Vinnan - 01.03.1995, Qupperneq 12
Grandi, Reykjavík:
Verðmætakóngar
betri en aflakóngar
Framámenn í íslenskum sjávarútvegi á íslandi eru sammála um aö íslenskur fiskur
og fiskafuröir hafi á sér gæðastimpil hvar sem er í heiminum. Langvinnt markaðs- og
sölustarf er aö baki svo og víötækt vöruþróunar- og tilraunastarf. Mikilvæg skilaboö
hafa borist til erlendra neytenda og kaupenda: íslenskur fiskur er gæðavara, fram-
leiðendur ábyrgjast skil á vörunni og því er óhætt að borga hærra verö fyrir hann en
fisk annarra landa. En betur má ef duga skal.
Brynjólfur Bjarnason,
framkvœmdastjóri Granda hf.
Það skiptir máli hvar á jarðar-
kringlunni neytandinn er stadd-
ur. Brynjólfur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Granda hf., segir
engan vafa leika á því að
bandarískir neytendur séu til-
búnir að borga meira fyrir ís-
lenskan ftsk en það er ef til vill
vafamál í Frakkiandi.
ICELANDIC vörumerkið hefur
verið vel þekkt um öll Banda-
ríkin síðan 1947.
— Kaupendur vita að fiskur-
inn er góður en það er ekki
nóg. Þeir vita einnig að fram-
leiðendur eru áreiðanlegir. Þeir
skila af sér réttu magni á réttum
tíma. Þegar magn og gæði fara
saman er árangur ekki langt
undan. Islenska vörumerkið
hefur ekki verið eins lengi við
lýði í Evrópu, markaðsmál þar
eru einfaldlega með öðrum
hætti en í Bandaríkjunum.
Brynjólfur nefnir sem dæmi að
í Þýskalandi sé fiskmarkaði
stjómað að mestu af fimm stór-
um fyrirtækjum og erfitt sé að
selja fiskinn til Þýskalands
nema undir þeirra merkjum.
Grandi selur töluvert af fiski
undir vömmerki FROSTA sem
er eitt hið stærsta í Þýskalandi.
Hann segir Frakklandsmarkað
áþekkan nema að þar finnist
gloppur í markaðskerfinu.
Vörumerki í
Bandaríkjunum
— Því erum við að selja
unninn fisk til Frakklands undir
ICELANDIC vörumerkinu.
Það er hægt en magnið er ekki
mikið enn sem komið er. Æski-
legast væri að sjálfsögðu að ná
sama árangri í Evrópu og í
Bandaríkjunum og koma þar
inn eigin vömmerki en allt hef-
ur sinn tíma.
— í þrjú ár vorum við að
vinna með neytendapakkningar
á Ítalíu undir okkar vörumerki
en urðum að lokum undir í
samkeppninni, segir Brynjólf-
ur. Það voru einfaldlega aðrir
sem buðu sambærilega vöru á
lægra verði. Hann telur hins
vegar að þessar sömu pakkn-
ingar eigi góða möguleika í
Frakklandi og að neytendur þar
séu tilbúnir að greiða hærra
verð fyrir fiskinn. Bestu bitam-
ir eru valdir í þessar pakkning-
ar, 100 gramma stykki ofan í
fjögur hólf. I þessu sambandi
skiptir ekki litlu máli að pakkn-
ingarnar mega fara beint í ör-
bylgju. Örlftið salt og krydd
eftir smekk, átta mínutur í ofn-
inum og neytandinn hefur í
höndunum hollan og gómsætan
fiskrétt frá hreinasta hafsvæði í
heimi.
— Það er ekkert einhlítt svar
við því hvað borgi sig við full-
vinnslu. Við höfum til dæmis
ekki farið út í að framleiða ör-
bylgjufiskpakkningar með
sósutegundum. Eg lít svo á að
það borgi sig ekki; það þarf
ekki annað en að líta inn í þess-
ar risavöxnu matvælaverk-
smiðjur erlendis til að sjá að
sósugerðin ein og sér er á við
stórt frystihús hérlendis. Við
emm tæplega samkeppnishæf á
þessi sviði.
— Sömu rök má færa gegn
því að framleiða fisk í raspi. Ef
við ætlum að fara út í slíka
vinnslu í stómm stíl verður að
flytja inn allt hráefni að undan-
skildum fiskinum, auk þess
sem tollar leggjast ofan á vör-
una. Mér er til efs að slík fram-
leiðsla borgi sig hér á landi
þegar viðbótarkostnaður er tek-
inn með inn í myndina. Erlend
fyrirtæki eins og NORDSEE
og FROSTA kaupa þúsundir
tonna af fiskblokk í þessu
skyni. Blokkin fer inn í 18
metra langa vél, sem er í umsjá
fjögurra starfsmanna, og kemur
út úr henni í raspi og neytenda-
pakkningum.
— I sumum tilvikum borgar
sig að vera nær markaði og í
öðrum er hagkvæmara að vera
nær uppruna hráefnisins. Þetta
verður stöðugt að vega og
meta.
Grandi hf. gerir út 9 togara
og er annað tveggja stærstu fyr-
1 Eftir Dóru
Magnúsdóttur
irtækja á íslandi með rúmlega
fjögur hundruð starfsmenn.
Fyrirtækið er ungt að árum en
það var stofnað eftir að Isbjöm-
inn hf. og Bæjarútgerð Reykja-
víkur voru sameinuð árið 1985.
Helstu fisktegundirnar sem
unnar eru hjá fyrirtækinu eru
þorskur, ýsa, ufsi, grálúða og
karfi en síðastnefnda tegundin
vegur langmest í tonnum talið.
Karfinn er enda sú fisktegund
sem enn er flutt út ísuð og
óunnin. Helstu markaðir eru í
Bandaríkjunum og Evrópu en
hlutfall fisks sem seldur er á
Japansmarkað hjá Granda er
um 35% sem er óvenjuhátt
hlutfall.
Japans-
markaöuar flókinn
— Eg ætla ekki einu sinni
að reyna að lýsa því hversu
flókið það er að komast inn á
japanska markaðinn, segir
Brynjólfur. — Það þarf að fara
með vömna í gegnum endalaus
dreifikerfi og milliliði áður en
fiskurinn lendir á diski hins
japanska neytenda. En Japanar
em miklar fiskætur og við höf-
um smám saman verið að auka
markaðshlutdeild okkar þar.
Þeir em kröfuharðir viðskipta-
vinir með stöðugar fyrirspumir
um bætta þjónustu. Þeir biðja
mann um að breyta þessu og
bæta hitt þangað til framleið-
andinn hefur fjárfest fyrir tugi
milljóna króna. Þegar svo er
komið vilja þeir fara að tala um
verð, vitandi að framleiðandinn
hefur ekki efni á að bakka!
Þetta er stundum nefnd „jap-
anska leiðin“ í viðskiptum.
— I augnablikinu er það
loðnan sem er mikilvægust fyr-
ir Japansmarkað en karfi skiptir
einnig talsverðu máli. í tengsl-
um við fullvinnslu sjávarafurða
má nefna sem dæmi að karfinn
er afhausaður um borð í frysti-
skipunum og sendur beint á
Japansmarkað þar sem gott
verð fæst. í Japan er fiskurinn
flakaður með sérstakri sveðju
og beingarðurinn skilinn eftir
öðmm megin. Öllu máli skiptir
að þetta sé rétt gert. Rauður
karfinn er síðan lagður í hvíta
sósu sem er unnin úr sakegrjón-
um og með þessu eru þeir að
hugsa um litasamsetningu fisk-
réttarins.
— Eg get ekki ímyndað mér
að við getum fullunnið karfann
betur en þeir á þennan hátt; við
erum hreinlega ekki í stakk
búin til þess. I þessu tilfelli
fáum við besta verðið fyrir
karfann með takmarkaðri full-
vinnslu, segir Brynjólfur.
Hann er sammála öðrum
viðmælendum Vinnunar varð-
andi fullvinnslu sjávarafurða
að aukin fullvinnsla hefur auk-
12
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS