Vinnan


Vinnan - 01.05.1984, Qupperneq 20

Vinnan - 01.05.1984, Qupperneq 20
Gagnleg bók um málefni aldraðra Veistu að Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið veita ellilífeyrisþegum afslátt á miðaverði? Veistu að flugfélög veita ellilífeyrisþegum afslátt af far- gjöldum með vissum skilyrðum? Veistu að Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Tíminn og Þjóð- viljinn veita ellilífeyrisþegum afslátt af áskriftargjaldi? Veistu? Veistu? Veistu? Asdís Skúladóttir. Já, það er sannarlega margt sem maður fær að vita við lestur bókar Ásdísar Skúladóttur félagsfræðings. Vinnuheiti bókarinnar er Karl og kerling, en end- anlegt nafn er ekki komið. Bókin, sem gefin er út af MFA og ASÍ, kemur á markað innan skamms. Bókin fjallar um málefni aldraðra. Á mjög einfaldan en greinargóðan máta eru tekin fvrir helstu vandamál fólks þegar það verður ellilífeyrisþegar. Auk almennra hollra ráða og upplýsinga um fyrirbærið öldrun og um hvíld, svefn og mataræði eru tekin fyrir peningamál aldraðra, skattar, lán og lánamögu- leikar, ávöxtun fjár og ýmsar gerðir af reikningum. Ellilífeyrir, tekjutrygging, heimilis- uppbót, makabætur, barnalífeyrir, slysadagpeningar, hjálpartæki, lyf, tannviðgerðir og allt annað sem við- kemur tryggingakerfinu er tekið fyrir og kynnt á einfaldan og aðgengilegan hátt. Lífeyrissjóðirnir, iðgjöld og m. a. áunnin geymd réttindi eru kynnt og skýrð og bent á hvert fólk á að snúa sér til þess að fá aðstoð og hjálp. Ibúðir, dvalarstofnanir og þjónusta ýmiskonar er kynnt og taldir upp helstu kostir og ókostir. Erfðir, erfðaskrá og óskipt bú eru einnig vandamál, sem bókin tekur fyrir, auk þess sem hún kynnir félagslíf og tómstundagaman af ýmsu tagi fyrir ellilífeyrisþega. Það er ekki vafi á að þessi bók á eftir að koma mörgum að góðu gagni og verða eins konar biblía eða uppsláttar- bók, ekki bara aldraðra, heldur allra sem um þessi mál vilja fræðast. Við birtum hér einn kafla úr bókinni KARL OG KERLING - RIT UM MÁLEFNI ALDR- AÐRA eftir Ásdísi Skúladóttur, félagsfræðing, sem Alþýðusam- Skattframtalið Allar bætur frá Tryggingastofnun ríkis- ins og eftirlaun úr lífeyrissjóðum á að telja fram til skatts ásamt öðrum tekj- um. Eldra fólk getur fengið vissar ívilnanir við skattaálagningu samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Ef sá skattur er fyrir hendi þarf að greina frá ástæðum og leggja fram beiðni í þar til gerðan reit á skattframtalinu. Helmingur tekna til frádráttar Tekjuskattstofn manns, sem látið hefur af störfum vegna aldurs, skal lækkaður um helming við útreikning skatts af þeim tekjum sem aflað hefur verið síð- ustu 12 mánuðina. Fólk sem náð hefur 60 ára aldri eða hefur öðlast rétt til eftirlauna eða elli- lífeyris á tekjuárinu verður því að til- greina á skattframtali hvenær það telji band íslands og Menningar- og fræðslusamband alþýðu gefur út innan skamms. Kaflinn fjallar um lækkun gjalda og undanþágu frá gjöldum. sig láta af störfum eða hvenær það hef- ur látið af störfum vegna aldurs. Jafnframt verður fólk að draga frá helming þeirra tekna sem það hafði áður en að látið var af störfum. Fólk sem hefur látið af aðalstarfi en heldur í raun áfram störfum, t. d. í hlutavinnu eða fullri vinnu, getur valið hvort þessi frádráttur verður framkvæmdur þegar það lætur af aðalstarfi eða þegar allri vinnu er hætt. Helmingsfrádráttur við álagningu skatts á tekjur eldra fólks kemur ekki til greina nema einu sinni fyrir einstakl- ing. Frádráttur vegna ellihrörleika eða veikinda Heimilt er skattstjóra að lækka tekju- skattstofn ef ellihrörleiki, slys eða mannslát hafa skert gjaldþol manns verulega. Ef þessar ástæður eru fyrir hendi þurfa Lækkun gjalda og undanþága frá þeim 20 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.