Vinnan - 01.05.1975, Qupperneq 27
Á síðustu árum hefur starf
verkalýðsfélaganna í Borgarnesi
staðið með blóma, ekki hvað síst
eftir að félögin keyptu hús fyrir
starfsemi sína, þar sem nú er rekið
félagsstarf af ýmsu tagi.
YINNUNNI er það sérstakt ánægju-
efni að geta þess hér, öðrum félög-
um til eftirbreytni, að Verklýðsfélag
Vinnan ræðir við
Önnu Ólafsdóttur
og Jón A. Eggertsson
í Borgarnesi
skrifstofur, þar er rúmgóður fundar-
sælur auk eldhúss. Öll vinna við breyt-
ingar á húsinu og umhirða hefur ver-
ið unnin í sjálfboðavinnu, sem er ó-
metanleg fyrir félögin. Húsið var vígt
3. mars 1973. Síðan húsið var tekið í
notkun hafa verið haldnar þar fimm
málverkasýningar, tafl- og spilakvöld,
svo dæmi sé tekið um það, sem fram
fer í húsinu. Snorrabúð hefur ekki að-
eins leyst húsnæðisvanda stéttarfólag-
anna hér, heldur einnig skapað ýms-
um félagasamtökum bætta félagsað-
stöðu. Ég tel að starfræksla Snorra-
búðar sé mikil lyftistöng fyrir félaga-
samtök í Borgarnesi.
Hvernig er fjárhagsstaða félaganna,
og hvað eru félagsgjöldin há?
Anna: Fjárhagur Verslunarmannafé-
lagsins er ekki góður, enda féiags-
gjöldin lág. Þau voru á síðasta ári
2200 krónur, en fyrirhugað er að
breyta þessu þannig að gjöldin verði
ákveðinn hundraðshluti af launum fé-
lagsmanna, sem mundi þýða mikið
auknar tekjur fyrir félagið. Þetta er
áreiðanlega rétt stefna, enda eru
verkalýðsfélögin óðum að taka þetta
Borgarness og Verslunarmannafélag
Borgarness hafa að undanförnu
keypt blaðið handa öllum sínum fé-
lagsmönnum. Það eru einmift slíkar
undirtektir og stuðningur við blaðið,
sem getur orðið til þess að efla það
að miklum mun, frá því sem nú er,
og gera það að útbreiddu og vönd-
uðu tímariti, sem berst inn á hvert
ANNA:
Þeir lægstlaunuðu verða að geta
lifað af laununum.
fyrirkomulag upp, eftir því sem ég
best veit.
Jón: Fjárhagsstaða Verkalýðsfélagsins
er góð og hefur batnað til muna eftir
að við tókum upp prósentugjaldið fyr-
ir tveimur árum. Hjá okkur eru fé-
lagsgjöldin nú 1% af dagvinnulaun-
um, en lágmarksgjald er 2500 krónur.
Þá hefur öflugur sjúkrasjóður verið
fólagsmönnum mikilil styrkur.
Er fyrirhugað að stofna sérstakt
svæðasamband á Vesturlandi, líkt og
á Norðurlandi, Vestfjörðum og víðar?
Jón: Hjá verkalýðsfélögunum hér á
Vesturlandi hefur slík stofnun verið til
umræðu síðustu mánuði. Við höfum
rætt þetta á félagsfundi hjá okkur, þar
sem málið fékk góðar undirtektir.
Verkalýðsfélögin á Vesturlandi hafa
starfrækt samciginlegan lífeyrissjóð í
nokkur ár. Þessi samvinna hefur tek-
ist mjög vefl, og ég vænti þess vegna
m. a. mikils af starfi svæðasambands,
ef af stofnun verður.
Anna: Við erum mjög fylgjandi stofn-
un svæðasambands fyrir Vesturland.
Við teljum að það stuðli mjög að því
að við getum fært út félagssvæðið,
verkalýðsheimili í landinu.
Á dögunum ræddi VINNAN við
tvo af forsvarsmönnum stéttafélag-
anna í Borgarnesi, þau Jón Agnar
Eggertsson formann Verkalýðs-
félagsins og Önnu Ólafsdóttur for-
mann Verslunarmannafélagsins, en
þau hafa bæði gegnt formannsstörfum
í stuttan tíma, enda ung að árum.
JÓN:
Það er greinilegt að kröpp kjör eru
á mörgum heimilum og stefnir að
greiðsluþroti.
sem nú er bundið við Borgarnes. Það
hefur komið í ljós að fólk, sem vinn-
ur hér í nágrenninu og er utan félaga
og því réttinda'laust hefur verið hlunn-
farið á margan hátt af atvinnurekend-
um, í skjóli réttindaleysis þess. Svæða-
samband er einmitt nauðsynlegur vett-
vangur til þess að leysa slík mál.
Hvað um kjaramálin?
Jón: Það er ljóst að jafnhliöa miklum
verðlagshækkunum að undanförnu
hefur dregið úr yfirvinnu, þannig er
það a. m. k. hér í Borgarnesi. Það er
óraunhæft að halda því fram að dag-
vinnan ein nægi verkafólki til þess að
framfleyta sér .Það er því löngu kom-
inn tími til að dagvinnulaun verði það
há, að fólk geti lifað af þeim. Þá
væri æskilegt að samningaviðræður
gengju fljótar fyrir sig en verið hefur.
Verkafólki fimist sú bið ærið löng
meðan samninganefndir aðila sitja á
rökstólum mánuðum saman. Það er
greinilegt að kröpp kjör eru á mjög
mörgum heimilum í dag og stefnir að
greiðsluþroti, ef ekki verður spyrnt við
fótum. Kjarkur og einhugur verka-
lýðshreyfingarinnar verður að koma
VINNAN 23