finn, þó sjái ég sigla inn fjörðinn svarta byrðinginn. En þegar kallið kemur, þá kem ég glaður um borð. Ég hef skrifað í sjávarsandinn mín síðustu kveðjuorð. Og í öðru kvæði: Gröfin opnast. Hörpuhljóma úr húmsins bikar sálin drekkur. í kirkjuturni klukkur óma. Kista í moldu sekkur. Augun horfa í húmið svarta. Harpan þagnar. Brestur hjarta. Dauðinn alla elda bjarta á arni lífsins slekkur." Þannig kvað Davíð ungur. Þannig fór hann eldi um landið og heillaði ungu kynslóðina. Þannig söng hann sig inn í hug og hjarta þ’óðarinnar og vék þar aldrei sæti til hinstu stund- ar. Hann var skáld unaðar og ásta, ástríðna, gleði og harma. — Og eigi sízt verða karlmennska og dreng- skapur honum hjartfólgin yrkisefni. Og nú hleyp ég, rúmsins vegna, yfir mikinn og margslunginn rithöfundar- feril, Ijóða, skáldsagna og leikrita. Eftir Davíð liggja ljóðabækurnar „Kvæði“ og kveðjur“, leikritið, Munk- arnir á Möðruvöllum ■— „Ný kvæði,“ „í byggðum", — „Að norðan.“ Tveggja binda ‘skáldsagan „Sólon íslandus/ leikritði „Gullna hliðið,“ — „Vopn guð-

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.