Vinnan - 01.05.1984, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.05.1984, Blaðsíða 8
Hættulegt ástand: ísland er orðið láglaunaland Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hélt aðalræðuna í Kefla- vík. Hann rakti þá miklu at- burði sem orðið hafa í stjórn- málum og efnahagsmálum frá 1. maí á sl. ári, og hvernig núver- andi ríkisstjórn hefði ráðist með meiri hörku gegn launafólki og samtökum þeirra en dæmi eru til um áður hér á landi. Kristján rakti síðan varnaraðgerðir launafólks. Um andstöðuna gegn af- námi samningsréttar sagði Kristján: „Sú andstaða leitaði útrásar í fjölda- mótmælum, sem afhent voru við setn- ingu Alþingis og leiddi til þess að stjórnvöld heyktust á að staðfesta ákvæði bráðabirgðalaganna um afnám samningsréttarins. Petta var sigur sam- taka launafólks, sigur gegn yfirgangi stjórnvalda, sigur í máli, sem varðaði sjálfa tilveru verkalýðshreyfingarinnar og starf hennar allt. Þær 35 þúsundir manna, sem undir- rituðu mótmælin gegn afnámi samn- ingsréttar, eiga heiðurinn af því að hafa lagt grunninn að áframhaldandi bar- áttu samtaka launafólks hér á landi. I beinu framhaldi af þessum sigri tókust samningar, sem táknuðu þau þáttaskil að kjaraskerðingin var stöðv- uð - a. m. k. í bili.“ Kristján sagði, að stjórn BSRB og samninganefnd muni koma saman í júlímánuði til sameiginlegs fundar og taka ákvörðun um hvort nota skuli heimild til uppsagnar. Kristján fjallaði um böl atvinnuleysis og hvernig allir verði að standa saman til að bægja þeirri hættu frá, og þar eiga BSRB, ASÍ og önnur samtök launa- fólks fulla samleið. Forgangsverkefni samtakanna er að hafa forystu um að ná upp á ný kaupmætti launa, þannig að launafólk geti við unað. Annað stór- verkefni er að tryggja fulla atvinnu um landið allt. Til að slíkt takist þarf að mynda samstöðu margra aðila í þjóðfé- laginu." Kristján minntist einnig á launajafn- rétti kynjanna, og sagði að enn vanti mikið á að réttlætinu sé fullnægt. Ffann hvatti til fullrar samstöðu kvenna og karla um þau mál. Kristján sagði að lokum: ísland er láglaunaland ,,Allir, sem að samningsgerðinni í febrúar stóðu, vildu ná lengra. Það tókst að stöðva kjarahrapið, a. m. k. í bili. Við vildum öll einnig ná fram fyrsta áfanga í því að bæta kaupmáttinn á ný. I atkvæðagreiðslum um samningana hefur meirihluti launafólks lýst sig samþykkt því, sem náð varð án verk- falla. Eftir sem áður keppa menn að því að ná lengra sem fyrst. ísland er orðið lág- launaland. Það ástand er hættulegt. Það er hlutverk samtaka launafólks að breyta því til bóta. En það verður ekki gert nema með samstilltu átaki, traustu og drengilegu samstarfi fjölmennustu heildarsamtaka launafólks og aðildar- félaga þeirra. Að þessu munum við vinna og þá mun ekki standa á árangri.“ Sendum öllutn verkalýð og samtökum hans baráttukveðjur 1. maí ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS 8 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.