Vinnan - 01.05.1984, Blaðsíða 38
Lífeyrissjóður Austurlands,
Neskaupstað
Lífeyrissjóður stéttarfélaganna í
Skagafirði
Verkalýðsfélagið Stjarnan
Grundarfirði
Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs
Egilsstöðum
Sjómannafélagið Jötunn,
Vestmannaeyjum
Verkalýðsfélag Reyðarfjarðarhrepps,
Reyðarfirði
Annar fundur um
kjaramál 21. maí
ASÍ efndi til fundar um kjaramálin í
kjölfar fundanna um skipulagsmálin.
Boðaðir voru fulltrúar landssamband-
anna og svæðasambandanna. Tilgang-
ur fundarins var að koma af stað um-
ræðu um hvernig standa skuli að kjara-
málum á næstunni. Annar fundur er
boðaður mánudaginn 21. maí. í milli-
tíðinni er fjallað um kjaramálin á vett-
vangi sambandanna.
Menningardagar
í orlofsbúðum
I sumar mun menningin formlega halda innreið sína í orlofsbúðirnar, að minnsta
kosti tvær þeirra: Ölfusborgir og Illugastaði í Fnjóskadal.
Ihverri viku mun MFA ásamt viðkomandi orlofsbúðum standafyrir menningar-
dagskrá — úti eða inni — með listafólki og skemmtikröftum ýtniss konar.
Ef vel tekst til mun verða boðið upp á slíka dagskrá í fleiri orlofsbúðum næsta
sumar.
Markmiðið er, segir Tryggvi Þór Aðalsteinsson, framkvœmdastjóri MFA, að
bjóða fólki upp á sem fjölbreytilegasta dvöl í orlofsbúðunum og blanda hvíld og
afslöppun með skemmtun og menningarstarfseml.
Að ferðast og fræðast
I októbermánuði í haust munu MFA
ásamt Samvinnuferðum/Landsýn
standa fyrir kynnisferð til Bretlands.
Tilgangurinn er að gefa fólki úr
verkalýðsfélögunum kost á að kynnast
bresku þjóðlífi og breskum verkalýðs-
félögum.
MFA hefur áður staðið að sambæri-
legri kynnisferð til Noregs, þá í sam-
vinnu við Alþýðuorlof. Einkunnarorð
ferðarinnar þá sem nú voru „Að ferðast
ogfræðast“.
Gert er ráðfyrir því að þátttakendur í
Bretlandsferðinni geti _ svo dvalist
nokkra daga á eigin vegum.
Ferðin, sem enn er á undirbúnings-
stigi, mun trúlega taka 7-10 daga.
Félagsmálaskólinn endurskoðaður
MFA vinnur nú að endurskoðun Fé-
lagsmálaskóla alþýðu.
— Það er bæði nauðsynlegur og sjálf-
sagður liður í starfsemi og þróun skól-
ans, segir Tryggvi Þór Aðalsteinsson,
framkvæmdastjóri MFA. - Nám af
þessu tagi þarf að vera í sífelldri endur-
skoðun. Við munum taka til athugunar
markmið skólans, skipulag, námsefni.
kennsiu, kennslufyrirkomulag og
fleira.
Viðræður um þessi mál munu fara
fram núna í vor með öllum þeim sem að
skólanum standa.
Einnig stendur til að gefa út bækling
um Félagsmálaskólann í haust, þegar
þessari endurskoðun og skipulagningu
erlokið. G.R.
Kveðjur í tilefni 1. maí
38 VINNAN