Vinnan - 01.05.1975, Side 14
MINNINGAR ÚR
ATVINNULÍFINU
EFTIR KRISTÍNU
NÍELSDÓTTUR
FRÁ SELLÁTRI
Erindi flutt
á hátíðarfundi í Stykkishólmi
1. maí 1975
Erlingur Viggósson skipasmiður, sem
lengi var forystumaður verkafólks í
Stykkishólmi, spjallar við Kristínu við
pökkunarborðið.
Góðir félagar og gestir.
Ég óska ykkur til hamingju með
daginn.
Langt er nú síðan ég hóf störf sem
verkakona, og þegar mér verður hugs-
að til vinnufélaganna, sem sumir eru
horfnir, eða hættir störfum á vinnu-
stað, minnist ég þeirra með þakklæti,
þeir hafa allir kennt mér eitthvað nyt-
samlegt. I hugann koma nöfn, sem
verða þó ekki nefnd. Þau eru falin
þögninni, en standa þó bak við okkur
sem óbrotgjarnir varðar frá liðinni
baráttutíð. Þeim verður ekki gleymt,
og hugurinn hverfur til þeirra á þess-
um afmælis- og hátíðisdegi.
Ég hef á iiðnum árum sett á blað
ýmis atvik úr frystihúsunum, sem ég
hef unnið í, og vík ég nú að því.
Þá er ég farin að vinna í frystihúsi
Kaupfélags Stykkishólms. Mér þykir
verst hvað hávaðinn er mikill. Roð-
flettingarvélin ætlar alla að æra; ég
er rétt hjá henni, það er minn bás, við
hliðina á Magdalenu systur minni.
Hún er óþreytandi að leiðbeina mér.
Svo smákynnist ég vinnufélögunum
og allt verður auðveldara. Jafnvel há-
vaðinn í beinakvörninni og roðfletting-
arvélinni ásamt pönnu- og bakka-
glamri, hættir að láta eins átakanlega
illa í eyrum eins og á fyrstu dögun-
um. Já, vinnufélagarnir; það er allra
besta fólk. Siggi Þórðar stendur þarna
við roðflettingarvélina. Hann er alltaf
í hreinum, hvítum jakka og minnir á
heldri mann. Svo strýkur hann vélina
og kallar hana kærustuna sína, þegar
við erum að dæsa yfir hávaðanum
sem hún veldur, en glettnin skín
glögglega úr svipnum.
Kaffitímarnir eru með sérstökum
hætti. Það liggja spiil á borðinu; þau
eru fljótt upptekin. Það er spiluð vist.
Ingvar Kristjánsson, Þuríður Magnús-
dótttir, Magdalena Níelsdóttir og Jó-
„MÉR ÞYKIR VERST
HVAÐ HÁVAÐINN
ER MIKILL”
14 VINNAN