Vinnan - 01.05.1984, Side 3

Vinnan - 01.05.1984, Side 3
Starfsfólk stofnana ASÍ vinnan Tímarit Alþýðusambands íslands 3. tbl.34. árg. 1984 Ritnefnd: Ásmundur Stefánsson (ábm.), Guð- mundur Hallvarðsson, Guðmundur Þ Jónsson og Guðríður Elíasdóttir Ritstjórn: Guðfinna Ragnarsdóttir Sigurjón Jóhannsson Afgreiðsla og auglýsingar: Grensásvegí 16, 108 Reykjavík. Sími83044 Setning, prentun og bókband: Prentsmiðjan Hólar hf. Starfsfólk ASÍ: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ Kristín Mántylá. skrifstofustjóri Björn Björnsson, hagfræðingur og umsjónarmaður Reiknistofu ASÍ Hólmgeir Jónsson, hagfræðingur og fjármálastjóri ASÍ Bolli B. Thoroddsen, hagræðingur Sigurþór Sigurðsson. hagræðingur Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ Ingibjörg Haraldsdóttir, gjaldkeri Guðlaug Halldórsdóttir, fulltrúi Ragnhildur Ingólfsdóttir, fulltrúi Ásiaug Ásmundsdóttir, ræstingar Fólk í hlutastörfum, eða ráðið til skemmri tíma: Baldur Magnússon, Reiknistofa Guðfinna Ragnarsdóttir, Vinnan. Sigurjón Jóhannsson, Vinnan Helgi Guðmundsson, MFA Kristjana Kristinsdóttir, Sögusafn Starfsfólk MFA Tryggvi Þór Aðalsteinsson, framkvæmdastj. Kristín Eggertsdóttir. fræðslufulltrúi Snorri S. Konráðsson, fræðslufulltrúi Listasafn alþýðu Þorsteinn Jónsson, forstöðumaður Þessar þrjár stofnanir eru til húsa að Grensásvegi 16, 108, Reykjavík Sími ASf: 83044, pósthólf 5076 Sími MFA: 84233, pósthólf 5281 Sími Listasafns alþýðu: 81770, pósthólf 5076 Forystugreinin: Breytt skipulag ASI bandsins hefur verið mjög til umfjöllunar að undan- förnu. Skipulag verkalýðs- hreyfingarinnar verður á hverjum tíma að auðvelda félagsmönnum virka þátt- töku í ákvörðunum og starfi samtakanna og tryggja að samtökin séu öflug baráttuhreyfing sem jafnframt veiti félagsfólk- inu fullnægjandi þjónustu í kjara- og réttindamálum. Skipulagið verður stöðugt að laga að þörfum félags- mannanna, en um leið er nauðsynlegt að skoða vandlega hvort skipulags- breyting er óhjákvæmileg eða hvort ráða megi bót á ágöllunum með breyttri framkvæmd. Á þriðja hundrað manns sátu. atvinnugreinaráð- stefnur Alþýðusambands- ins í byrjun maí. Þar kom fram eindreginn vilji til aukins samstarfs þess fólks sem starfar innan sömu at- vinnugreinar, jafnt um kjaramál sem atvinnumál og starfsmenntun. Ekki virðist þó almennur vilji til grundvallarbreytinga á skipulaginu,fremur að færa starfshættina betur í takt við þarfirnar með afmörk- uðum skipulagsbreyting- um, til dæmis deildaskipt- ingu verkalýðsfélaga og breyttri skipan landssam- banda. Á ráðstefnunum var lögð traust forsenda frekari umræðu og síðan ákvörðunartöku á næsta Alþýðusambandsþingi. Með samningi ASÍ í vet- ur var að því stefnt að halda kaupmætti 4. árs- fjórðungs ársins 1983 að meðaltali á þessu ári. Nú er ljóst að síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar auka verðbólguna í þeim mæli að kaupmáttur verður um 2% lægri en þá var gert ráð fyrir. Þrátt fyrir þær stór- felldu tilfærslur fjármagns sem fyrri aðgerðir hafa leitt til, reyndist lausnarorðið enn hið sama, kjaraskerð- ing. Kjaraskerðing er að mati stjórnvalda allsherjar- lausn á öllum vanda. Verð- bólguvandann skal leysa Oánægjan magnast með því að láta almennt verkafólk greiða verðbólg- una niður. Viðskiptahall- anum skal eytt með því að sjá til þess að almennt launafólk neyðist til þess að þrengja hag sinn. Göt ríkissjóðs skulu fyllt með auknum greiðslum al- mennings fyrir þjónustu og nauðsynjar. Kjörin eru skert, ekkert annað að- hafst. Óánægjan magnast dag frá degi. Með aðgerðarleysi í al- mennri stjórn efnahags- mála, tilfærslum til fjár- magnseigenda og álögum á launafólk raðar ríkisstjórn- in lóðum á þá vogarskál að samningum verði sagt upp. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin í því efni. Verði tekin ákvörðun um að segja upp samningum í sumar, verður að sækja meira en þau þrjú prósent sem eru í vændum 1. sept- ember ef samningar standa, en falla brott við uppsögn. Árangurs er ekki að vænta án átaka. Ákvörðun um uppsögn verður ekki tekin nema að vel yfirveguðu ráði og fyrir liggi skýr kröfugerð og af- staða félaga til aðgerða sem knúið gætu atvinnu- rekendur til samninga. En það er ljóst að samtök launafólks vilja sækja stærri hlut fyrr en seinna og víðtækri og traustri sam- stöðu þarf að ná til að tryggja árangur. VINNAN 3

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.