Vinnan - 01.05.1975, Side 26
Hverju er það að þakka að starf
verkalýðsfélaganna hér er jafn þrótt-
mikið og raun ber vitni?
Anna: Starf okkar félags hefur aukist
á síðustu árum og féiagið eflst, sem
er helst að þakka þessum sameigin-
legu húsakaupum og því samstarfi,
sem af þeim hafa skapast. Hússtjórn-
in hefur tekið ýmis mál til umræðu,
sem sameiginleg eru félögunum, það
hefur ekki síst styrkt félag eins og
Verslunarmannafélagið. Þá hefur það
reynst féiaginu ómetanlegt að eiga
góð samskipti við jafn traust félag og
Verkalýðsfélag Borgarness. Það verð-
ur að segjast samt sem áður, að
fundarsókn er fremur dræm og áhugi
félagsmanna, sem eru um áttatíu, ekki
nógu mikill.
Jón: Starfsemi Verkalýðsfélagsins hef-
ur tekið miklum breytingum frá ár-
inu 1960, en þá tók Guðmundur V.
Sigurðsson við formennsku, og gegndi
því starfi til ársins 1973. Góð eining
hefur verið innan félagsins undanfarin
ár og pólitískar erjur, sem áður voru
tíðar, hafa dvínað. Stjórn félagsins
hefur verið samtaka um að vinna að
uppbyggingu félagsins. Þó kjara- og
atvinnumál hafi að sjálfsögðu skipað
mest rúm í starfi félagsins, þá hefur
gefist tími til að sinna öðrum þáttum
fólagsstarfsins. Má þar nefna árshá-
tíðir, skemmtiferðir á sumrin, leikhús-
ferðir og margs konar fræðslustarf.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að
efla trúnaðarmannakerfi félagsins. 1
vetur var stofnaður umræðuhópur
trúnaðarmanna á vinnustöðum í þessu
skyni. Jafnhliða hefur mikil áhersla
verið lögð á að bæta aðbúnað á
vinnustöðum. Félagið á orlofshús í
Ölfusborgum, þar sem félagsmenn
eiga þess kost að eyða hluta af orlofi
sínu. Þetta hefur verið vinsælt og góð
nýting verið á húsinu. Hvað varðar
fundarsókn, þá hefur hún farið vax-
andi, en við höfum í vetur gert fund-
ina líflegri með því að hafa í lok
þeirra vísnaþætti, upplestur o. fl. Allt
hefur þetta verið til að efla fólagið,
sem telur nú rúmlega 300 manns.
Árið 1972 keyptu stéttarfélögin í
Borgarnesi hús, sem hlaut nafnið
Snorrabúð. Þar fer fram öll starfsemi
félaganna. Þau hafa sínar sérstöku
Kjarkur
og
einhugur
svo úr
rætist
22 VINNAN