Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 35
Óskar Vigfússon formaður
Sjómannafélags Hafnarfjarðar.
víkur. En strax í janúar 1925 var það
gert að sjálfstæðu félagi. Þá fékk fé-
lagið það nafn sem það ber enn í dag.
Fyrsti formaður þessa sjálfstæða fé-
lags var Björn Jóhannesson, en hann
var jafnframt lengi bæjarfulltrúi og
forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. í
hálfa öld er það að sjálfsögðu mikið,
sem félagið hefur tekist á við. Fyrir
utan kaupgjaldsmál og samninga, hef-
ur félagið haft afskipti af atvinnu-
málum Hafnarfjarðar, öryggismálum
sjómanna, sundlaugabyggingu, svo fátt
eitt sé nefnt. Félagið á nú tvö orlofs-
hús í Hraunborgum, en þar hafa verið
reist ein 14 orlofshús í landi Hraun-
kots í Grímsnesi, sem Fulltrúaráð
sjómannadagsins í Reykjavík og
Hafnarfirði keypti fyrir nokkrum ár-
um. Þá skal þess getið að félagið hef-
ur tekið virkan þátt í menningarstarf-
semi ýmiss konar, jafnt innan verka-
lýðshreyfingarinnar og í Hafnarfjarð-
arbæ.
Formaður Sjómannafélags Hafnar-
fjarðar er nú Óskar Vigfússon, en því
starfi hefur hann gegnt frá árinu 1973.
Aðrir í stjórn félagsins eru Ólafur Sig-
urgeirsson, Ólafur Ólafsson, Eysteinn
Guðlaugsson og Sigurður Eiðsson.
1 þessari stuttu samantekt í tílefni
afmæla þessara tveggja verkalýðsfé-
laga, hefur verið stuðst við afmælisrit
félaganna, sem eru bæði vönduð að
öllum frágangi og hin eigulegustu.
VINNAN vill benda lesendum sínum
á að þar má sækja margháttaðan fróð-
leik um líf og kjör hafnfirskra sjó-
manna og verkafólks á Akranesi í 50
ár.
Félag
bifvélavirkja
40 ára
Félag bifvélavirkja varð 40 ára 17.
janúar sl. Stofnfundur félagsins var
haldinn 17. janúar 1935 í K.R.-húsinu
við Vonarstræti. Stofnendur félagsins
voru milli 40 og 50 bifreiðaviðgerðar-
mcnn, sem starfandi voru í Reykjavík
á þeim tíma.
Fyrstu ár félagsins var unnið mikið
að því að fá bifvélavirkjun staðfesta
sem iðngrein.
Fyrsti nemandinn, sem stundaði
iðnskólanám, lauk sveinsprófi 28. okt-
óber 1939. Á þessum árum var vinna
oft mjög stopul, sérstaklega á vissum
árstímum, sveinar fengu kaup aðeins
fyrir þann tíma sem vinna var fyrir
hendi, þess á milli varð að bíða á
vinnustað eftir því að verkefni bærust.
Urðu menn oft að hanga þannig
heila og hálfa daga án verkefnis og
launa.
Framhaldsaðalfundur 19. febrúar
1937 markar tímamót í sögu félagsins.
Þá er lögum félagsins breytt á þá
lund, að þeir sem veita öðrum atvinnu
í iðninni geta ekki orðið félagar í Fé-
lagi bifvélavirkja.
Þar með er félagið hreint stéttarfé-
lag launþega.
Þar sem ekkert hafði gengið með
að ná samningum við verkstæðiseig-
endur var farið að herða á því að fé-
lagið gengi í, Alþýðusamband íslands,
en nokkrir félagsmenn höfðu lagst
rnjög gegn því.
Núverandi stjórn, fremri röð f. v.:
Eyjólfur Tómasson, Sigurgestur Guð-
jónsson, Guðmundur Hilmarsson.
Aftari röð: Sigurður Óskarsson, Samson
Jóhannsson, Einar Steindórsson og
Björn Indriðason.
Þar kom að samþykkt var með yfir-
gnæfandi meirihluta félagsmanna að
sækja um upptöku í A.S.Í. og 11. maí
1937 fær félagið inngöngu í samband-
ið. Það eykur félagsmönnum kjark og
áræði til aðgerða í kjaramálum.
Eftir fimm vikna verkfall sumarið
1937 var gert samkomulag og félagið
viðurkennt sem samningsaðili.
VINNAN 31