Vinnan - 01.05.1984, Qupperneq 4
Frá 6. þingi Landssambands iðnverkafólks
Sjötta þing Landssambands iön-
verkafólks var haldið á Akureyri
30.-31. mars sl.
45 fulltrúar, víðsvegar af
landinu, sátu þingið auk gesta.
Forseti þingsins var Kristín
Hjálmarsdóttir, Akureyri, og
varaforsetar Bjami Jakobsson,
Reykjavík, og Guðlaug Birgis-
dóttir, Akranesi.
Stjórn sambandsins næsta kjörtímabil
skipa:
Guðmundur Þ Jónsson, formaður.
Kristín Hjálmarsdóttir, varaformaður.
Bjarni Jakobsson, ritari.
Sigríður Skarphéðinsdóttir, gjaldkeri.
Meðstjórnendur:
Dröfn Jónsdóttir.
Leifur Thorarensen.
Sigurbjörg Sveinsdóttir.
í varastjórn:
Guðlaug Birgisdóttir.
Barbara Ármans.
Hilmar Jónasson.
*£ A- Bm f i *r <M|' í \v'-. .'1 sffHmM ■ í >f
jð lí &F - S -W mffa f 7i íwKkm:::' r tffijmJ-
Fulltrúar á ó.þingi Landssambands iðnverkafólks fyrirframan Hótel KEA. (Ljósm. H.J.)
Alyktun um kjaramál
Launafólk á íslandi hefur mátt þola stórfellda kjara-
skerðingu frá því að núverandi ríkisstjórn tók við vöidum
þann 26. maí sl. Kjaraskerðingin kemur við flesta en
harðast bitnar hún á þeim, sem lægst höfðu launin fyrir og
þyngstu framfærsluna.
Samhliða því sem verðbætur voru afnumdar með lög-
um var samningsgerð bönnuð. Með afnámi samningsrétt-
arins var vegið að einni grundvallarforsendu þess lýðræð-
iskerfis sem við búum við.
Með samstilltu átaki tókst að knýja fram breytingar á
bráðabirgðalögunum og endurheimta samningsréttinn.
Nýr samningur var síðan gerður 21. febrúar sl.
Markmið kjarasamninganna var annars vegar að
stöðva kaupmáttarhrapið og hins vegar að rétta hag
þeirra sem verst standa. Samningsstaða verkalýðshreyf-
ingarinnar markaðist af minnkandi atvinnu fólks og
tekjumissi í kjölfar kvótakerfisins. Með samningunum
’nefur verkafólk því aðeins spyrnt við fótum gegn árásum
iíkisvaldsins á kjör þess en situr enn við skarðan hlut af
þjóðarauðnum.
Framvinda næstu mánaða er háð því hvernig stjórnvöld
bregðast við. Það er hrein ögrun við verkafólk að ráðast í
skattahækkanir nú strax í kjölfar þessarar hófsömu samn-
ingsgerðar. Sú ráðstöfun gengur þvert á fyrri yfirlýsingar
ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt þá að-
haldssemi, sem nauðsynleg er, til að hamla gegn verð-
bólgu. Hjöðnun verðbólgu hefur eingöngu verið á kostn-
að launafólks. Það er krafa iðnverkafólks að atvinnu-
reksturinn og aðrir taki á sig þessar byrðar.
Þegar laun verkafólks eru svo lág, sem raun ber vitni, er
enn brýnna að öryggi launþega sé tryggt á öðrum sviðum.
Því er afar mikilvægt að standa vörð um þann félagslega
ávinning og auknu félagslegu réttindi, sem náðst hafa
fram á síðustu árum. Á þeim vettvangi er víða að sótt en
hvergi má undan láta. Þannig er nú vegið að verkamanna-
bústaðakerfinu. Gegn þeirri atlögu verður að snúast og
sjá til þess að til verkamannabústaða fáist nauðsynlegt
fjármagn. Verkamannabústaðakerfið þarf að stórefla,
svo mikilvægt er það öllu launafólki og eina von fjöl-
margra félagsmanna láglaunafélaganna um öruggt og
mannsæmandi húsnæði.
Verkalýðshreyfingin má ekki láta þar við sitja. Hún
verður nú þegar að hefja undirbúning að nýrri sókn í
hagsmunabaráttu verkafólks, með það að markmiði að
sækja fram til betri lífskjara og aukins atvinnuöryggis.
Forsenda öflugs atvinnulífs er mannsæmandi laun.
4 VINNAN