Vinnan - 01.05.1975, Side 11

Vinnan - 01.05.1975, Side 11
Það er ekki ósennilegt að kynni margra landsmanna af Bréfaskólanum séu ekki önnur en það sem fólk heyrir í útvarpi á veturna þegar framburðar- kennslan er á dagskrá. Ef betur er að góð kemur í Ijós að starfsemi Bréfa- skólans er margþætt og töluvert um- fangsmikil. Með lögum um fuilorðins- fræðslu, sem enn hafa þó ekki verið samþykkt, aukast möguleikaar fyrir frjálst nám af ýmsu tagi. Þetta á ekki síst við um bréfaskólanám. Frjálst nám fullorðins fólks verður með sam- SPJALLAÐ VIÐ SIGURÐ A. MAGNÚSSON SKÓLASTJ ÓRA BRÉFASKÓLANS þykkt laganna gert jafnrétthátt öðru námi í landinu, sem hingað til hefur verið bundið skólastofnunum að lang- mestu Ieyti. Þörfin fyrir endurmenntun og aukna þekkingu á ýmsum sviðum eykst stöðugt. Bréfaskólanám hlýtur að verða mikilvægur þáttur fullorðins- fræðslunnar, hvort heldur er á sviði menntunar til einstakra starfa eða menntunar almennt. Þetta ásamt öðru kom fram er VINNAN ræddi við Sig- urð A. Magnússon, en hann hefur ver- ið ráðinn skólastjóri Bréfaskólans. Við spurðum Sigurð um þær breyt- ingar sem helstar eru á næstunni hjá skólanum, bæði hvað varðar náms- efnið og námstilhögun. Sigurður sagði að það væru um 40 mismunandi námsgreinar, sem fólk ætti kost á að stunda. Reyndar væri mikið af þessu efni áratugagamalt og því nánast úr- elt. Sumt hefði verið fellt niður, en í undirbúningi væri nú þegar nýtt og breytt námsefni í mörgum greinum. Nokkur ný námskeið eru fullbúin og betur til þess fallin að uppfylla kröfur um nám og námstækni. Allir nemend- ur skólans fá stuttan bækling um námstækni eftir Hrafn Magnússon. Þar er bent á hvernig nemendur geta best hagnýtt sér nám af þessu tagi. Lögð hefur verið áhersla á endurbæt- ur á tungumálanáminu, en skólinn hefur komist í samband við franskt fyrirtæki, sem útbýr málanámskeið, sem hafa reynst frábærlega vel. Enska, þýska og spænska hafa verið útbúin með íslenskum skýringum, og verða VINNAN 11

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.