Vinnan - 01.03.1995, Side 9
Þetta finnst þeim um
kjarasamningann
Hvaö segir launafólk, félagar í verkalýðsfélögum innan Alþýöusambandsins, um
nýgerða kjarasamninga? Vinnan fór á nokkra vinnustaði til að heyra hljóðið í fé-
lögunum. Viðtölin áttu sér stað föstudaginn 24. febrúar, þegar enn átti eftir að
bera samningana upp í allmörgum félögum.
Þórunn Haraldsdóttir,
trúnaðarmaður hjá
Granda í Reykjavík;
Verkakvennafélagið
Framsókn
— Þessi niðurstaða er náttúr-
lega mjög góð miðað við þá
samninga sem hafa verið
gerðir að undanförnu. Mér
finnst þó að þeir hefðu mátt
taka gildi strax, ekki á tveim-
ur árum.
Það hefði líka mátt leggja
meiri áherslu á að fá skatt-
leysismörkin hækkuð meira
því vinni maður yfirvinnu
fær maður ekkert fyrir það.
Það fæst ekkert fyrir það þótt
unnið sé myrkranna á milli,
þetta er allt hirt.
En ætli maður neyðist
samt ekki til að samþykkja
þetta?
Gréta Jónsdóttir,
starfsmaður í Hag-
kaupum, Skeifunni;
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
— Mér líst bæði vel og illa á
þessa samninga. Það er margt
í sérkröfum sem vantar, meðal
annars það að við getum flutt
orlof milli vinnustaða. Það
vantar líka að fá viðurkennda
veikindadaga vegna veikinda
barna; það kemur sérstaklega
illa við einstæða foreldra.
Það sem er gott við þá er
að þessi leið var valin sem
lyftir allra lægstu laununum.
Það er spor í rétta átt.
Auðvitað hækkuðu launin
Símon Gunnarsson,
Eimskipafélaginu, trún-
aðarmaður í Sundahöfn;
Verkamannafélagið
Dagsbrún
— Mér líst illa á samningana,
mjög illa. Þetta er í fyrsta lagi
allt of lítið og menn mega ekki
gleyma því að við höfum ekki
samið um neinar kjarabætur
sem við getum kallað því nafni
í sex eða átta ár.
Eg hefði viljað sjá allra
lægstu launin fara í 60 þúsund í
það minnsta. Við megum held-
ur ekki gleyma því að stór hluti
af Dagsbrúnarmönnum vinnur
hjá fyrirtækjum sem skila stór-
kostlegum hagnaði; þá erum
við að tala um skipafélögin, ol-
íufélögin, Mjólkursamsöluna,
ekki nógu mikið. En það er
ekki hægt að fara fram á
stökkbreytingu það má ekki
spenna bogann of hátt, maður
tapar stundum á því.
Granda og svo framvegis. En
við erum í rauninni ekkert að
semja við Eimskip því allir
okkar sérkjarasamningar fara
beint í gegnum Vinnuveitenda-
sambandið.
Það er þó Ijós punktur í
þessu að við fáum skattleysis-
Smári Stefánsson,
lagermaður hjá
Slippfélaginu; Iðja,
félag verksmiðjufólks
— Mér líst sæmilega á
samningana miðað við
ástandið í þjóðfélaginu. Þetta
var ágætis lending. Ánægð-
astur er ég með það að loks-
ins hækkuðu lægstu laun
meira en önnur.
mörkin upp um 2000 kall, ef ég
man rétt, og breytingin á láns-
kjaravísitölunni var algjör for-
senda þess að þessir samningar
fengjust í gegn.
Símon kvaðst ekki reiðubú-
inn að segja til um hvort hann
ætlaði að styðja samningana á
félagsfundi Dagsbrúnar eða
ekki, hann þyrfti að sofa á því.
— En það verður að koma
fram að ég tel verkföll vera úr-
elt í kjarabaráttunni, þótt því
miður sé það eina vopnið sem
við höfum.
Hins vegar er að hans dómi
svo sorfið að fólki að það getur
ekki misst einn einasta dag úr
vinnu. Þegar við spjölluðum
við hann hafði hann helgina
fyrir sér til að gera upp hug
sinn.
Markmið verkefnisins Frumkvæði - Framkvæmd er að aðstoða iðnfyrirtæki við að afla sér ráðgjafar.
Það er gert undir stjórn verkefnisstjóra og með fjárhagslegum stuðningi.
Aðstoð er veitt á eftirtöldum sviðum:
Stefnumótun Fjárhagsleg endurskipulagning og fjármálastjórnun
Vöruþróun og markaðsaðgerðir Skipulagning framleiðslu
Gæðastjórnun
Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun, Iðnlánasjóði og atvinnuráðgjöfum víðs vegar um landið.
Frekari upplýsinar gefur Karl Friðriksson í síma 687000.
IÐNLÁNASJOÐUR
Iðntæknistofnun
II
Ármúla I3A. 155 Reykjavík. Sími 568 0400. Telefax 568 0950
Kcldnaholt. 112 Reykjavík. Sími 587 7<XX). Telefax 587 7409
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS
9