Vinnan - 01.05.1984, Síða 34
Ráðstefna
um
bónusinn
Verkamannasamband íslands
efndi fyrir skömmu til eins dags
ráðstefnu um bónuskerfið í
frystihúsum og hugsanlegar leið-
ir til að breyta því. Við spurðum
Þóri Daníelsson, framkvæmda-
stjóra VMSÍ, um niðurstöður
ráðstefnunnar.
— Það hefur farið fram þó nokkur
umræða um það hvort rétt sé að breyta
bónusfyrirkomulaginu í grundvallar-
atriðum, þannig að fasti hluti launanna
aukist en bónusþátturinn minnki.
Fundurinn var á þeirri skoðun að þetta
mál ætti að skoðast mjög vandlega. Eft-
ir fundinn var skipaður starfshópur,
sem mun vinna úr þeim gögnum sem
fram komu á ráðstefnunni, og síðan
verður boðað til nýs fundar' innan
skamms.
- Hvað heyrðist þér á fólki, er það
tilbúið að knýja á um stórbreytingar á
þessu kerfi, sem virðist óvinsælla en
það var í upphafi?
- Ég held að engar stórbreytingar
séu framundan, og ég er persónulega
andvígur því að breyta í stórum stökk-
um, en eins og kerfið er í dag þá er
breytilegi hluti launanna allt of stór
miðað við fasta hlutann. Þetta þarf að
breytast að vel athuguðu máli.
- Hafði fólkið á ráðstefnunni ekki
áhuga á því að losna undan oki bónus-
kerfisins?
- Það eru afskaplega skiptar skoð-
anir á því máli. Það má ekki gleyma því
að mörgu fólki finnst meira gaman að
vinna í frystihúsunum eftir að ákvæðis-
vinnufyrirkomulagið var tekið upp.
Það er líka staðreynd að vinnutími
hefur styst með tilkomu bónusins — það
er ekki unnin eins mikil yfirvinna. Svo
er algengt hjá konum í þessu starfi að
þær vinni hluta úr degi, eru í raun tvær
um hvert dagsverk, og ná samt tals-
verðum bónus.
- Kom ekki kvótakerfið inn í þessa
umræðu?
— Nei, við afmörkuðum verkefnið
alveg við bónusmálin. Erindi fluttu
Bolli Thoroddsen. hagræðingur ASÍ,
og Hólmgeir Jónsson, hagfræðingur
ASI. Að því loknu fóru fram almennar
umræður og síðan skiptumst við í
starfshópa. Það lá Ijóst fyrir að ekki
bæri að taka neinar ákvarðanir á þess-
um fundi, því málið er efnismikið og
margar leiðir færir í breytingaátt.
Svipmvndir frá ráðstefn-
unni sem haldin var í
Lindarhæ.
34 VINNAN