Vinnan - 01.05.1984, Page 16
Jón: Uppsagnarákvœði samninganna
mnnu halda aftur af ríkisstjórninni.
Kjartan: Póttenginn vœri ánægður með
samningana, þá töldu menn þá yfirleitt
skárri leið en fara út í átök.
Svavar: Við getum dregið þann lær-
dóm af kjarasamningunum að mér
fannst koma mjög skýrt í ljós sam-
stöðuleysi verkalýðshreyfingarinnar og
kom það fram í ýmsu. í mínu félagi
voru samningarnir samþykktir með
mjög naumum meirihluta, sem sýndi að
menn voru ekki ánægðir með stöðuna.
Það bar líka á hræðslu eða ótta við að
fara í átök, og mér finnst áróður ASÍ
hafa misst marks, þegar hann er borinn
saman við áróður VSÍ, en þeir ráku
mjög harðan áróður sem verkalýðs-
hreyfingin hefur ekki svarað. VSÍ tókst
að skapa ótta, sem gerði það að verkum
að við þorðum ekki í átök. Með gerð
samninganna viðurkenna verkalýðsfé-
lögin réttmæti aðgerða stjórnvalda
gegn verðbólguvandanum, og þar með
samþykkir verkalýðshreyfingin að
halda áfram að greiða niður verðbólg-
una með skerðingu launa verkafólks
eingöngu.
Hver er skýringin á
ráðleysinu?
Sigurjón: Þá skulum við koma að því
sem mér þykir ansi merkilegt, að á for-
mannaráðstefnunum var vart nefndur
verðbólguþátturinn í fyrirhuguðum
samningum. Það er kannski skiljanlegt
þar sem verkalýðshreyfingin var beht
hörðum lögþvingunum. Er þetta ekki
stór þáttur í því ráðleysi, sem virðist
hafa gripið marga?
Kjartan: Sjálfsagt er það rétt, en ég
vil gjarnan fá tækifæri til að verja svolít-
ið forystu ASÍ. ASÍ efnir til þessara
ráðstefna til að kanna hvernig verka-
lýðshreyfingin muni standa að baki
hugsanlegum aðgerðum. Forystan tel-
ur sjálfsagt að hún fái þverskurð af vilja
fólksins með því að heyra álit sem
flestra um hvað gera skuli. Ég held að
forysta ASÍ hafi fengið það út úr þess-
um ráðstefnum að stefnan sem tekin
var hafi verið sú sem meirihlutinn vildi.
Ef við snúum okkur að lagaþvingun-
unum þá held ég að hvorki við né for-
ysta ASÍ geti verið ánægð með þessa
samninga. Veikleikinn lá ekki endilega
hjá ASÍ heldur hjá okkur sjálfum. Ef
formennirnir hafa ekki þekkt vilja
sinna manna, þá er það auðvitað veik-
Ieiki verkalýðshreyfingarinnar, það
skal ég viðurkenna. Ef ég á að taka
nærtækt dæmi þá hefði mitt félag ekki
fengist út í átök. Stærsti vinnuveitandi
okkar hefur ekki næg verkefni fram-
undan og það vofir yfir atvinnuleysi.
Þótt enginn væri ánægður með samn-
ingana, þá töldu menn þá yfirleitt
skárri leið heldur en að fara út í átök.
Þannig hefur þetta verið víðar, þótt við
séum nú dálítið kokhraust og tölum um
það nú að ekki hafi verið kannaður
nægilega vilji fólksins. Það er rosalegt
að þurfa að þola svona þvingunarlög,
en ástandið virðist vera þannig að við
sættum okkur við þetta.
Jón: Þessi lög hafa á margan hátt
komið okkur í skilning um að við þurf-
um að standa betur saman. Það er
kannski af þeirra völdum að það er þó
einhver samtakamáttur eftir allt. Nið-
urstaða skoðanakönnunarinnar, sem
ASI gerði með undirskriftarherferð-
inni, var þannig að hún hlýtur að valda
okkur vonbrigðum. Vegna þeirrar
niðurstöðu getur líka verið að leita
skýringar á því hve formennirnir voru
varkárir í sinni afstöðu og kannski á
þeim grunni vanmetið stöðuna. I mínu
félagi voru samningarnir samþykktir
með mjög miklum meirihluta þótt
menn væru óánægðir með þá. Það eru
uppsagnarákvæði í þessum samning-
um, sem munu halda aftur af ríkis-
stjórninni, þannig að hún þorir varla
aftur að beita okkur lögþvingunum.
Svavar: Það hlýtur að hafa haft mikil
áhrif á samningana að ríkisstjórnin var
búin að setja okkur 4% ramma. VSÍ
kom strax fram með töluna og sagði:
Þetta þolum við og annað ekki. Kjartan
segir að fáar raddir hafi komið fram hjá
formönnunum gegn samningum, en
síðar kom fram að það voru til félög
sem felldu samninginn. Þekktu þessir
formenn ekki stöðuna í sínum eigin fé-
lögum? Sýnir þetta ekki að þarna vant-
ar eitthvað.
Sigmundur: Mig langar að minnast
aðeins á þessa undirskriftasöfnun. Hún
var mjög misskilin vegna orðalags og
þessvegna átti ég t. d. í vandræðum
með að fá menn til að skrifa undir.
Varðandi lögin um afnám samninga-
frelsis er helst að líkja því við ástandið í
16 VINNAN