Vinnan - 01.05.1975, Side 17
lagslegu og efnahagslegu jafnrétti kynj-
anna.
Við þökkum verkamönnum á Selfossi
drengilega baráttu fyrir rétti hvers verka-
manns óháð geðþótta ráðamanna einstakra
fyrirtækja.
Við lýsum yfir stuðningi við kröfima
um fullan samningsrétt og verkfallsrétt til
jafns við aðra launþega til handa félögum
innan BSRB og Iðnnemasambands íslands.
1. maí lítur íslensk alþýða um veröld
alla. Við sjáum misskiptingu auðsins blasa
við og bilið breikkar ár frá ári. Annars
vegar gífurleg auðsöfnun og takmarkalaus
sóun ráðandi stétta margra iðnríkja með
ómennska hernaðarvél að bakhjarli, hins
vegar lönd þriðja heimsins, þar sem neyð
fólksins skírskotar til samvisku hvers ær-
legs manns. Við lýsum eindreginni sam-
stöðu með kúguðum þjóðum og stéttum,
hvar sem er í heiminum, í baráttu þeirra
gegn ofurvaldi auðhringa og stórvelda-
stefnu.
Við fögnum af alhug sigrum alþýðunn-
ar í stríðshrjáðum löndum þriðja heimsins.
Við tökum undir með þeim, sem skora á
ríkisstjórn íslands, að hún viðurkenni rík-
isstjómina í Phnom Penh og Bráðabirgða-
byltingarstjórnina í S-Víetnam. Við berum
enn á ný fram þá kröfu, að hernaðar-
bandalög stórvelda verði leyst upp og all-
ar erlendar herstöðvar lagðar niður. Og
við krefjumst þess, að stórveldin viður-
kenni friðlýsingu lands okkar.
í dag horfir reykvískur verkalýður fram
á veginn og strengir þess heit að sameina
kraftana til markvissrar, öflugrar baráttu
fyrir betra lífi undir merkjum jafnréttis-
hugsjóna verkalýðshreyfingarinnar, — til
baráttu fyrir því þjóðfclagi, scm færir
vinnandi fólki öll völd yfir framleiðslu-
tækjunum, skipar manninum sjálfum í
öndvegi, en hafnar þeirri taumlausu auð-
söfnun fárra á kostnað fjöldans, sem i dag
blasir við.
Reykvísk alþýða!
Fylkjum liði á götum
borgarinnar í dag.
Fyrir endurheimt umsaminna
lífskjara.
Fyrir atvinnuöryggi.
Gegn fjandsamlegri efnahagsstefnu.
Reykjavík, 28. 4. 1975
1. maí-nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík:
Jón Helgason
Helga Guðmundsdóttir
Guðjón Jónsson
Guðmundur Hallvarðsson
(mcð fyrirvara)
Ragnar Gcirdal
Jón Snorri Þorleifsson
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja:
Haraldur Steinþórsson
Jónas Jónasson
Iðnnemasamband íslands:
Ármann Ægir Magnússon
Haukur Már.
'■ JP.i ( f A9 *1 * I
Í:'áá , ->■ j | .Jf» |
$
• Jn
KRÖFUR
DAGSINS
Jafnrétti kynjanna.
Launajöfnun.
Frelsi, jafnrétti, bræðralag.
Herinn burt.
ísland úr Nató.
Verðbólgan er afskræmi auðhyggju.
Félagslega eign
á framleiðslutækjunum.
Aldrei aftur atvinnuleysi.
Fullkomna vinnuvernd og öryggi
á vinnustöðum.
Verndum sjálfstæði íslands.
Lífeyrissjóð fyrir alla launþega.
Lifi samtök verkalýðsins
Styðjum þjóðfrelsi þriðja heimsins.
Við mótmælum kynþáttaofsóknum.
'öreigar allra landa sameinist.
Tafarlausa stöðvun verðbólgu.
Vinnandi menn ráði vinnustöðunum.
Sumarvinnu fyrir skólafólk.
Fulla vísitölu á kaup verkafólks.
Dagvinnutekjur til menningarlífs.
Notið islenskar iðnaðarvörur.
Fram til sigurs
fyrir kröfum verkalýðsfélaganna.
Kjarasamningar verði friðhelgir.
Semjið strax við sjómenn.
Verkfallsrétt til félaga BSRB.
Verkfallsrétt til félaga INSÍ.
Verðtrygging lífeyrissjóða.
Verkafólk ráði lífeyrissjóðunum.
Bætta félagslega aðstöðu kvenna.
Afnemum misrétti kynjanna.
Fulla vernd trúnaðarmanna í raun.
Fyrirtæki greiði fæðingarorlof.
Hallalausan rekstur heimilanna.
Mótmælum rotnu skattakerfi.
200 milur 1975.
VINNAN 17