Vinnan - 01.05.1984, Qupperneq 35
f ölfusborgum hefur verið tekid í notkun vandað og skemmtilegt badhús, sem eykur mjög gildi
staðarins sem hvíldarstaðar. Fyrir utan baðhúsið er þægileg setulaug og allur frágangur í kringum
húsið og laugina til fyrirmyndar.
1800 kr. á viku
í orlofshúsunum
Sígur á
ógæfuhlið í
atvinnumálum
í mars í fyrra var um 1.3% atvinnu-
leysi, eða sem svarar að 1400 manns
væru atvinnulausir að jafnaði dag
hvern. Þegar við ræddum við Óskar
Hallgrímsson, forstöðumann Vinnu-
máladeildar félagsmálaráðuneytisins,
nú í maíbyrjun voru ekki komnar tölur
fyrir apríl, en samkvæmt tölum mars-
mánaðar hafði atvinnuleysið aukist
nokkuð, eða úr 1.3% í 1.6%, en það
þýðir að um 1800 manns hafi verið at-
vinnulausir að jafnaði.
— Astandið er því heldur lakara en í
fyrra, sagði Óskar, en gera má ráð fyrir
að erfiðara verði með sumarvinnu en í
fyrra því nú er mun meira aðhald í
framkvæmdum, ekki síst hjá hinu opin-
bera.
Er eitthvað sem hefur komið þér á
óvart í atvinnuþróuninni?
- Nei, ástandið á Akureyri er eins,
og þar eru engin batamerki sjáanleg.
Það þarf engum að koma á óvart, því
það er þróun sem hefur átt sér langan
aðdraganda. Aftur á móti hefur
ástandið í Reykjavík heldur lagast.
Óskar sagði að það yrði ekki fvrr en
apríltölur lægju fyrir að farið yrði að
funda um hugsanlegar aðgerðir vegna
sumarvinnu skólafólks, en það væri
þegar farið að skrá sig hjá ráðningar-
stofum.
Eingöngu konur í
stjórn Versl.m.f.
Arnessýslu
I tilefni samantektar okkar í 2. hefti
VINNUNNAR um áhrif kvenna í
verkalýðshreyfingunni hafði Sigríður
Ólafsdóttir, formaður Verslunar-
mannafélags Árnessýslu samband við
okkur. Hún benti á að í stjórn félagsins
væru nú eingöngu konur, en í félaginu
voru 255 fullgildir félagsmenn um sl.
áramót. Milli 80-85% félagsmanna eru
konur en þetta er í fyrsta skipti sem
kona tekur við formannsstöðu í félag-
inu.
Nú er rétti tíminn til þess að panta sér
viku í orlofshúsi í sumar. Orlofshús að-
ildarfélaga ASÍ eru víðsvegar um land-
ið. Helstu staðirnir eru Ölfusborg-
ir, Hraunborgir (Sjómannasamtökin
o. fl.), Orlofsbyggðin Einarsstöðum í
Suður-Múlasýslu (Verkalýðsfélög á
Austfjörðum o. fl.), Orlofsbyggð múr-
ara (Öndverðarnesi, Grímsnesi), Or-
lofsbyggðin Húsafelli (Sókn, Fram-
sókn, VR o. fl.), Orlofsbyggðin
Svignaskarði (Iðja, Félag starfsfólks í
veitingahúsum, Sókn, Dagsbrún o. fl.),
Orlofsbyggðin Vatnsfirði (VR, Fram-
sókn, Eining, Dagsbrún o. fl.), Orlofs-
byggðin Illugastöðum í Fnjóskadal
(Iðja Akureyri, VR, Aldan Sauðár-
króki, Baldur ísafirði o. fl.).
Leigugjald á orlofshúsunum er
nokkuð misjafnt eftir stöðum og aldri
og útbúnaði húsa, en 1800 kr. á viku er
algengasta gjaldið. 1800 kr. á viku
kosta bústaðirnir á eftirtöldum stöð-
um: Ölfusborgum, Húsafelli, Svigna-
skarði, Vatnsfirði, Illugastöðum og
Einarsstöðum. f Hraunborgum er
gjaldið 2.000 kr. á viku.
Á þeim stöðum sem hús eru leigð um
helgar er gjaldið 1.000 kr. yfir helgina
og 500 kr., ef um einn sólarhring er að
ræða.
Öll leiga orlofshúsa fer gegnum
stéttarfélögin.
G.R.
Kveðjur í tilefni 1. maí
OIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
VINNAN 35