Vinnan


Vinnan - 01.03.1995, Qupperneq 11

Vinnan - 01.03.1995, Qupperneq 11
Tonn Milljarðar 1800000 r 1 1600000 . 50 1400000 40 1200000 1000000 - 30 800000 600000 - Aflaverðmæti í milljörðum króna 20 ~ Heildarafli í tonnum 400000 _ 10 200000 0 0 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1970 var megináherslan lögð á að selja sjávarafurðir á svo- kallaðan stofnanamarkað í stað neysluvörumarkaðar. Fullvinnslufyrirtæki voru byggð upp erlendis. Hrað- frystihús voru byggð upp með það fyrir augum að koma sem mestu magni í gegnum þau í sem ódýrustum pakkningum. Fjármagn sem fékkst var sett í stöðugt öflugri veiðitæki til að auka sóknargetuna. Gylfi segir hugmyndina hafa verið að moka bara sem hraðast í gegn ókjörum af ódýrri vöru. Þessi áhersla á veiðarnar sjálfar og sóknargetuna á sér gamlar rætur og er í samræmi við hugmyndir íslendinga um veiðimennsku og sjálfsmynd þeirra. í veiðimannasamfélög- um er gjaman lögð ofuráhersla á mikilvægi veiðimannanna og hér á landi voru það sjómenn- irnir - þeir sem drógu björg í bú. Gísli Pálsson mannfræð- ingur hefur rannsakað hug- myndir Islendinga um sjávar- útveg og í nýlegri bók (Coas- tal Economies, Cultural Accounts, 1991) fjallar hann meðal annars um hefðbundnar hugmyndir um skipstjóra, aflaklær og aflakónga. Röðun þeirra í virðingarstiga réðst af aflasæld og því var magn- áherslan eðlilega ríkjandi. Gylfi Arnbjörnsson bendir á að stór hluti útgerðarmanna og fiskverkenda hérlendis sé einmitt fyrrum skipstjórar og þessi sama áhersla fylgi þeim í land. Áhersla þeirra sé því enn á sóknargetuna og magnið. Þótt vinnsla í landi sé ekki síður mikilvæg við sköpun verðmætanna hefur hún alla jafna ekki notið sömu virðing- ar og veiðarnar. Margir mann- fræðingar hafa bent á að þessi skekkja tengist störfum karla og kvenna. Karlar sóttu sjó en konur voru eins konar vara- vinnuafl í landi, unnu fyrst og fremst inni á heimilunum en hlupu til ef vel fiskaðist. Sú vinna sem þær inntu af hendi við vinnsluna var ekki álitin verðmætaskapandi. Ef litið er á áherslur á veiðar annars veg- ar og vinnslu hins vegar og þá virðingu sem talin er felast í þessum þáttum kemur í ljós að enn virðist eima eftir af þess- um rótgrónu viðhorfum. Þessi viðhorf geta ef til vill skýrt að einhverju leyti mikla fjárfest- ingu í sóknargetu og getu til að vinna mikið magn á sem skemmstum tíma samanborið við fjárfestingu í fullvinnslu og verðmætasköpun í landi. Þá geta þau einnig átt sinn þátt í því skilningsleysi sem stund- um virðist gæta á milli iðnaðar og sjávarútvegs. Nauösyn breyttra vibhorfa Gylfi bendir á að offjárfesting í veiðitækjum og sóknargetu hafi fyrst komið í ljós á síð- ustu árum vegna kvótaniður- skurðar. Þá hafi komið til hvati til hagræðingar. Árang- A þessu línuriti má glögglega sjá hvernig verðmœti sjávarafurða hefur aukist í aflasamdrœtti undanfarinna ára. urinn er sá að með margvís- legum aðgerðum og nýsköpun hefur oft tekist að auka heild- arsöluverðmæti sjávarfangsins þrátt fyrir samdrátt í magni. Þetta gæti vísað veginn fram á við og vonandi verður meira fjármagn lagt í nýsköpun, menntun og markaðssókn af þessu tagi. Þegar í ljós kemur að auð- lindin, sem var undirstaða hárra þjóðartekna vegna þess hve ótakmörkuð hún virtist vera, reynist ekki ótæmandi þarf að breyta hugarfari. I at- vinnustefnu ASI er bent á nauðsyn áherslubreytinga. í stað áherslu á magnvinnslu og hráefnisframleiðslu þarf að koma áhersla á mannauðinn, þann virðisauka sem þekking, menntun, reynsla og nýsköpun gefa af sér við vinnslu afurða og framleiðslu. Þannig þarf að leggja grunn að því að hér skapist ný störf, og það há- launastörf. Samkeppnisstaða Islendinga á heimsmarkaði á næstu áratugum ræðst af því hvernig til tekst. Mistakist þetta bíður okkar að festast í sessi sem láglaunasvæði með tilheyrandi fólksflótta. Lág- launastefna er einfaldlega ekk- ert svar við þeim vandamálum sem Islendingar horfast í augu við. FELAG ISLENSKRA HLJOMLISTARMANNA Lifandi tónlist • Lifandi fólk s Utvegum yður hljóðfæraleikara og hljómsveitir við hvers konar tækifæri. Sígild tónlist, jass og rokk. Upplýsingar í síma 588 8255 11 VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.