Vinnan - 01.03.1995, Side 13
ið aflaverðmæti á síðastliðnum
árum.
— Þeir sem standa að út-
gerð í landinu hafa meiri tíma
til að vinna minni afla. Það
kostar meira að ná í hvert kíló
af fiski og því nauðsynlegt að
fá meira út úr aflanum en áður.
Hann segir að ákveðin hugar-
farsbreyting hafi átt sér stað á
undanförnum árum og nú sé
aflakóngum ekki lengur hamp-
að heldur verðmætakóngum.
Hluti af skýringunni felst þó
í breyttri samsetningu aflans.
Hlutfall rækju í heildarafla
landsmanna hefur aukist og
hún vegur lítið í tonnum en
mikið í krónum og kílóum.
Aðrar dýrmætar skelfiskteg-
undir vega einnig talsvert. í
þriðja lagi hafa tollar á innflutt-
um fiski lækkað vegna tilkomu
Evrópska efnahagssvæðisins.
— Við reynum ekki að vera
bestir í vinnslu allra tegunda,
það gengur einfaldlega ekki.
Þess vegna getum við framleitt
sérhæfðar neytendapakkningar
og verið tilbúnir á réttum tíma
með mikið magn fyrir kaup-
endur. Þær fisktegundir sem
ekki eru unnar hér en koma um
borð í okkar skip fara á mark-
að. Það er ein ástæðan fyrir því
að við tókum þátt í stofnun
Faxamarkaðs árið 1987. Aðrir
eru betri í vinnslu á öðrum teg-
undum. Brynjólfur nefnir stein-
bítsvinnslu sem dæmi og segir
minni fyrirtæki oft vinna vel
með hinum stærri.
— Viðskipti með fisk ganga
út á það að vera sífellt að ná
sem mestum hagnaði út úr
hverju kílói, sérstaklega nú
þegar sýnt er að afli hefur dreg-
ist saman. I framtíðinni verður
að vinna að því að auka verð-
gildi vörunnar. Þorskurinn á
auðvitað sín takmörk en hugs-
anlega má auka gildi verðminni
tegunda s.s. karfa og ufsa. í
tengslum við skelfiskvinnslu
hafa ýmsar breytingar átt sér
stað og sem dæmi má nefna að
nú er farið að selja humarinn
með skelinni því þannig fæst
meira fyrir hann.
Brynjólfur segir að fiskeldi
sé hálfgert bannorð í íslensku
atvinnulífi eftir þau gjaldþrot
sem á undan eru gengin.
Kmfavinnsla hjá Granda: Af
einstökum fisktegundum er
mest unnið afkaifa hjá
Granda en Brynjólfur
Bjarnason framkvœmdastjóri
segir að erfitt sé aðfullvinna
hann á betri hátt en Japanar
gera sjálfir. Þeirflaka hann
með sérstakri sveðju og skilja
beingarðinn eftir öðrum
megin, leggaflökin síðan í
hvíta sósu.
— Ef til vill erurn við fyrst
núna tilbúin að endurskoða þau
mál því fiskeldi getur átt góða
framtíð hér á landi ef rétt er að
því staðið. Hann nefnir lúðu-
og þorskeldi sem dæmi.
— Varðandi afkomu ís-
lensks sjávarútvegs í framtíð-
inni segir Brynjólfur mikil-
vægt að koma þeim skilaboð-
um til erlendra neytenda að ís-
lenskur fiskur komi úr köldum
sjó, fjarri iðnaðarlöndum
heims. Hafsvæðið í kringum ís-
land er eitt hið ómengaðasta í
heimi. Fái neytandinn þau
skilaboð velur hann íslenskan
fisk umfram annan.
— Þegar upp er staðið skipt-
ir mestu máli að hafa skilning
og þekkingu á eðli markaðarins
og geta þjónað honum eftir
bestu getu, segir Brynjólfur að
lokum.
COKflL_GÓLFMOTTAN
Coral gólfmottan fangar óhreinindi og bleytu og auðveldar þér þrifin.
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS
13