Vinnan - 01.03.1995, Qupperneq 19
Sérstök stemning í loönufrystingunni. Þœr vinna á sex tíma vöktum
allan sólarhringinn: Vigdís Kjartansdóttir, (myndin hér að ofan)
Sigríður Ingibjörg Guðmundsdóttir (neðst til vinstri) og Hanna
Sigurðardóttir.
þriðja lagi eru hrognin unnin úr
loðnunni. Eins og gefur að
skilja er aðeins hægt að vinna
hana til frystingar og hrogna-
töku á ákveðnu tímabili en það
er til mikils að vinna. Hvert stig
felur í sér meiri fullvinnslu á
þessum smáfisk og þar af leið-
andi meira verðmæti. Loðnu-
mjölið fer að stærstum hluta í
dýrafóður en nú í vor verða
gerðar tilraunir til landgræðslu
með loðnuúrgangi í sendnu ná-
grenni Þorlákshafnar. Hér er
um samvinnuverkefni að ræða
á vegum Landgræðslunnar,
Rannsóknastofnunar landbún-
aðarins og fyrirtækjanna á Ár-
borgarsvæðinu.
Meðan á frystingu stendur er
hrygnan flokkuð frá hængnum
og sett í sérstakar pakkningar
til frystingar. Hrogn eru unnin
þannig að hrygnan er kreist eða
skorin í sérstökum vélum. Síð-
an er vatnið látið renna af eins
og hægt er og því næst er
hrognamassinn frystur.
Ævar segir að Japanar þurrki
gjarnan loðnuna. í sumum til-
vikum er hún grilluð og hann
segist einnig hafa smakkað
hana djúpsteikta.Síðan er henni
dýft ofan í þar til gerða sósu
sem er sérstaklega bragðgóð.
Hennar er neytt á þennan hátt
sem eins konar skyndibita.
Þetta er ef til vill möguleiki
sem íslenskum veitingahúsa-
eigendum og unnendum
skyndibitafæðis hefur yfirsést. I
stað hamborgara og flatböku
væri hægt að fá úrvals loðnu
með frönskum og kokteilsósu
— frí heimsendingarþjónusta!
Algert lostæti!
— Loðnan er algert lostæti
eins og þeir tilreiða hana og ég
get ekki ímyndað mér annað en
að það gæti gengið að koma
henni á matseðla íslenskra veit-
ingahúsa. Islendingum líst samt
ekki vel á að bíta beint í hausinn
á sílinu, þeir eru ekki vanir því.
En að borða hana eins og Japan-
amir, með 12 ára gamalt viskí í
annarri hendi, það er alveg
meiriháttar.
Þegar blaðamaður Vinnunnar
leit inn í vinnslusal Meitilsins
var allt á fullu. Konur stóðu við
færibandið og hömuðust við að
flokka loðnuna og koma henni í
frystipakkningar. Þær Vigdís
Kjartansdóttir, Sigríður Ingi-
björg Guðmundsdóttir og Hanna
Sigurðardóttir voru sammála um
að í kringum loðnuvinnsluna
skapaðist sérstök stemning. Þær
vinna á 6 tíma vöktum með 12
tíma frí á milli, allan sólarhring-
inn meðan á loðnufrystingunni
stendur. Þær segja loðnuvinnsl-
una vera ágætis tilbreytingu en
líklega verði þær fegnar þegar
allt er um garð gengið. Þær tóku
sérstaklega fram að vinnslan
væri rétt að byrja og því væri
ekki komin mikil þreyta í þær.
— Þetta er ógurlegt span
meðan á þessu stendur og allt í
lagi að vinna þetta. Maður á svo
eftir að sjá hvort puðið skilar sér
í budduna, segir Vigdís að lok-
um.
Ingigerður Tómasdóttir er
gæðastjóri í loðnuvinnslu Meit-
ilsins. Hún fylgist með flokkun-
inni og tekur stöðugt sýni. Hún
segir þessa loðnu fremur smáa
en telur að hún eigi eftir að
skána í næstu göngu. Starfið
leggst vel í hana og hún segir á-
gætt til þess að hugsa að loðnu-
vinnsla sé tímabundin.
— Eg mundi nú ekki vilja
vinna í loðnu árið út og inn, seg-
ir þessi vasklegi gæðastjómandi
um leið og hún rótar í bakka
fullum af þessum verðmæta
smáfiski og skráir einhverjar at-
hugasemdir um loðnuna í bókina
á borðinu.
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS
19