Vinnan - 01.05.1984, Side 13

Vinnan - 01.05.1984, Side 13
Ekki atvinnugreinafélög heldur: Starfsgreinadeildir innan núverandi félagakerfis Helgi Guðmundsson, starfsmaður skipulagsnefndar, hlaut loffyrir gott undirbún- ingsstarf- hin myndin sýnir nokkra semfjölluðu um málefni byggingariðnaðarins. - Á yfirborðinu lítur svo út að Iítið hafi gerst á skipulagsmálaráðstefnunni þótt sitthvað merkilegt hafi samt gerst þar. Hvað kom út úr þessari ráðstefnu, Helgi? -1 stuttu máli má segja að menn í öllum atvinnugreinum voru sammála um að auka beri samstarf og samvinnu innan hinna margvíslegu stéttarfélaga. Af þeim fjórum skipulagskostum, sem reifaðir höfðu verið, voru menn sam- mála um að skoða og hrinda í fram- kvæmd kosti D, sem býður upp á deildaskiptingu í félögunum eftir starfsgreinum. Deildirnar gætu síðan orðið aðilar að landssamböndunum eins og þau starfa núna. Þessi kostur virðist þykja bestur og fyllilega mögulegur. Með þessum hætti ætti í framtíðinni að vera mögulegt að gera heildarkjarasamninga fyrir við- komandi atvinnugreinar. - Hve margar yrðu atvinnugreinarn- ar, ef þetta þróast í þessa átt? - Sennilega tíu til tólf greinar. Nú eru landssamböndin átta talsins og ný landssambönd gætu orðið t.d. meðal fólks sem vinnur hjá ríki og sveitarfé- lögum, en sá hópur skilaði um fimm þúsund ársverkum árið 1982, og fólks sem starfar í hverskonar þjónustu- greinum. í kjölfarið gætu orðið ein- hverjir flutningar á fólki milli lands- sambanda. Það liggur ljóst fyrir eftir ráðstefn- una að mönnum líst ekki á að gera stór- felldar breytingar á borð við þær að skipta öllu upp í atvinnugreinafélög. - Vandamál fiskvinnslufólksins komu þarna skýrt fram. Hvaða niður- staða varð af umræðum þess hóps? - Samkvæmt eðli vinnunnar er eiginlega minnst hætta á sundrungu meðal fiskvinnslufólks ef gera ætti skipulagsbreytingar. En hin brennandi spurning á ráðstefnunni var sú: Hvernig stendur á því að þessi fjöl- menni og þýðingarmikli hópur innan verkalýðssamtakanna hefur minnst réttindi allra atvinnuhópa í landinu — fólkið sem er í grundvallarvinnslunni. Menn hljóta að spyrja hvort það sé ekki eitthvað í starfsháttum og skipulagi, sem veldur því að hlutirnir eru svona. Innan fiskvinnsluhópsins er nú mikill áhugi á að auka samstarf og samvinnu. - Það kom skýrt fram að þótt fólk hafnaði róttækum skipulagsbreyting- um, þá vildi það samt margskonar breytingar. — Já, fólk var ekki síður að velta fyrir sér nauðsynlegum starfsháttabreyting- um. Stóra verkefnið sem blasir nú við ASI eru einmitt starfsháttabreytingar, og það komu fram margar mjög þarfar ábendingar í þeim efnum. Það var greinilegur áhugi á að sameinast um átak í þeim málum innan atvinnugreina - í menntunar- og menningarmálum, í kjaramálum, í atvinnumálum, í starfs- og endurmenntarmálum og fleira í þeim dúr. Það liggur næst fyrir að draga saman heildarniðurstöður hópanna og fá fram skýra mynd af því sem ráðstefnufólkið hafði fram að færa. Ég er þeirrar skoð- unar að í haust eigi að halda fleiri at- vinnugreinafundi, t.d. meðal fólks í járniðnaði, fólks er stundar verslunar- og þjónustustörf, og fólks sem stundar opinber þjónustustörf. Einnig gætu fiskimenn komið til greina, en þar er sá hængur á að aðeins undirmenn á fiski- skipum eru innan raða ASÍ. Einnig má hugsa sér að fólk sem starfar við flutn- inga sé þarna með. - Nú er ASÍ þing í lok nóvember. Verða þessi mál ekki áberandi hluti umræðna og ákvarðanatöku á þinginu? - Jú, ég vona að eftir alla þessa vinnu og umræður eigi þingfulltrúar að vera betur í stakk búnir til ákvarðanatöku. A síðasta þingi voru gerðar samþykktir um skipulagsmál sem virðast hafa verið lítið grundaðar svo ekki sé meira sagt. - Mér virtist fólk þakklátt fyrir að fá þessa umraytu með svo skipulögðum hætti. - Já, mér virtist það líka. Þátttaka var mjög góð og fólkið vann mjög sam- viskusamlega. Ég held að með þessum fundum hafi verið gróðursettur nýr þankagangur og nú skiptir mestu hvernig þessu verður fylgt eftir. S.J. VINNAN 13

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.