Vinnan - 01.05.1984, Side 26

Vinnan - 01.05.1984, Side 26
resept út á afmæli (þó það væri tvisvar á ári), töðugildi og fleiri tilefni. Það var síður en svo vínlaust þrátt fyrir bannið. Landinn var útbreiddur. En hann þótti vondur. Þegar áfengis- banninu var aflétt var mun meira drukkið bæði í og utan vinnutíma. Eitt ber að nefna í sambandi við áfengisneyslu og það var notkun þess við kosningar. Reynt var af hinum ýmsu stjórnmálaflokksaðilum að lokka á kosningadaginn óvissa kjósendur með áfengi. Attu þeir að greiða þeim flokki atkvæði er vel bauð með vín- anda. Það er vafasamt hvort þessir náungar hafi kosið í anda gjafarans. Þetta var upp úr 1930.“ Meira Iagt upp úr manninum „Skrýtin pólitík í þá daga, þegar 2 menn úr hverjum flokki voru kosnir. Fólk lagði meira upp úr manninum heldur en pólitíkinni. Á fjölda mörgum seðlum var kosið svona sitt á hvað fólk úr andstæðum flokkum. Sterkasti flokkurinn var Sjálfstæðisflokkurinn. Samt var Einar Olgeirsson kosinn og það var ekki allt pólitík. Bæði var það, að Einar var alinn upp hér í bænum og vel þekktur. Reglusamur og átti ákaf- lega létt með að hafa áhrif á fólk. Hafði þannig framkomu. Glaðlegur og talaði við hvern sem hann hitti og fólki fannst til um það. Þeir voru ekki vanir því sjálfstæðismennirnir hérna, að fara að ávarpa einhvern ræfil úti á götu eða eitthvað svoleiðis. Eða heilsa honum nema kosningar væru í nánd. Einar vann upp ótrúlegt fylgi strax og hann fór fram.“ Gert at í fólki Almenn viðhorf til þeirrasem tóku þátt í kjarabaráttu voru neikvæð í byrjun. Kvenfólk tók síður þátt í hörðum að- gerðum, slík afskipti voru látin bitna harðar á þeim en karlmönnum. „Það var nokkuð snemma í tíðinni sem 1. maí göngur hófust. Það var mik- ill kraftur í þeim og þær fóru víða um bæinn. Þær voru miklu meira áberandi þá en þær eru núna. Það var gert mikið at í því fólki sem tók þátt í 1. maí göngunum. Sérstak- lega til að byrja með. Það voru and- stæðingar þeirra sem stóðu fyrir því. Þeir sem ekki tóku þátt í þessum göng- um, voru ekki fylgjandi þeim, leiddist þær og sættu sig ekki við þær. Það átti bæði við um kröfurnar og þær baráttu aðferðir sem notaðar voru. Ég var á móti þessu vegna þess að þetta var ekki líklegt til að bera árangur. Andspyrnan var of mikil til þess.“ Greinin er byggð á útdráttum úr við- tölum við Ásgeir Kristjánsson, Baldínu Elínu Sigurbjörnsdóttur, Ingólf Árna- son, Ólaf Aðalsteinsson og Sóleyju Tryggvadóttur. Kveðjur I tilefni 1. maí Launamálaráð ríkis- starfsmanna innan BHM Samband íslenskra bankamanna Samband almennra lífeyrissjóða Hið íslenska kennarafélag Bókabúð Máls ImI og menningar 26 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.