Vinnan


Vinnan - 01.03.1995, Síða 3

Vinnan - 01.03.1995, Síða 3
Leiðari Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ Nýger&ir kjarasamningar: Lítið skref í átt til kjarajöfnunar Með þeim kjarasamningum á almennum vinnu- markaði sem gerðir voru á dögunum, á sama grundvelli og samningar hafa verið byggðir á síðan í febrúar 1990, var stigið enn eitt skref í áttina til þess að byggja hér upp kjaraþróun sem við það er miðuð að kaupmáttur tekna sé bættur án þess að hætt sé við meiri háttar verðbólgu. Þetta hefur ver- ið megin markmið verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár. Að vísu finnast okkur áfangarnir sem nást vera of litlir hverju sinni enda hefur ýmislegt orðið til að trufla ferlið, hvort tveggja félagsleg og efnahagsleg atriði. Þjóðfélagið hefur nú um nokkurra ára skeið gengið í gegnum mikla efnahagskreppu með mjög slæmum afleiðingum fyrir atvinnulífið, og þar með heimilin. Ýmsir hópar og samtök í þjóðfélaginu, kanske helst þeir sem virðast standa fjærst undirstöðuat- vinnuveginum, hafa aldrei fallist á þá heildar stefnu sem mörkuð var í samningunum árið 1990. Þess vegna hafa þeir oft beitt sér gegn aðgerðum sem miðaðar hafa verið við að árangur náist samkvæmt því ferli. Það ber líka að viðurkenna að innan raða sam- taka okkar eru vitanlega skiptar skoðanir um áherslur og aðferðir til að ná settu marki. Það mátti meðal annars lesa út úr þeim tillögum að kröfugerð við undirbúning síðustu kjarasamninga sem komu frá hinum ýmsu félögum innan ASÍ. Tillögurnar um áherslur í kröfugerð voru mjög margvíslegar og sjálfsagt hefði verið hægt að setja upp há súlnarit um kostnaðinn af þeim ef allt hefði verið dregið saman og um þá verðbólguskriðu sem slíkt hefði valdið. En það mátti heita sameiginlegt sem lokaábending flestra ályktana að þó yrði að halda þannig á að verðlag færi ekki úr böndunum aftur. Um niðurstöðu kjarasamninganna, sem nú hafa víðast hvar verið samþykktir, má auðvitað deila. Og um hana verður deilt innan samtaka okkar, og þó kanske ekki síður innan annarra samtaka. Vita- skuld hefðu fulltrúar þeirra samtaka sem að samn- ingunum unnu viljað ná meiri kjarabótum til handa sínum umbjóðendum en raunin varð. En mat hvers sambands fyrir sig var að lokum það að lengra yrði ekki komist fyrir þess hönd við ríkjandi aðstæður i. Það var líka sameiginlegt mat fulltrúa samband- anna, að höfðu nánu samráði um aðkomu stjórn- valda, að meiri árangurs væri ekki að vænta. Vitaskuld koma svo einhverjir spekingar á eftir og segja að leggja hefði átt meiri áherslu á eitt- hvað annað en það sem samkomulag varð um. Það er ekkert nýtt, sérstaklega þegar hagsmunir hópa eða samtaka fara ekki alveg saman. Það má til dæmis marka nú af umræðunni um að loksins tókst að ná fram því baráttumáli að hætta tvískött- un iðgjalda launafólks til lífeyrissjóða. Afnám tví- sköttunar hefur auðvitað ekki sömu þýðingu fyrir þá sem borga ekki iðgjald nema af hluta tekna sinna til lífeyrissjóðs, jafnvel þótt þeir hafi ennþá meiri bótarétt en þeir sem greiða af öllum tekjum sínum. En við látum ekki slíkan áróður trufla okkur. Þetta er sambærilegt við hávaðann sem ýmsir gerðu árið 1993, þegar okkur tókst loks að þvinga stjórnvöld til að lækka matarskattinn verulega og færa þannig tekjulægstu hópunum þá bestu kjara- bót sem þeir hafa fengið lengi, og fá að búa að. Kjarasamningarnir nú eru vissulega ekkert risa- stökk til bættra kjara en þeir eru áfangi á þeirri leið og til eflingar atvinnu, sem væri kanske mesta kjarabótin. Verkalýðshreyfingin var fyrst og fremst að semja um kjarabætur fyrir lág- og miðlungs- tekjufólk, aldraða og öryrkja. Hvort þeir eða sam- tök þeirra sem eru með tekjur sem skipta mörgum hundruðum þúsunda króna á mánuði tekst að knýja fram sér til handa einhverjar allt aðrar og miklu meiri breytingar í kjölfar þessara samninga skal ég ekkert um segja. Það er ekki á verksviði okkar að semja um kjör þeirra. Metsölublað á hverjum degi! 3

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.