Vinnan - 01.03.1995, Síða 23
VIÐHORF
Guðmundur Lúðvík: Ætlar að
nota hönnunarbrautina sem
stökkpall til þess að komast í
Myndlista-og handíðaskólann.
Hvernig fara menn að því að
sjá fyrir sér og sínum?
— Það er einfalt. Ég var bú-
inn að safna skylduspamaði og
hann fer í þetta. Og þetta er í
það minnsta betra en það sem
býðst á vinnumarkaði þessa
stundina, segir Guðmundur
Lúðvík og brosir við.
Úr Hamrahlíð
í Hafnarfjörð
Ama Gunnarsdóttir stendur við
rennibekk á járnsmíðaverk-
stæðinu og rennir kertastjaka.
Hún er á fyrsta ári í hönnun
eins og þeir Guðmundur Lúð-
vík og Ólafur en hefur ekki ver-
ið úti á vinnumarkaði eins og
þeir.
Á sínum tíma reyndi hún að
komast á listabraut í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti en komst
ekki inn þar sem hún býr í
Vesturbænum. Menntaskólinn
við Hamrahlíð varð því fyrir
valinu og þar stundaði hún nám
með hléum í fjögur ár. I fyrra-
vetur var hún á listabraut lýðhá-
skóla í Danmörku og líklega
hefur hún gert það upp við sig
þá að stúdentsprófið væri ekki
það sem hún vildi.
Hún ákvað því að söðla um
og fara á hönnunarbrautina við
Iðnskólann í Hafnarfirði.
— Það sýnir hvað námið er
skemmtilegt að mér dettur ekki
í hug að kvarta yfir strætis-
vagnasamgöngum úr Vesturbæ
Reykjavíkur til Hafnarfjarðar.
Samt tekur ferðin suður í Fjörð
yfirleitt nálægt klukkutíma á
morgnana, segir Ama Gunnars-
dóttir.
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir,
Félagi starfsfólks
í veitingahúsum
Verkalýðshreyfing
á vílligötum
Undanfarnar vikur hafa
verkalýðsfélögin verið að
kynna kröfur sínar í kjara-
samningaviðræðum við at-
vinnurekendur. Fyrst í stað
var haft hátt um nauðsyn
þess að hækka lægstu taxta
um 10 þús. strax og jafnvel
meira, að dómi þrautreyndra
gúrúa í hreyfingunni. En er
frá leið dofnaði þessi krafa
og í staðinn komu fram kröf-
ur á hendur ríkisvaldinu um
aðgerðir í skattamálum og
lagfæringu á lánskjaravísi-
tölunni. Auk þess var farið
fram á breytingar á húsbréfa-
kerfinu sem, jafnframt því
að launavísitalan verði tekin
út úr lánskjaravísitölunni,
bætir vonandi hag þeirra
fjölmörgu sem nú þegar eru
að sligast undan skuldum, og
veitir ekki af.
Það sem vekur þó mesta
furðu í kröfugerð landssam-
banda ASÍ á hendur ríkis-
valdinu er að persónuafslátt-
ur hjóna skuli vera 100%
millifæranlegur. Ég satt að
segja trúði því ekki að þetta
gæti verði rétt eftir haft þeg-
ar ég heyrði sagt frá þessu í
fréttum. En því miður var
þetta ekki misskilningur
heldur bláköld staðreynd.
Mér finnst það umhugsunar-
vert hvaða kröfur það eru
sem ná í gegn í samfloti
landssambandanna. Ég hélt
að þessi krafa hefði aðeins
komið fram í einhverjum ör-
fáum verkalýðsfélögum sem
væru algerlega úr takti við
þróun nútíma þjóðfélags. Fé-
lögum þar sem sárafáir „út-
runnir“ (eins og dagstimpl-
arnir á mjólkurfernunum)
karlar ráða ríkjum.
Kvenfrelsisbarátta hefur
verið rekin hér á landi í nær-
fellt heila öld. Sú barátta
hefur skilað miklu í lagalegu
jafnrétti og einnig í mennt-
unarmálum kvenna. Pólitísk
þátttaka hefur aukist, þótt
betur megi ef duga skal.
Launajafnrétti á enn langt í
land þrátt fyrir öfluga kven-
frelsisbaráttu síðustu tvo
áratugi, eins og kom á dag-
inn með svartri skýrslu Jafn-
réttisráðs um launamun
kynjanna. Þar kemur fram að
konur hafa aðeins um 68%
af launum karla, þrátt fyrir
jafnréttislög sem beinlínis
banna að konum sé greitt
lægra kaup fyrir sambærileg
eða jafnverðmæt störf.
Nokkuð sem hlýtur að vekja
verkalýðshreyfinguna til um-
hugsunar og aðgerða.
Nú þegar fyrir liggja
kjarasamningar sem veita
þeim lægst launuðu 3700 kr.
kauphækkun strax og 3%
launahækkun um áramót er
freistandi að spyrja: Hvað
varð um kröfurnar um mann-
sæmandi laun? Af hverju
flúði verkalýðshreyfingin af
hólmi og hörfaði út í horn
með kröfur á ríkið um að
eiginkonur verði frádráttar-
bærar frá skatti? Það heyrist
hvorki hósti né stuna um
landbúnaðarfarganið eða
pólitíska fyrirgreiðslukerfið
sem ásamt pabbadrengja-
rekstri fyrirtækja hafa gert
Island að láglaunalandi. Al-
mennt launafólk hefur með
þjóðarsáttarsamningum bor-
ið hitann og þungann af her-
kostnaðinum á hendur verð-
bólgunni og enn á ný á að
höggva í sama knérunn.
Verkalýðshreyfingin, sem
í árdaga var baráttuhreyfing
fyrir réttindum þeirra sem
selja vinnuafl sitt öðrum,
virðist nú vera orðin að
stofnun sem að mestu snýst
um að vera áfram stofnun.
Þannig er fólk valið til for-
ystu í hreyfingunni út frá
hagsmunum fjórflokksins
miklu frekar en hæfileikum
manna til að ná til fólks. Það
sem leitt hefur verkalýðs-
hreyfinguna af leið er skort-
ur á pólitískri heildarsýn,
sýn sem hefur það að mark-
miði að breyta þessu þjóðfé-
lagi varanlega, launafólki í
vil. Ég er einfaldlega að tala
um sams konar valdatöku
launafólks og bændur gerðu
hér á landi upp úr miðri síð-
ustu öld.
Til þess að gera verka-
lýðshreyfinguna að baráttu-
hreyfingu að nýju þarf að
losa um tök fjórflokksins á
hreyfingunni. Þannig að
ferskir straumar nútímalegr-
ar þjóðfélagsumræðu fái að
njóta sín. Það má ekki lengur
úthýsa kvenfrelsissjónarmið-
um í verkalýðshreyfingunni.
Ef þetta tekst er bara að
vinda sér í að efla áróður
fyrir betra þjóðfélagi þar
sem allir (ekki bara karlar
heldur líka konur) fái þau
laun sem duga til að lifa
mannsæmandi lífi. Þá verður
fortíðardraugum eins og
kröfunni um millifæranlegan
persónuafslátt hent á rusla-
hauga sögunnar.
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS
23