Vinnan - 01.05.1984, Side 18
samningum eiga að koma 3% 1. sept-
ember og ef að á að segja samningum
lausum, þá fær fólk ekki þessi þrjú pró-
sent og það sem síðar á að koma. Ég
held að fólk horfi í þessi þrjú prósent.
Það fer eftir verðbólgu og afkomu
fólksins og atvinnuhorfum hvað gerist
1. september. Þetta fer líka eftir því
hvort verkalýðshreyfingin heldur að
sér höndum áróðurslega og tekur bara
á móti einhliða áróðri hinna aflanna.
Verkafólk getur miklu áorkað um sín
málefni ef það hefur gæfu til að standa
saman og því legg ég mikla áherslu á að
verkalýðshreyfingin skipuleggi að-
gerðir sínar nú þegar, og eins, að farið
verði að móta stefnuna sem ASÍ leggur
fyrir þingið í haust.
Unga fólkið og
verkalýðshreyfingin
Sigurjón: Er verkalýðshreyfingunni
stjórnað af of gömlu fólki? Að undan-
förnu hafa komið fram ungar raddir í
ýmsum félögum sem vilja taka upp
meiri baráttu. Er ekki ástæða til að
hleypa þessu fólki meira að?
Kjartan: Sjálfsagt er það, en ég held
að þeíta sé gott í bland. Eldri mennirnir
í hreyfingunni hafa mikla reynslu og
þekkingu, en sjálfsagt er að hleypa
ungu fólki meira að, því það er baráttu-
glatt og hefur kjark, sem okkur hina
eldri kannski skortir. Ég vil nú samt
hafa þetta í bland.
Jón: Ég er nú ekki alveg með á nót-
unum. Það er að vísu í mörgum félög-
um viss tregða gegn uppskiptum en ég
held að stóra meinið liggi ekki þarna,
heldur hitt að við þurfum að stórauka
fræðsluna með námskeiðahaldi í félög-
unum sjálfum og reyna að gera félag-
ana virka, svo baráttan geti haldið
áfram. Það er ágætt í sjálfu sér að inn í
félögin komi ungt fólk sem vill breyta
öllu á einum degi, en það er bara ekki
hægt og reynslan hefur sýnt það. Það
þarf fyrst og fremst að stórauka fræðsl-
una og virkja félögin miklu betur en
gert er nú. Það eru til aðferðir til þess
og þetta mun kosta peninga. Við þurf-
um fyrst og fremst að gera okkar skipu-
lag einfaldara. Ég vil líka að við hættum
að skella allri skuld á forystu ASÍ, því
forystan starfar eins og miðstjórn og
formenn ákveða, og við erum með til-
tölulega mjög litla yfirbyggingu á okkar
heildarsamtökum. Það er því ekki hægt
að ætlast til að forystan geri allt, en mér
finnst einhvern veginn eins og verka-
fólkið ætlist til að Ásmundur Stefáns-
son geri persónulega alla hluti, bæði
segi okkur hvað eigi að gera og leiði
okkur allar götur. Þetta er röng stefna,
hann á að sjálfsögðu að svara fyrir okk-
ar samtök, en við eigum líka að geta
hugsað og framkvæmt. Það er aukin
fræðsla og meiri virkni félaganna sem
mun breyta þessu ástandi.
Svavar: Ég held að vandamálið liggi
ekki í því að verkalýðshreyfingunni sé
stjórnað af of gömlu fólki. En það ligg-
ur ljóst fyrir að það þarf að breyta
starfsaðferðum innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Kannski sitja stjórnir of
Iengi án endurnýjunar. Það er eflaust
hægt að finna ráð til að breyta því
þannig að inn komi nýir menn með nýj-
ar og ferskar hugmyndir. Ég er sam-
mála því að auka þurfi fræðslu meðal
félaganna og virkja þá betur til starfa.
Ef þeir koma ekki á félagsfundi þá er
ekki annað ráð en að fara til þeirra út á
vinnustaðina.
Sigmundur: Já, það er af hinu góða
að skipta um menn í stjórnum með
vissu millibili. Það hefur sýnt sig að
menn verða værukærir og staðnaðir ef
þeir sitja of lengi í stjórn. Ekki síst í
þeim félögum sem hafa þann háttinn á
að ekki er hægt að skipta um menn í
stjórn nema kjósa stjórnina alla, og
trúnaðarmannaráð líka, með því að
bera fram lista. Þetta finnst mér fráleitt
því þá er ekki hægt að losna við einn og
einn leppalúða nema að kasta mörgum
ágætum mönnum um leið.
Óli: Það er ekkert aðalatriði að
skipta alveg um og fá allt í hendur yngri
mönnum. Það fer auðvitað eftir mál-
efnum en ekki aldri hvernig menn velj-
ast í trúnaðarstöður. En það þarf að
endurskoða og breyta skipulagi alls
staðar í hreyfingunni. Ég er sammála
því sem Sigmundur var að segja um
allsherjaratkvæðagreiðsluna um stjórn
og trúnaðarmannaráð með listakosn-
ingum. Þetta þarf að endurskoða svo
hægt sé að ná inn virkum mönnum án
þess að um leið verði að skipta um alla
stjórnina. Það þarf að stórauka fræðslu
og upplýsingastreymi til félagsmanna,
en á það skortir mikið og svo þarf síðast
en ekki síst að halda uppi skipulegum
áróðri.
Er Félagsmálaskólinn
það afl sem virkja má?
Siguijón: Kannski við endum þá
þetta spjall með því að hugleiða hvort
Félagsmálaskólinn er ekki það vopn
sem efla má í frekari fræðslu- og upp-
lýsingasókn?
Kjartan: Alveg tvímælalaust að mínu
áliti. Ég tel þetta mjög góða stofnun og
nauðsynlegt að sem flestir sæki þá
fræðslu sem hér er að fá, ef þeir ætla sér
að starfa innan hreyfingarinnar. Hér
fær fólk mjög góða fræðslu um samn-
ingamál, hvernig á að vinna að félags-
18 VINNAN