Vinnan - 01.05.1984, Blaðsíða 21
eftirfarandi skýringar að fylgja með
skattframtali:
— Um hvaða útgjöld er að ræða um-
fram venjulegan kostnað.
— Hver eru helstu málsatvik, sé um
veikindi eða slys að ræða og hversu
lengi má ætla að afleiðingarnar vari.
— Greina þarf frá áætluðum tekjum,
bótum og styrkjum á yfirstandandi
ári.
— Með þessum skýringum þarf að
fylgja læknisvottorð.
— Ef um lát maka er að ræða þarf að
fylgja með nafn og nafnnúmer hins
Iátna og tilgreina þarf dánardag.
Til athugunar við Iát maka
Ef maki hefur látist á árinu, þ. e. fyrir
gerð þjóðskrár 1. desember, fær eft-
irlifandi maki áritað skattframtal
sem einstaklingur og telur fram sam-
eiginlegar tekjur fyrir allt árið. Ef
þess er óskað sérstaklega er hægt að
telja fram sameiginlegar tekjur fram
að andláti maka og telja síðan fram
sem einstaklingur þær tekjur sem um
er að ræða eftir andlát maka.
Til athugunar almennt
Pegar um er að ræða beiðni um ívilnun
er nauðsynlegt að greina mjög skýrt frá
öllum málsatvikum. Sérstök eyðublöð
eru til í þeim tilgangi hjá skattyfirvöld-
um á hverjum stað, en einnig er hægt að
skrá upplýsingarnar á blað sem síðan er
látið fylgja skattskýrslu. Síðan ber að
geta þess í dálkinum fyrir athugasemdir
að slíkt blað fylgi með skattskýrslu.
Gæta þarf strax að þegar álagning er
kunn hvort orðið hefur verið við beiðni
um ívilnun og kæra til skattstjóra innan
30 daga ef fólk telur sig órétti beitt.
Eldra fólk getpr ætíð fengið aðstoð hjá
skattstjórum eða umboðsmönnum
þeirra við gerð framtals ef þess er
óskað.
Landinu er skipt í 9 skattumdæmi og að
auki eru umboðsmenn utan aðseturs
skattstjóra.
Ríkisskattstjóri
Skúlagötu 57
101 Reykjavík
Sími91-17490.
Veistu...
að sveitarstjórnir geta, og hafa raunar
gert, veitt frekari ívilnanir eftir að
skattstjórar hafa fjallað um málið, en til
þess þarf sérstaka beiðni.
Sími
Ársfjórðungsgjald fellt niður
Póst- og símamálastofnuninni ber að
fella niður fast ársfjórðungsgjald af
venjulegum síma hjá ellilífeyrisþegum
með eftirtöldum skilyrðum samkvæmt
reglugerð:
— Að ellilífeyrisþegi njóti óskertrar
tekjutryggingar.
— Að ellilífeyrisþegi búi einn í íbúð en
sé hann í hjónabandi eða öðru sam-
býli þá uppfyili hver einstaklingur
kröfur reglugerðarinnar.
— Umsækjandi telst þó uppfylla skil-
yrðin ef sambýlismaður nýtur maka-
VINNAN 21