Vinnan - 01.05.1984, Síða 5

Vinnan - 01.05.1984, Síða 5
Er vinnuafl á íslandi ódýrt og eftirsóknarvert fyrir erlenda aðila? Pað vildu iðnnemar meina er þeir tóku þátt íkröfugöngunni I. maí í Reykjavík. Pessi hópur, sem situr hér íhlekkjum var boðinn upp á fundinum á Lækjartorgi. Uppboðið var gráttgam- an og var kvittað rækilega fyrir undarlegar skoðanir ,,landsfeðranna“ á íslensku vinnuafli. 1. maí 1984 Mjög góð þátttaka var í 1. maí hátíða- höldunum um land allt. Dagurinn virtist endurspegla kraft og samtakamátt, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem launþegar hafa átt við að glíma síðan núverandi stjórn tók við völdum. Ýmis smærri samskipta- vandamál innan hreyfingarinnar féllu í skuggann fyrir því sem mestu máli skiptir — að standa saman þegar á reynir. Þeir útdrættir úr 1. maí ávörpum, sem við birtum hér, sýna að það er fráleit stjórn- arstefna að ætla sér að vinna gegn hags- munum verkalýðshreyfingarinnar þegar til lengdar lætur. Margt athyglisvert kom fram í þessum ræðum, ekki síst eindreg- inn vilji allra launþegasamtaka til frekari samvinnu og að vinna markvisst að launajafnrétti kynjanna, sem víða er enn meira í orði en á borði. VINNAN 5

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.