Vinnan - 01.03.1995, Side 16
narsetur íslenskra sjávarafurða
/ Þróunarsetri ÍS er stöðugt verið að reyna að þjóna markaðnum með því að búa til vörur sem kaupendum líst á. Þegarþví marki er náð er
vinnslu komið út til frystihúsanna. Gunnar Már Kristjánsson, deildarstjóri vöruþróunardeildar, heldur hér á dœmi um dýra smásölupakkningu
sem erfullunnin hér á landi fyrir erlenda kaupendur.
Tilraunavinnsla eftir
óskum kaupenda
Það er í alla staði ósennilegt að íslendingar eigi eftir verðmæti hefur aukist á síðastliðnum árum þrátt fyrir
að geta aukið verðmæti fiskaflans í framtíðinni með minnkandi afla er Ijóst að fiskurinn er betur nýttur. Slíkt
auknu magni. Hvað er þá til ráða? Ýmsir hafa bent á gerist ekki af sjálfu sér.
vöruþróun sem hugsanlega lausn. í Ijósi þess að afla-
Þróunarsetur íslenskra sjávaraf-
urða hýsir vöruþróun og til-
raunavinnslu fyrirtækisins í 800
fermetra húsnæði á bak við
skrifstofuhúsnæðið á Kirkju-
sandi. Við vöruþróun starfa 4
fastir starfsmenn, 2 matvæla-
fræðingar, 1 líffræðingur og
einn véltæknifræðingur, og í til-
raunavinnslunni eru 2 fastir
starfsmenn, framleiðslustjóri,
sem er fisktæknir að mennt, og
vélfræðingur. Fjöldi fisk-
vinnslufólks fer eftir verkefnum
hverju sinni en oftast eru 5 til 8
manns við störf í fiskvinnslusal.
Saman myndar þetta fólk sam-
stilltan hóp framfarasinnaðra
starfsmanna.
Markmiðið með vöruþróun
er að þjóna markaðnum eins vel
og kostur er. Upphafið á ferlinu
er úti á mörkuðunum. Þaðan
koma fyrirspurnir, beiðnir um
endurbætur og nýjungar til
söluskrifstofa IS.
— Vöruþróunardeild tekur á
móti fyrirspurnum, vinnur úr
þeim og sér um að senda svar.
Reynt er að búa til framleiðslu-
hæfa vöru, segir Gunnar Már
Kristjánsson, deildarstjóri vöru-
þróunardeildar og tilrauna-
vinnslu. Gerðir eru verðútreikn-
ingar með tilliti til hráefnis-
kostnaðar, umbúðaverðs,
vinnslu-, pökkunar- og flutn-
ingskostnaðar. Oftast eru fram-
leidd sýnishom af viðkomandi
vöru og send kaupanda til skoð-
unar. Ef kaupanda líst á vöruna
og verðið vill hann fá fyrstu
sendingu sem þá er framleidd í
samvinnu framleiðanda, til-
raunavinnslu og vöruþróunar-
deildar. Lokamarkmiðið er að
sjálfsögðu það að koma vinnsl-
unni yfir í fiskvinnsluhúsin.
Gunnar Már segir marga
kaupendur hafa töluverðan
áhuga á smásölupakkningum
með unnum fiskréttum, s.s. for-
steiktum í raspi, kryddhúðuðum
eða í sósu. Vinnsla fisks í raspi,
sem er að hefjast í Meitlinum,
er dæmi um verkefni sem hófst
í þróunarsetri IS og er nú að
fara í gang í fiskvinnslu eftir að
tilraunavinnslu er lokið.
Það er nauðsynlegt fyrir ís-
lenskan fiskiðnað að byggja
upp víðtækan þekkingargrunn í
framleiðslu sem íslendingar
hafa ekki sinnt af miklu kappi
hingað til. Það er jafnframt
okkar reynsla að um töluverðan
virðisauka sé að ræða.
Auka verðgildi
— Við erum að vinna með
vörur í háum gæðaflokki og þar
af leiðandi á dýrari enda mark-
aðarins.
Vöruþróun snýst ekki ein-
vörðungu um að búa til neyt-
endapakkningar. Takmarkið er
að auka verðgildi þess hráefnis
sem okkar framleiðendur hafa
undir höndum. Það gerist meðal
annars með því að framleið-
andinn nálgast neytandann
skref fyrir skref. Mikil áhersla
er síðan lögð á að finna nýja
markaði og nýja kaupendur fyr-
ir núverandi vöruform. Hinir
ýmsu kaupendur óska eftir mis-
munandi útfærslu á sama vöru-
forminu og koma verður til
móts við slíkar óskir.
Það er líka vöruþróun vegna
þess að kaupendur vilja fá mis-
munandi útfærslu á sömu vör-
unni og það verður að koma til
móts við slíkar beiðnir, segir
Gunnar Már.
Önnur markmið vöruþróunar
eru að bæta samkeppnisaðstöðu
framleiðenda innan Islenskra
sjávarafurða, finna vannýtta
möguleika á markaðnum og
auka sveigjanleika í framleiðslu
og fjölbreytni vörunnar.
16
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS