Vinnan - 01.03.1995, Page 4
Undirritun kjarasamninga aðfaranótt 21 .febrúar. Frá vinstri: Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Björn
Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Islands, Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands Islands, og Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvœmdastjóri VSI.
Samningar um stöðugleika, hækkun
lægstu launa og aukinn kaupmátt
Sérstök hækkun lægstu
launa. Aukinn kaupmátt-
ur. Stöðugleiki tryggður.
Þetta eru einkenni þeirra
kjarasamninga landssam-
banda innan Alþýðusam-
bandsins og atvinnurek-
enda sem undirritaðir
voru aðfaranótt 21. febrú-
ar.
Laun hækka í tveimur
áföngum. Fyrri hækkunin mið-
ast við undirskrift samning-
anna, sú síðari verður 1. janúar
næstkomandi. Þá hafa laun
þeirra sem höfðu 44 þúsund
krónur á mánuði hækkað í
50.400 krónur, eða um 14,5%,
en 84 þúsund króna laun og
hærri um 6,4%. Það þýðir að
84 þúsund króna laun verða
89.400 krónur 1. janúar 1996.
Laun undir 60 þúsund krón-
um á mánuði hækka að meðal-
tali yfir samningstímann um
11,3% en laun á bilinu 60 til 84
þúsund krónur hækka að með-
altali um 9,2%. Meðalhækkun
launa er um 6,9% á samnings-
tímabilinu.
Enda þótt launafólk, sérstak-
lega það sem lægst hefur laun-
in, hefði að ófyrirsynju mátt fá
betri úrlausn sinna mála er það
mat beggja samningsaðila að
þessi niðurstaða hafi verið
skynsamleg. Sé litið til þjóðar-
sáttarsamninganna 1990 má
segja að þetta hafi verið rökrétt
skref í framhaldi af þeim —
skref sem þó hefði þurft að taka
mun fyrr.
Samningamir eru til tveggja
ára en launanefnd fulltrúa
samningsaðila, sem á að fylgj-
ast með framvindu í, verðlags-
og atvinnumálum, getur sagt
þeim upp með mánaðar fyrir-
vara fyrir 1. janúar 1996 ef
marktæk frávik hafa orðið á
samningsforsendum.
Launahækkun
viö undirskrift
Fulltrúar sex landssambanda,
auk nokkurra félaga og sam-
banda innan Þjónustusambands
íslands, undirrituðu átta aðal-
kjarasamninga aðfaranótt
þriðjudagsins 21. febrúar. Þeg-
ar samningamenn höfðu ritað
nöfn sín undir þau plögg sem
þar lágu frammi leit næsta
framtíð þeirra þannig út:
Öll mánaðarlaun hækkuðu
um 2700 krónur og að auki
hækkuðu öll laun undir 48 þús-
und krónum um eitt þúsund
krónur. Sú tala lækkar um eitt
hundrað krónur fyrir hverjar
4000 krónur sem launin eru
hærri en 48 þúsund krónur,
þannig að lægstu laun hækka
um 3700 krónur en við 84 þús-
und króna laun er þessi sérstaka
hækkun horfin og heildarhækk-
unin verður 2700 krónur (sjá
töflu).
Þessar hækkanir miðast við
föst laun fyrir dagvinnu, að yf-
irborgun meðtalinni, sem þýðir
að atvinnurekendum er heimilt
að reikna yfirborgun á móti
launahækkuninni.
Reiknitölur vegna hreinnar
ákvæðisvinnu, án tímakaups-
greiðslna, hækka um 3,2% en
reiknitölur í bónus- og premíu-
kerfum, sem byggjast á ttma-
kaupi, verða óbreyttar.
Launahækkun
ó næsta óri
Um næstu áramót hækka öll
laun félagsmanna í Samiðn,
sambandi iðnfélaga, og Rafiðn-
aðarsambandi Islands um þrjú
prósent en laun félagsmanna
V erkamannasambandsins,
Landssambands íslenskra versl-
unarmanna, Verzlunarmannafé-
lags Reykjavíkur, Landssam-
bands iðnverkafólks og félaga
innan Þjónustusambands Is-
lands hækka um 2700 krónur.
Þetta er þó háð því að samning-
unum verði ekki sagt upp áður.
Þá var samið um launabætur
með sama sniði og í eldri
samningum. Slíkar bætur fá
þeir sem höfðu á viðmiðunar-
tímabili haft heildartekjur undir
80 þúsund krónum á mánuði.
Þessar greiðslur verða endur-
teknar árið 1996 verði samn-
ingunum ekki sagt upp fyrir
áramót og verða inntar af hendi
tvisvar hvort árið, í maí og des-
ember.
Orlofsuppbót verður einnig
óbreytt, 8000 krónur fyrir fullt
starf en hlutfall af þeirri upp-
hæð miðað við starfshlutfall og
starfstíma, eins og verið hefur.
Óskert desemberuppbót verður
13 þúsund krónur á árinu fyrir
þá sem hennar njóta samkvæmt
samningum Alþýðusambands-
ins. Hún hækkar í 15 þúsund
krónuráárinu 1996.
Fjallað er um efni samning-
anna, hvað varðar launabreyt-
ingar og önnur sameiginleg at-
riði, í Fréttabréfi ASÍ, 3. tbl.
1995, og Vinnan hvetur Al-
þýðusambandsfélaga til að
kynna sér þá þar og hafa sam-
band við stéttarfélög sín eða
skrifstofu Alþýðusambandsins
ef nánari útskýringa er þörf.
4
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS