Vinnan - 01.05.1984, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.05.1984, Blaðsíða 7
Hver er réttsýni valdsins og hugkvæmni? Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ, hélt 1. maí ræðu í Borgar- nesi. Hann hóf ræðu sína á að líta yfir farinn veg, hvernig verkalýðshreyfingin hefur verið í vörn allar götur frá árinu 1977. „Kjarasamningar, sem gerðir hafa verið á þessu tímabili, hafa allir verið þess verða stjórnvöld að breyta um stefnu. Uppbygging öflugs efnahagslífs verður að koma í stað kjaraskerðing- ar.“ Ásmundur kom því næst inn á þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin hyggst gera til að mæta „fjárlagagatinu“ margumrædda, og benti á, að vegna mótmæla frá launþegasamtökunum hefði verið horfið frá hugmyndum á borð við söluskatt á matvæli, aukið bensíngjald og sérstakt vegagjald, en „ríkisstjórnin áformar um margt óskil- greindan niðurskurð og umfangsmiklar lántökur. Það er útilokað að sjá allar afleiðingarnar fyrir.“ Tvær þjóðir „Við stöndum frammi fyrir því að í landinu búi tvær þjóðir: Þjóð láglauna- fólks, þar sem lífvænleg laun fyrir 8 stunda vinnudag virðist fjarlægur draumur, og þjóð þeirra sem virðist allt geta. Ríkisstjórnin hefur miðað að- gerðir sínar við það að efla þá sem skammta sér sjálfir og leggja oft lítið til sameiginlegra þarfa.“ Að lokum ræddi Ásmundur um 1. september og sagði að ákvörðun um hugsanlega uppsögn samninga yrði tekin að vandlega athuguðu máli. „Hvað sem dagsetningu líöur er hins- vegar ljóst að verkalýðshreyfingin ætlar launafólki stærri hlut. Það er brýnt að ná auknum kaupmætti. Það er brýnt að styrkja stöðu þeirra sem veik- astir standa.“ taldir hófsamir. Samt hafa stjórnvöld oftar en nokkru sinni áður talið sér nauðsynlegt að grípa inn í og ógilda kjarasamningana að hluta. Þetta er orðið að föstum lið í öllum efnahags- aðgerðum stjórnvalda. Enginn efast um rétt ríkisstjórnar til þeirra aðgerða, sem hún telur nauðsyn- legar hverju sinni, en oft hljóta menn að draga í efa réttsýni valdsins og hug- kvæmni. Við þessar aðstæður er ljóst að kjara- samningar, sem ekki taka mið af stefnu stjórnvalda, eru gagnslitlir, nema laun- þegahreyfingin sé öll tilbúin til átaka, og sannfærð um réttmæti og gagnsemi gerða sinna.“ Múrar Björn fjallaði því næst um ýmsa fleti í samningamálunum: „Svokölluð launahvetjandi kerfi hafa reist múra á milli þeirra sem þeirra njóta og hinna. Á þessum vanda var að nokkru tekið í síðustu samningum og framkvæmd samningsákvæðanna verður að verða myndarleg. Einmitt þessi innbyrðis vandamál verkalýðshreyfingarinnar eru að verða hennar Akkilesarhæll. í stað þess að beina spjótum þekkingar og reynslu að ríkisvaldi og atvinnurekendum reyna nú ýmsir að ná sérárangri, og um leið, af skammsýni, að efla tortryggni á heildarsamtök Iaunþega...“ Björn nefndi dæmi þessu til skýringar og nefndi að framúrstefna gæti verið góð „ef hún er framkvæmd af sterkum aðila til þess að aðrir veikari megi fylgja í kjölfarið. Þetta sönnuðu Húsvíkingar í síðustu samningum. En sé framúrstefnan til þess gengin að ná yfirstöðu eftir landshlutum og aðstöðu er hún annars og verra eðlis.“ Sjálfstætt afl Björn lagði áherslu á að stjórnmála- flokkarnir segðu verkalýðshreyfing- unni ekki fyrir verkum: „Þó að Al- þýðuflokkurinn í upphafi væri undir- staða verkalýðshreyfingarinnar þá er hann það ekki lengur. Hvorttveggja hefur breyst. Verkalýðshreyfingin er nú sjálfstætt afl til mótvægis við ásækni vinnukaupendanna til lægri fram- leiðslukostnaðar og gróða.“ Ákvörðun í júh Björn varaði við oftrú á bónus- og ákvæðisvinnu og sagðist ekki vera fylgjandi hugmyndum um nýtt skipulag ASI heldur „að leggja áherslu á dug- meiri vinnu í núverandi skipulagi ASÍ.“ Hann hvatti menn til að fylgjast vel með hvað ríkisstjórnin geri á næstu dögum og að taka ákvörðun um hugs- anlega uppsögn samninga ekki fyrr en í júlí. Björn endaði ræðu sína á þessa leið: „Ég vil að lokum þakka sérstak- lega fyrir að fá að vera í dag með verka- lýðsfélagi Borgarness, sem er, að öðr- um ólöstuðum, vökulast þeirra verka- lýðsfélaga, sem ég þekki til og hefur í mörgum greinum sýnt fyrirmyndar- framtak og það í verki án stóryrða- skrums.“ Myndin er tekin á 1. maí fundinum í Borgarnesi og sýnir Björn í ræöustól og hluta áheyrenda. VINNAN 7

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.